15.7.2007 | 13:31
Yfirlýsing út af lögregluofbeldi
frá vini mínum Einari Rafni sem sést hér á þessari fréttamynd og harkalegar aðfarir lögreglunnar.
Ég hef sagt það oft og segi enn, er ekki kominn tími til að störf lögreglunnar séu rannsökuð af öðrum en þeim sjálfum... þetta bara gengur ekki lengur. Og ef einhver sér sig knúinn til að tala um hann sem iðjuleysingja eða atvinnumótmælenda vil ég benda á að hann hefur ásamt öðrum vinum mínum rekið kaffi Hljómalind og skapað atvinnutækifæri fyrir fullt af eyjaskeggjum. Ég fékk þessa frétt lánaða af eggin.is með þeirra leyfi.
Á leið minni heim í dag sá ég hóp af fólki í göngu. Ég vissi að til stóð að halda einhverskonar mótmælagöngu í dag, auglýsta sem rave party og ákvað að ganga í hópinn. Þá kom í ljós að lögreglan hafði stoppað gönguna á Snorrabraut. Göngumenn létu það greinilega ekki á sig fá en þarna voru trúðar með trúðalæti og mikið af fólki að fylgjast með, borðar með slagorðum gegn alþjóðlegum stórfyrirtækjum voru á lofti og fólk að dansa og skemmta sér. Lögreglan fylgdist prúð með og virtist vera í góðu skapi, hún hleypti bílum í gegn og að lokum var Snorrabraut lokað við Flókagötu. En einhverra hluta vegna leyfði hún göngunni ekki að halda áfram, og ljúka sér af, heldur stöðvaði hana á miðri Snorrabraut í rúma 2 klukkutíma.
Loksins virtist lögreglan fá skipun frá yfirmönnum sínum að ráðast til atlögu en hún réðst að bílnum sem tónlistin kom frá, braut rúðuna, opnaði og dróg þann sem þar var út, hann sýndi enga mótspyrnu. Fólkið á staðnum flykktist að og í kring en án alls ofbeldis og var flestum ýtt frá. Tveimur einstaklingum var sýnd sérstök aðgæsla (sá ekki afhverju) en það voru um 8 lögreglumenn sem snéru þá niður á gangstéttinni.
Ég stóð á gangastéttinni í um 2 metra frá staðnum þar sem verið var að halda þessum göngumönnum niðri með því að sitja ofaná þeim og snúa upp á hendur og fætur, þau sýndu ekki mótspyrnu að mér sjáanlegu. Fólkið á staðnum söng ýmis slagorð eins og að lögreglan væri að beita ofbeldi. Ég stóð þarna hrópaði stundum með en beitti annars engri ógnandi hegðun né var á nokkurn hátt dónalegur gagnvart lögreglunni, enda hélt ég að hún ætti að vera sú sem viðheldur friði, ekki sú sem kemur af stað ófriði. Mér skjátlaðist.
Skyndilega kemur lögreglumaður upp að mér og biður mig hastarlega að færa mig, ég bakka aðeins en greinilega ekki nógu mikið því hann ýtir mér aftur á bak, snýr upp hendina og skellir hausnum á mér upp við bílshurð. Því næst hendir hann mér upp að grindverki og öskrar þú átt að hlýða því sem ég segi. Þar á eftir snýr hann upp á hendina á mér og skellir andlitinu á mér niður á gangstéttina.
Ég tel mig hafa sýnt yfirvegun og rólyndi allan tímann, en ef eitthvað ætti að túlka sem dónaskap þá gæti það verið þegar að ég spurði: hversvegna? þegar mér var ýtt og sagt að hlýða. Því næst labbar hann aftur að handtökunni og skilur mig eftir í götunni.
Ég fæ ekki séð að ég hafi nokkuð ólöglegt aðhafst. Enginn réttlætanlegur ásetningur var hjá manninum og hvað er þá hægt að kalla þetta nema lögregluofbeldi!
Viljum við landsmenn að lögreglan komist upp með slíkan verknað. Hvað ef að verið væri að mótmæla háu bensínverði, of mikilli þennslu, barnaklámi, kvennamisrétti eða spillingu? Hvað má lögreglan ganga langt í að bæla niður aðgerðir hópa sem eru að berjast fyrir hugsjónum sínum?
Ég hef sagt það oft og segi enn, er ekki kominn tími til að störf lögreglunnar séu rannsökuð af öðrum en þeim sjálfum... þetta bara gengur ekki lengur. Og ef einhver sér sig knúinn til að tala um hann sem iðjuleysingja eða atvinnumótmælenda vil ég benda á að hann hefur ásamt öðrum vinum mínum rekið kaffi Hljómalind og skapað atvinnutækifæri fyrir fullt af eyjaskeggjum. Ég fékk þessa frétt lánaða af eggin.is með þeirra leyfi.
