Leita í fréttum mbl.is

Hvernig væri nú að kalla þetta land réttu nafni: Burma

og hvað þýðir: viðstaddir tóku báðu bænir?  Hvernig væri að vandað væri aðeins betur við fréttafluttning hjá mbl.is. 
Allt of oft sem maður rekur sig á slök vinnubrögð hjá mbl.is. Annars hvet ég alla að sýna 
heiminum að okkur er ekki sama um baráttu almennings og annarra í Burma. 

Smellið hér til að skrifa undir mótmæli gegn árásunum á saklausa borgara í Burma

mbl.is Ástandinu í Myanmar mótmælt í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Myanmar, var á sínum tíma samþykkt af sameinuðu þjóðunum og þ.á.m. Íslandi.  Aðeins USA og UK samþykktu það ekki, sem setur svolítið skrítinn vinkil á það.  Burma er nafn, sem aðrir kúgarar þessa fólks, Bretar, gáfu því.  Hvað er hið "rétta" nafn er því algerlega óljóst.  Myanmar hefur víðtækasta alþjóðlega viðurkenningu, svo ég skil ekki að það geti verið rangt að nota það.  Kannski villtu skrifa utanríkisráðherra og biðja hana að draga samþykki okkar til baka?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2007 kl. 16:50

2 Smámynd: Gunnar Kr.

Af hverju viltu láta kalla landið Burma? Ertu að leggjast á sveif með breskri heimsvaldastefnu?

Ég var á ferð um Myanmar í fyrra, heimsótti Yangon og fleiri staði. Allir heimamenn töluðu um Myanmar og Yangon, en ekki um Burma og Rangoon. Ég gat ekki keypt flugmiða til Burma, ég flaug til Myanmar.

Málið er að Burma hlaut sjálfstæði frá Bretum 4. janúar 1948 og 18. júní 1989 var nafni landsins breytt í Myanmar. Höfuðborg Myanmar var Yangon, (áður nefnd Rangoon), þar til 6. nóvember 2005, þegar borginni Naypyidaw var breytt í höfuðborg. En Yangon er sem áður fjölmennasta borg Myanmar, með næstum 5.000.000 íbúa.

Gunnar Kr., 30.9.2007 kl. 16:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er það merkilegt að við skulum yfirleitt samþykkja herforingjastjórnir á vettvangi sameinuðuþjóðanna án þess að það virðist borið undir þing og þjóð.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2007 kl. 16:59

4 Smámynd: Gunnar Kr.

Annað, varðandi nafnið, sem er enn fáránlegra... og það eru blessaðir aularnir á visir.is, sem kalla landið Mjanmar aftur og aftur í fréttum sínum. Það hefur landið aldrei nokkurnímann heitað og er álíka og skrifa Íslnd eða Dnmrk.

Gunnar Kr., 30.9.2007 kl. 17:08

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Reyndar var nafninu breytt í Myanmar árið 1948, en svo var það árið 1989 sem þeir breyttu alþjóðlegu útgáfunni í Myanmar líka, rétt eins og það skipti máli. Eru til einhver lög sem banna útlendingum að segja Iceland og krefjast þess að landið sé nefnt Ísland?

Elías Halldór Ágústsson, 30.9.2007 kl. 17:16

6 Smámynd: Gunnar Kr.

Ætli myndi ekki heyrast hljóð úr horni, ef blaðamenn færu að kalla landið okkar Garðarshólma?

Gunnar Kr., 30.9.2007 kl. 17:47

7 Smámynd: Gunnar Kr.

Slembinn: Það skiptir máli hvaða fréttaveitur skrifa fréttirnar sem eru svo þýddar í Noregi, Svíþjóð, Íslandi og víðar. Það sagði mér fréttamaður hjá útvarpinu að svo virðist að fréttir frá breskum og bandarískum veitum fjalli um Burma, en fréttir sem koma frá Suðaustur Asíu og víðar fjalli um Myanmar.

Orð flóttamanna og annarra, eru svo „túlkuð“ af viðkomandi fréttaveitu.

Lén í Myanmar (þegar herforingjastjórnin lokar ekki netinu) enda á .mm en ekki .bu eða eitthvað slíkt (sem er reyndar laust). 

Gunnar Kr., 30.9.2007 kl. 19:18

8 Smámynd: Gunnar Kr.

Slembinn, þú ættir að fara í stjórnmál. Þér virðist vel lagið að sleppa að svara því sem hentar ekki. Æ... nei, stjórnmálamenn geta ekki verið nafnlausir...

Gunnar Kr., 30.9.2007 kl. 20:10

9 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Blessaður félagi Gunnar Kr.

Í framhaldi af færslu frá þér hér að ofan: Ég held uppi hörðum áróðri hér í Sverige (sem ég kalla Svíþjóð heimamönnum til nokkurrar hrellingar!) fyrir nafninu Garðarshólmi alías Klakinn!

Við í félaginu "Ynglingaættin í Svíþjóð" sem gerum kröfu á sænsku krónuna fyrir hönd íslendinga erum alfarið á þeirri skoðun að Skerið eigi að heita Garðarshólmi og ekkert annað!

Kveðja frá Stokkhólmi!

Ásgeir Rúnar Helgason, 30.9.2007 kl. 22:38

10 Smámynd: Gunnar Kr.

Ég man líka eftir frásögn þinni, þegar þú varst innilokaður í kosningum í reyksvæði og meinað að fá þér frískt loft. Það var mergjuð frásögn! Varst það annars ekki þú?

Gunnar Kr., 30.9.2007 kl. 22:43

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir linkinn er búin að senda mótmæli.  þetta er alveg svakalegt, að heimurinn horfir upp á morðhundana murka lífið úr fólkinu sem var að mótmæla.  HORFA UPP 'A OG GERA EKKI NEITT. Bara mala og mala.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband