Leita í fréttum mbl.is

Blogg um Bergþóru Árnadóttur

bergthora_arnadottirNú er ég búin að fylla tónlistarspilarann á nýja blogginu sem er tileinkað mömmu gömlu, setti inn 3 lög frá Eintaki og 3 frá Bergmáli. Vantar að koma í stafrænt form Það vorar og Afturhvarfi. Ég er líka að setja upp myndaalbúm þar og mun þá taka út albúmið af minni síðu. Fólk var farið að halda að ég væri forfallinn aðdáandi Bergþóru og ég er ekki alveg að meika þá tilhugsun, væri frekur sjúkt ef ég persónudýrkaði hana... alveg nóg að ég elska hana botnlaust. Talaði um fyrir stuttu að sorgin væri svifin frá hjarta mínu og merkilegt nokk það er bara alveg satt. Mæli með því ef fólk verður fyrir áfalli að gefa sér næði til að syrgja og hjálpa öðrum. Ekkert meðal er betra en að hjálpa einhverjum sem er enn verr settur en maður sjálfur þegar maður er í stórhættu á að falla í pytt sjálfsvorkunnar:)

Slóðin á Bergþórubloggið er bergthora.blog.is, hægt að gerast bloggvinur og de hele. Mun skella þangað fréttum af gangi endurútgáfu, tónleikum og æviminningabókinni. Þætti vænt um ef fólk man eitthvað sem tengist henni að segja mér frá því svo ég geti athugað hvort það myndi passa inn í bókina um hana. Ætla að setja hana upp svipað og Dagbók kameljónsins, fullt af myndum, stuttum brotum, frásögum, textabrotum og viðtölum sem tvinnast í eins konar skrapbók...

Í dag er enn einn fullkominn dagur í vændum. Vona að ykkar verði eins góður og ég ætla mér að hafa minn:)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Já það er nauðsynlegt að gefa sér tíma til að syrgja og vinna úr hlutunum. Ég sé að þú ert að velta fyrir þér sögum af mömmu þinn en ég man að mamma mín var í góðu sambandi við hana á tímabili. Þess vert að tékka á hvort hún geti fyllt eitthvað upp í söguna þegar hún kemur að utan.

Valgerður Halldórsdóttir, 17.7.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Dagný þakka þér fyrir fallegt komment... þú getur fundið ljóð eftir mig m.a. á http://www.ljod.is, á http://www.bokmenntir.is og á http://this.is/birgitta, svo er líka hægt að downloada öllum smákverunum mínum frá http://this.is/poemz...

Valgerður... endilega tékkaðu á hvort að mamma þín eigi einhverjar sögur í huga sér um mömmu:) hvenær kemur hún frá útlandinu?

Birgitta Jónsdóttir, 17.7.2007 kl. 18:04

3 Smámynd: Jens Guð

  Það er frábært að þú skulir halda minningu mömmu þinnar á lofti.  Hún var yndisleg manneskja og ég hef dálæti á músík hennar.  Ég átti oft samskipti við hana.  Tók meðal annars viðtal við hana fyrir tímaritið Nýtt líf.  Hitti hana líka oft þegar hún var með plötufyrirtæki á Lækjartorgi.  Ég hitti hana síðast á Dubliners fyrir örfáum árum.  Þá kjöftuðum við saman í marga klukkutíma.  Mér þykir vænt um það í dag að hún þakkaði mér fyrir að hafa alltaf skrifað vel um plötur hennar.  Hún var að vísu ósammála mér með að ég deildi í Poppbókinni minni á hönnun forsíðu fyrstu plötu hennar.  En við kvöddumst með kossum og faðmlagi.  Enda vorum við sammála um flesta aðra hluti sem snéru að hennar músík.  Og ég á bara rosalega góðar minningar af kynnum mínum við þessa einstaklega frábæru konu.  

  Það er líka gaman að bæta því við hvað hún var stolt af því þegar þú fórst að feta þig inn á braut ljóðskálds.  Þá varst þú varla nema 16 - 17 ára.   Hún bað mig um að fylgjast með þeim skrefum þínum.  Bæði vorum við með ljóðadellu og höfðum gaman af að fara yfir Stein Steinarr og Tómas Guðmundsson.  Við veltum frir okkur hvernig þeir nálguðust kveðskap og unnu úr því dæmi.  Ég efni bón hennar með því að fylgjast með bloggi þínu.   

Jens Guð, 18.7.2007 kl. 01:15

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mikið líst mér vel á það sem þú ert að gera!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.7.2007 kl. 11:49

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott er að vita af þessu Birgitta mér.  þarf  að reyna að rifja upp eitthvað skemmtilegt.  Hún var svo frábær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2007 kl. 13:01

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Einhver verður að gera það... og mér er það sannur heiður að fá að koma lögunum hennar í hendurnar á nýrri kynslóð sem missti alveg af þessum fágæta lagasmið og tónlistarmanni/konu. Það eru ekki margar konur á Íslandi sem hafa samið eins mikið af lögum og mamma og ég hygg að hún hafi verið mörgum hvattning til dáða í gegnum tíðina. Hún var frumkvöðull og uppskar kannski ekki eins og hún sáði.

Veit að hún er nokkuð kát þarna á hinu tilverustiginu. Hefur verið að láta vita af sér og allt það eins og hennar var von og vísan. Ég man eftir þér Jens þegar ég var eitthvað 15 ára og þú varst að taka við hana viðtal þegar við bjuggum upp í rok/breiðholti.

Það skemmtilega við coverið á Eintaki er að þrátt fyrir að hafa verið einstaklega ljótt á sínum tíma, hún viðurkenndi það reyndar, þá hefur það elst ákaflega vel og er í mínum huga eitt flottasta plötucover íslandssögunnar:)

Birgitta Jónsdóttir, 25.7.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband