Leita í fréttum mbl.is

EinkaMUSE ljær Kameljóni innblástur

Það er ómetanlegt að finna ólgu innblástursins knýja sig inn og galdra draum inn í veruleika, sitja í draumheimum og vefa paradís. Vakna inn í nýtt hugarástand.

I

Gekk í hring um hring innan hrings
Allsstaðar sömu andlitin
Vefur marglita þræði í sífellt sama mynstrinu

Váleg veður
snyrtilegir naglar
á hárréttum stað

Þrýstir þeim örlítið dýpra inn
sársaukinn er afstæður

Stendur við fjöruborðið
Ákallar sársaukan eins og til að minna sig á að í æðum rennur lifandi blóð
Augun dauf og andardrátturinn grunnur

Í eitt galopið andartak
blæðir í sandinn setning

Meitlast inn í hugann

Eymd er valkostur

II

Aldrei aftur ein/n
syndir í bláma
hefur ekkert upphaf né endi

Hendur úr gárum
mjúkar
draga nagla út
einn af öðrum
Þeir voru aðeins hilling

Sjónhverfing hugans

Kænan var kjölfest

Úfið hafið
aðeins hilling
Syndir í bláma
um eilífð
Alda í öldum alda

Kær leikur
sam farir
við vatnið

Hreinsar
frelsar

Er ást
Er galdur
Býr handan orða
bjartara en bjart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í lagi er að brjóta lög og reglur,

ef allt fer ekki í bál og brand.

Lögreglan varla nagar neglur,

yfir bjánunum í Saving Iceland.

Kannski maður nær til þín á ljóðrænan hátt fyrst sá rökræni dugar ekki.

Ljóðaunnandinn (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 15:14

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

þetta er bara of ömurlegt ljóð til að ná til mín sorry

Birgitta Jónsdóttir, 19.7.2007 kl. 16:01

3 Smámynd: Agný

Mikil dýpt í þessu ljóði þó ég sé persónulega fyrir að hafa smá rím en boðskapinn má ekki vanta..

Agný, 21.7.2007 kl. 17:47

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er fallegt !

Alheimsljós til þín frá mér

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 13:39

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sú er margra skoðun, en þykir ekki fín að jörðin sé hvorki eign þín, eða mín. Heldur sé hér einhverskonar sameignarstefna, sem engin veit hvernig virkar og engin kann að nefna. Ó, þetta er að verða eins og kvæði um köttinn. Þú manst kannski eftir kvæðinu - um köttinn með höttinn?:

Annars vildi ég bara færa ykkur dálitla stöku.

Vona að hún haldi ekki fyrir ykkur vöku:

 -----------------------------------------------------------------

Í náttúru Íslands Skrattinn skálmar.

Skjálfandi lýðurinn buktar og mjálmar.

Þar eru auðvaldsins sungnir sálmar.

Svigna þar járnblendnir-álklæddir pálmar. 

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.7.2007 kl. 21:04

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

lol... takk fyrir stöku vöku Ásgeir... jamm man eftir kvæðinu um köttinn með höttinn... gaman annars að sjá fleira og fleira fólk tjá sig um hvað er í gangi hér á landi enda ekki vanþörf á. Steinunn og Agný takk fyrir falleg orð:) Manni hlýnar við hjartarætur að fá svona jákvæð komment...bjartar kveðjur úr himnabjargi

Birgitta Jónsdóttir, 25.7.2007 kl. 08:26

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert dulúðug Birgitta mín.  Takk fyrir þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband