Leita í fréttum mbl.is

Að gefa nafn, hlusta á hafið í fiðlu og finna sólstafi

Undanfarnar vikur hafa verið eins og ég hef svo oft haldið fram, ævintýri líkastar. Hef reynt að halda mig frá bloggheimum vegna þess að þar grasserar svo mikill mannfjandskapur og rógburður. Svartagaldur ofan á svartagaldur og það er svo erfitt að hemja gremjuna þegar maður sér hve fólk berar hve andlega fátækt það er með dómhörku og skelfilegum athugasemdum sem ég leyfi mér að efast um að viðkomandi fólk þyrði að segja upp í opið geðið á manni eða öðrum sem þeir beina sínu skítkasti að.

Ég hef mikið verið að spá í að hverfa héðan en það hryggir mig því hér hef ég fundið mikið af gömlum vinum og vandamönnum og hér fékk ég útrás fyrir harm minn og fékk huggun frá svo mörgum þegar mamma dó. Er ekki alveg viss hvað skal gera. Ætla að einbeita mér að bókinni um mömmu og ljósmyndasýningunni sem mun bera yfirskriftina: Ferðalag Bergþóru í búk Maríuhænunnar. Þá er ýmislegt sem telja mætti teikn um að venda sínu kvæði í kross og fara að vinna við eitthvað allt annað en ég er vön að vinna að. Langar að láta gott af mér leiða, skila einhverju til baka sem mér hefur verið gefið í lífinu, það eru sólstafir sem ég ætla að fylgja inn í óræðna framtíð sem ég er þó að móta og skapa í hverju lifandi andartaki.

Fyrir um viku hittum við Jón Tryggvi dásamlegt fólk sem telja mætti til tónlistarfólks og skálda. Fyrir nokkru síðan hafði samband við mig skáldkona frá Sri Lanka sem var á leið til landsins á leið sinni frá bókmenntahátíð á Írlandi. Vildi endilega hitta íslensk skáld og rakst hún á mig í netheimum. Maðurinn hennar er Írskur og alger fiðlusnillingur. Við kíktum til þeirra þar sem þau voru á gistiheimilinu Moby Dick, það er merkilegt nokk við hliðina á heimili vinkonu minnar Marló skáldkonu. Þá skáldin leynast víða hér um borg en engan vettvang eiga þau þó til að leyfa öðrum að hlusta á sig kveða:) Þau fluttu fyrir okkur magnað verk þar sem Colm tókst að framkalla hvalasöng og brimhljóð á fiðluna og hún Pireeni flutti ljóð sem tvinnað var í kringum gamla írska þjóðsögu. Ógleymanlegt. Jón Tryggvi og Colm tvinnuðu svo tóna saman og fannst þeim hjónum mikið til hans koma sem tónlistarmanns...

Fyrir nokkrum árum uppgötvaði að ég ætti systur í gegnum blóðbandapabba, í sama símtali og ég frétti að hann væri látinn. Það var mikil gæfa að finna systur mína hana Steinunni, hún er alger gullmoli og ótrúlega falleg og sterk tenging á milli okkar. Eins og ég hafi þekkt hana allt mitt líf. Hún eignaðist yndislegan dreng í mars sem átti eftir að nefna. Steinunn fékk þá flugu í höfuðið að biðja mig um að hjálpa sér við að gera nafn hans opinbert á afmælisdaginn sinn 22. júlí. Ég varð alvarlega snortin og glöð:) Datt í hug að opinbera nafnið í gegnum ljóð sem ég dreif mig í að skrifa og læt það fylgja með og mynd af drengum yndislega sem er eitthvað það brosmildasta barn sem ég hef hitt...

Lítill drengur með björt augu
jók heiminn gleði með tilkomu sinni
þegar vorið skartaði sínu fegursta
Framundan stillur og sólskin
Undir milkilfengleika nafns síns
hann mun standa af stakri prýði
Örlæti hjartans og innri friður
munu líf hans einkenna

Benjamín Ágúst
er nafnið þitt
Þín gæfa, þín gleði
þín örlög samofin
æðruleysi
Þín innri kjölfesta
traust og stöðug
Lífsstigi þinn
markaður
bjartsýni
og léttlyndi

Benjamín Ágúst
Benjamín Ágúst - fæddur 27. mars 2007

En það eru þessi litlu ævintýri sem gefa lífinu gildi. Að fá á flétta hárið á dóttur minni, að lesa fyrir Delphin að spjalla við Neptúnus um heima og geima er mér svo óendanlega dýrmætt og jafnast á við allar gersemar lífsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir færsluna. Fallegt nafn á drengnum og fallegur drengur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.