Á leið minni heim í dag sá ég hóp af fólki í göngu. Ég vissi að til stóð að halda einhverskonar mótmælagöngu í dag, auglýsta sem rave party og ákvað að ganga í hópinn. Þá kom í ljós að lögreglan hafði stoppað gönguna á Snorrabraut. Göngumenn létu það greinilega ekki á sig fá en þarna voru trúðar með trúðalæti og mikið af fólki að fylgjast með, borðar með slagorðum gegn alþjóðlegum stórfyrirtækjum voru á lofti og fólk að dansa og skemmta sér. Lögreglan fylgdist prúð með og virtist vera í góðu skapi, hún hleypti bílum í gegn og að lokum var Snorrabraut lokað við Flókagötu. En einhverra hluta vegna leyfði hún göngunni ekki að halda áfram, og ljúka sér af, heldur stöðvaði hana á miðri Snorrabraut í rúma 2 klukkutíma.
Loksins virtist lögreglan fá skipun frá yfirmönnum sínum að ráðast til atlögu en hún réðst að bílnum sem tónlistin kom frá, braut rúðuna, opnaði og dróg þann sem þar var út, hann sýndi enga mótspyrnu. Fólkið á staðnum flykktist að og í kring en án alls ofbeldis og var flestum ýtt frá. Tveimur einstaklingum var sýnd sérstök aðgæsla (sá ekki afhverju) en það voru um 8 lögreglumenn sem snéru þá niður á gangstéttinni.
Ég stóð á gangastéttinni í um 2 metra frá staðnum þar sem verið var að halda þessum göngumönnum niðri með því að sitja ofaná þeim og snúa upp á hendur og fætur, þau sýndu ekki mótspyrnu að mér sjáanlegu. Fólkið á staðnum söng ýmis slagorð eins og að lögreglan væri að beita ofbeldi. Ég stóð þarna hrópaði stundum með en beitti annars engri ógnandi hegðun né var á nokkurn hátt dónalegur gagnvart lögreglunni, enda hélt ég að hún ætti að vera sú sem viðheldur friði, ekki sú sem kemur af stað ófriði. Mér skjátlaðist.
Skyndilega kemur lögreglumaður upp að mér og biður mig hastarlega að færa mig, ég bakka aðeins en greinilega ekki nógu mikið því hann ýtir mér aftur á bak, snýr upp hendina og skellir hausnum á mér upp við bílshurð. Því næst hendir hann mér upp að grindverki og öskrar þú átt að hlýða því sem ég segi. Þar á eftir snýr hann upp á hendina á mér og skellir andlitinu á mér niður á gangstéttina.
Ég tel mig hafa sýnt yfirvegun og rólyndi allan tímann, en ef eitthvað ætti að túlka sem dónaskap þá gæti það verið þegar að ég spurði: hversvegna? þegar mér var ýtt og sagt að hlýða. Því næst labbar hann aftur að handtökunni og skilur mig eftir í götunni.
Ég fæ ekki séð að ég hafi nokkuð ólöglegt aðhafst. Enginn réttlætanlegur ásetningur var hjá manninum og hvað er þá hægt að kalla þetta nema lögregluofbeldi!
Viljum við landsmenn að lögreglan komist upp með slíkan verknað. Hvað ef að verið væri að mótmæla háu bensínverði, of mikilli þennslu, barnaklámi, kvennamisrétti eða spillingu? Hvað má lögreglan ganga langt í að bæla niður aðgerðir hópa sem eru að berjast fyrir hugsjónum sínum?
Fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Saving Iceland er mjög sundurleitur hópur og einsog svo oft þá eru alltaf einhverjir sem finnst ekkert fútt nema takist að ögra einhverja til átaka og þeim einstaklingum fannst ekki nóg „stuð“ við Perluna.
Áróður þessara samtaka um að þau séu einhverjir englar sem hafi orðið fyrir lögregluofbeldi og séu fórnarlamb eru bara ekki að virka þegar hægt er að fylgjast með því á mynd hvernig atburðirnir þróuðust.
Það hefði ekkert mál verið að sækja um og fá leyfi fyrir mótmælagöngu en það hefði þó sennilega verið fámennasta mómælaganga í sögu lýðveldisins af myndunum að dæma.
