Leita í fréttum mbl.is

Hámenningadagur í sveitinni

Ég er ein af þessum fágætu mannverum sem er ekki að njóta þess að vera í mannþvögu og geri yfirleitt eitthvað annað en að þrýstast upp við mann og annan á Laugarvegi á menninganótt, Þorláksmessu og 17. júní. Einu skiptin sem mér finnst gaman að vera í þvögu er á tónleikum sem gerist þó æ sjaldgjæfara. Ákvað að bregða mér út úr bænum ásamt mínum kærasta og Delphin og gera eitthvað allt annað. Fórum á Þingvelli, löbbuðum löngu leiðina inn í Almannagjá og Delphin stakk haus í Öxárvatn og drakk af mikilli gleði. Við skófluðum í okkur feitum og safaríkum bláberum og krækiberum. Sólin var heit og björt og mosinn mjúkur. Það er svo magnað að labba þessa leið um máða steina og hugsa um söguna sem er alltaf að gerast. Þvílík fegurð. Það var nánast enginn þarna nema einstöku túristar. Keyrðum síðan Selfoss leiðina til baka og datt mér þá í hug að kíkja við á Fjöruborðinu hans bróður míns. Hann var aldrei þessu vant í fríi og staðurinn aldrei þessu vant tómur. Búinn að vera að slá met dag eftir dag í fjölda gesta í sumar og þar af leiðandi hef ég nánast ekkert hitt bróður minn. En við fengum okkur gott kaffi og geðveikar sykurbombukökur. Delphin talaði um besta dag síns stutta lífs. Hann hefur reyndar alveg frábær viðhorf gagnvart lífinu og það þar ekki mikið til að fá hann til að nota þessa lýsingu á dögum. Svo brunuðum við í bæinn Óseyrarmeginn og fórum í bíó á tæknibrelluundrið Transformers í Breiðholti. Hef ekki farið í bíó þar síðan ég veit ekki hvenær. Það voru örfáar hræður í bíó enda allir í miðbænum. Frábært að eiga svona úthverfi og sveitir landsins út af fyrir sig.

Þetta var bara yndislegur dagur og ég er mikið þakklát að ég fór ekki að pynta sjálfa mig til að taka þátt í einhverju sem ég hef bara engan áhuga á. Menning er og verður hluti af mínu daglega lífi. En ef fólk vill njóta hennar á einum degi þá er það bara fínt.

Annars þá eru þetta mikil viðbrigði að vinna svona vaktavinnu og keyra svona mikið. Mér finnst reyndar mjög gaman að keyra og hef farið Nesjavallaleiðina flesta daga þegar ég fer til vinnu og það er bara himnesk leið. En það verður harla lítið eftir af deginum þegar þeir eru svona langir. Í gærkvöldi lenti ég í baunasúpuþoku á Hellisheiði ásamt brjáluðum regnstormi. Það er alveg hrikalega dáleiðandi að keyra í svona veðri. Reyni yfirleitt að finna mér einhvern til að elta sem tókst í gær. Alltaf þegar ég mætti einhverjum á leiðinni þá varð ég hreinlega blind og sá ekki neitt í andartak. Reyndi að horfa á glitstaura og keyra eftir minni:) Maður verður alltaf að dæla í sig kaffi áður en maður heldur af stað út í nóttina í svona keyrslu og svo er maður algerlega manískur þegar heim er komið og getur ekki hætt að tala eða hugsa.

Vinnan er annars mjög gefnandi og ég er mjög ánægð með það sem ég hef verið að þróa fyrir tölvusmiðjuna sem ég mun sjá um fyrst um sinn. Gaman þegar maður getur nýtt sér eitthvað sem maður hefur verið að þróa með sjálfum sér sem námsefni.

Annars er lífið ennþá og mun alltaf vera samfellt ævintýr og ég er eilíft að minna mig á þakklætið fyrir þetta andartak og það sem framundan er. Það er hinn fullkomni staður til að vera á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Takk fyrir þetta fína menningarlega landslagsmálverk!:

Ásgeir Rúnar Helgason, 22.8.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 00:51

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Og ég sakna Nicaragua... fólkið þar er svo dásamlegt og lifandi. Vona að mér gefi gæfa til að komast aftur til Granada og sjá ljóðum fagnað með flugeldum... Komst aldrei út í eyjuna með apanum en geymi óendanlega margar ógleymanlegar myndir af upplifun sem jafnvel skáld getur ekki komið í orð...

Birgitta Jónsdóttir, 29.8.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband