Leita í fréttum mbl.is

Að vinna í smiðju

Næsta föstudag byrja ég að vinna í Götusmiðjunni. Ég er alveg himinlifandi að fá tækifæri á að taka þátt í því magnaða starfi sem hann Mummi hefur byggt upp af miklum eldmóð og mannkærleika undanfarin 10 ár. Hef verið að biðja um leiðsögn um hvað ég ætti að gera að ævistarfi mínu. Fékk mjög skýr svör og er mjög ánægð með að hafa haft hugrekki til að fylgja draumi mínum. Finnst ég hafa gert nóg í netmálum og auglýsingagerð og langar að fara að gefa eitthvað til baka af öllum þeim gjöfum sem lífið hefur fært mér með ómældri lífsreynslu og því mikla láni að fá að sjá það sem tækifæri til að vaxa og vonandi verða betri manneskja fyrir vikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært. Til hamingju með nýja starfið. Þú verður góð í því

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 19:02

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Birna mín, ég er alla vega mjög spennt og þakklát ... Sjáust væntanlega í kveld...

Birgitta Jónsdóttir, 8.8.2007 kl. 07:54

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með þessa ákvörðun Birgitta mín.  Ég er alveg viss um að þú getur látið gott af þér leiða meðal þess fólks sem er brotið og þarfnast kærleika og aðhlynningar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2007 kl. 10:33

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta lýst mér vel á. Skilaðu kveðju til mumma frá mér. Hann hefur kennt krökkum að það sé hægt að vera töffari án þess að vera útúrruglaður. Þú kannski kennt þeim um listrænt frelsi sem öllum stendur til boða ef þeir opna hugann........ Þú ert allavega með gott veganesti frá mömmu þinni.

Ævar Rafn Kjartansson, 16.8.2007 kl. 01:47

5 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Til hamingju með starfið - það er örugglega fengur af þér á staðnum. Mummi er að vinna gott verk!

Valgerður Halldórsdóttir, 16.8.2007 kl. 14:03

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég er viss um að þú átt eftir að njóta þín í þessu starfi; þú hefur greinilega mikið að gefa - eins og þú áttir ættir til! Gangi þér mikið vel. (Frá bloggara sem kíkir hér inn reglulega, án þess að kvitta, skamm, skamm...) Upgrade your email with 1000's of cool animations
 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.8.2007 kl. 07:16

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk öll fyrir heillakveðjur. Þetta er einstakt starf. Einstakir krakkar og starfsfólk. Þetta krefst þess líka að maður rækti alltaf garðinn sinn og sem betur fer er ég búin að vera dugleg og ætla mér að vera dugleg að gera það. Mér hefur lengi langað til að vinna með unglingum sem hafa villst af leið. Var þarna sjálf þegar ég var á mínum unglingsárum og á auðvelt með að setja mig í þeirra spor án þess að týna mér. Mér fannst bara vera kominn tími til að gefa eitthvað gagnlegt af mér eftir að ég var búin að koma eins mörgum konum og kventengdum hlutum inn á netið og mögulegt var. Það er ánægjulegt að sjá að netið er núna engu síður heimur konunnar en karlsins, því þegar ég var að byrja í þessu þá var þetta ansi mikill strákaheimur:)

Birgitta Jónsdóttir, 17.8.2007 kl. 13:00

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Bæta við einni heillakveðju! Götusmiðjan er frábært verkefni og örugglega mjög gefandi. Gangi ykkur öllum vel!

Laufey Ólafsdóttir, 17.8.2007 kl. 20:11

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk Laufey mín... ein konan sem er að vinna með mér á nú hina einu sönnu Glóru. Lítill heimur, hygg að ég hafi aldrei skemmt mér eins vel í að hanga í stúdeói með mömmu eins og í Glóru. Góðar minningar af kusum og fuglasöng.

Birgitta Jónsdóttir, 18.8.2007 kl. 08:13

10 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

en frábært! Ég hef ekki komið þangað síðan Keli frændi bjó þar með hestana en jú, kusur og fuglasöngur eru sterk í minningunni . Vona að hún sé komin í góðar hendur. Það er verið að umturna öllu á Selfossi og skipulagsklúðrið aðlveg hægri og vinstri. Það er varla að mann langi að fara þangað lengur. Þetta er allt betra í minningunni. 

Laufey Ólafsdóttir, 18.8.2007 kl. 09:54

11 Smámynd: Margrét Lóa Jónsdóttir

Sæta krútt. Til hamingju með nýju vinnuna! Kannski sé ég í þig á Menningarnótt.

Þín káta og nýheimkomna:ML

Margrét Lóa Jónsdóttir, 18.8.2007 kl. 11:16

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Velkomin heim kæra Marló... ég fór upp í sveit á ómenningarnótt:) aldrei verið fyrir það að kúldrast með börn í svona mikilli þvögu...

Birgitta Jónsdóttir, 20.8.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 509215

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.