Grímur Kjartansson, 15.7.2007 kl. 14:33
Mikið ógeðslega er ég orðinn leiður á þessu væli í ýmsum mótmælendum. Þeir fara í mótmælagöngu án þess að fá nauðsynleg leyfi og stöðva bílaumferð (sem er einnig ólöglegt). Mótmælendurnir neituðu að hlýða fyrirmælum lögreglu þannig að hún varð að beita einhverju valdi við að framfylgja lögum þessa lands, en þá fara þessi vælukjóar að æpa lögregluofbeldi. Hvernig væri bara að mótmælendur læri að fara að lögum, hætti að þrjóskast við fyrirmælum lögreglu og allir geta verið ánægðir.
Eitthvað af þessu liði er frá USA og ég hefði gaman af því að sjá ameríska lögregluþjóna taka á mótmælendum sem brjóta lög þar. Ætli íslenska lögreglan þætti ekki ansi mjúkhent í samanburðinum.
Nosy (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 15:48
jamm löggann er breytt eftir að þessi nýji lögreglustjóri er kominn til valda þar ,allgrjór klikk haus
kaptein ÍSLAND, 15.7.2007 kl. 16:44
í USA skjóta þeir bara mótmælendur... við ættum kannski að fara að dæmi þeirra herra nafnlaus.., lágmark að setja nafn sitt undir skítkast... ég mun fjarlægja öll nafnlaus komment... þannig að ef einhver ætlar að vera með svona ómálefnaleg komment þá get þeir sparað sér tímann við það því það verður tekið út... Arngrímur, auðvitað er ég ekki hlutlaus... enda aldrei haldið neinu slíku fram. Ég vann mikla vinnu með lögfræðingi hér í borg erindi um að fara fram á opinbera rannsókn á háttsemi og yfirgangi lögrelgunnar sumarið 2005 þar sem ég varð vitni af miklu tilefnislausu ofbeldi og öðrum brotum á almennum lögum sem eiga að standa vörð um málfrelsi og persónufrelsi.... en staðan er svona: þessu var vísað frá og því hefur ofbeldi lögreglu gagnvart mótmælendum farið sífellt versnandi. Mér finnst absúrd að segja hluti eins og allir tali um að hafa verið beittir harðræði að ósekju. Það er því miður þannig og ég hef oft orðið vitni að því að lögregla og öryggisverðir eru ekki starfi sínu vaxnir. Þeir missa sig og fara langt yfir þau mörk sem eðlileg gætu talist. Auðvitað er fullt af frábæru fólki að vinna í þessum starfsstéttum en sumir eru bara fautar, fantar og bullies... Ég hef aldrei sagt að allir mótmælendur séu einhverjir englar... þarna er fjölbreytt flóra fólks og sumir haga sér misjafnlega skemmtilega en flest er þetta algjör gæðablóð sem mér er heiður að þekkja.
Birgitta Jónsdóttir, 15.7.2007 kl. 17:17
Ólafur ég er þér hjartanlega sammála... lögregluofbeldi er engin nýlunda hérlendis og maður hefur heyrt miður fagrar sögur frá ýmsum hliðum samfélagsins... skora á yfirvöld að gera eitthvað í þessu áður en eitthvað hræðilegt mun gerast.
Birgitta Jónsdóttir, 15.7.2007 kl. 17:27
ég ætla að fjarlægja þetta komment frá þér Örvar Þór Kristjánsson, það er bara þér ekki til sóma að tala svona um fólk og ég ætla að spara þér þá niðurlægingu að hafa þetta til sýnis... ég held svei mér þá að ég ætli bara að leyfa þér að verða fyrstum til að verða blokkeraður út úr kommentakerfi mínu, því ég nenni ekki að munnhöggvast við fólk sem er svona ómálefnalegt og fullt af fordómum.
Birgitta Jónsdóttir, 15.7.2007 kl. 18:16
Þið þurfið að fá leyfi áður en þið haldið göngu niður umferðargötu. Þið deilið þessari umferðargötu með öðrum.
Eins ber að fara að fyrirmælum lögreglu. Þú getur kært fyrirmælin en þér ber samt að fylgja þeim þegar þau eru gefin. Þegar lögreglumenn eru að fást við mannfjölda þá eru þeir miklu færri. Þeir geta ekki rökrætt við hvern einasta mann.
Eins veit ég að það er oft reynt að fjarlægja órósaeggi úr fjöldanum eins hratt og mögulegt er svo þeir smiti ekki út frá sér.
Ég veit ekkert um það hvort að lögreglan beitti óþarfa hörku við þessa menn (en lögreglumaðurinn sem átti við þig var bara að vinna vinnuna sína rétt) og er algjörlega fylgjandi sjálfstæðu eftirliti með störfum lögreglunar.
Mér sýnist þessi athugasemd Örvars Þórs vera málefnaleg þótt að hann velji frekar ósmekkleg dæmi. Íslenska þjóðin veit af stóriðjustefnunni og "neyslusamfélaginu". Stór hluti af henni styður stóriðjustefnuna og mikill meirihluti "neyslusamfélagið". Að miklu leiti hefur hugsjónum ykkar verið hafnað lýðræðislega. Þið hafið að sjálfsögðu rétt til að halda áfram að vekja athygli á þeim en þið hafið ekkert tilefni til að brjóta lögin. Þið eruð ekki námsmennirnir á Torgi hins Himneska Friðar.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 18:37
Þú hefur greinilega ekki lesið færsluna Hans því að þar kemur hvergi fram að ég hafi tekið þátt í að skipuleggja þetta eða Einar Rafn sem tók þátt í göngunni löngu eftir að hún hófst. Samkvæmt samtali mínu við Einar Rafn þá var ofbeldið sem hann sætti algerlega tilefnislaust og lögregluþjónninn sem missti sig þarna neitaði að gefa upp númer sitt. Það er með öllu ólöglegt. Meira að segja lögreglan í USA hylur aldrei merki sín en það virðist verða æ algengara hér. Burt séð frá því hvort að gangan hafi verið ólögleg eður ei þá finnst mér ofbeldið sem lögreglan beitti með öllu tilgagnslaust og get ekki skilið af hverju þeir urðu svona aggressívir. Þá er það ekki rétt hjá þér að búið sé að upplýsa þjóðina nægilega mikið um stóriðju. Það er bara svo fjarri lagi. Þú getur bara lesið það sem Örvar skrifar á hans bloggi, því ég er þér ekki sammála. Ég er orðin langþreytt á því að fólk þurfi alltaf að vera nota orð eins og skítugir hippar og aumingjar og fífl og henda þessu liði úr landi. Ef fólk þarf endalega að afhjúpa umburðarleysi sitt og fordóma þá getur það gert það annarsstaðar en hjá mér.
Birgitta Jónsdóttir, 15.7.2007 kl. 19:53
Ég biðst afsökunar, einhvernvegin fór ég að því að missa af byrjuninni á færslunni.
Restin stendur samt nokkurn vegin eins og hún er, breyti bara annarri persónu i þriðju.
Það þarf leyfi til að halda fjöldagöngur á umferðagötum.
Fyrirmælum lögreglu ber að hlýða. Lögreglan setur ekki lögin heldur framfylgir þeim, það er ekki þeirra hlutverk að rökræða réttmæti lagana við fólk.
Hafi lögreglumaðurinn hulið númer sitt er það ólöglegt. Lögreglumaðurinn á fréttamyndinni er a.m.k ekki með hulið númer (þú getur vistað hana inn á tölvuna og stækkað hana, upplausnin er ekki nægilega mikil til þess að lesa númerið en það er greinilega svört og gul áletrun þar sem númerið á að vera).
Ég býst svo sem ekki við því að þér finnist þjóðin nægilega "upplýst" um stóriðju á meðan að þið fáið ekki meirihlutafylgi. Ég vil hinsvegar meina að ég sé ágætlega að mér um áhrif og afleiðingar stóriðju og er þó mjög fylgjandi henni. Ég minni þig á það að við búum í lýðræðisríki og við hin erum líka með atkvæðisrétt.
Mér þykir það ekki mjög aggresívt af hálfu lögreglu að bjóða aðra gönguleið og tjónka svo við göngumenn í tvo klukkutíma áður en gangan var leyst upp.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 21:11
Ég er ekki sammála þér Hans en að sjálfsögðu máttu hafa þínar skoðanir á þessu máli. Langar samt að árétta að myndin sem fylgir fréttinni á moggabloggi er ekki af sama lögregluþjóni og þeim sem seinna í göngunni veittist að Einari. Augljóst að þessi er með númer. Hinn hreinlega neitaði að sýna númerið sitt þrátt fyrir að vera ítrekað beðinn um það. Þá var það algengt á austurlandi í fyrra að þeir hyldu merki sín... þá hef ég öruggar heimildir fyrir því að þeir veittust að fleira fólki þarna á Snorrabraut sem hafði yfirhöfuð ekkert með gönguna að gera ... eitthvað fór úrskeiðis og eftir að hafa upplifað það aftur og aftur að lögreglan ljúgi í fjölmiðla og getað sannað það þá tek ég hæfilegt mark á þessum annars ágæta manni sem var í viðtali á rúv
Nenni ekki að fara út í pólitík og kosningar... er enn að jafna mig eftir kosningarnar... er samt alltaf að rekast á fólk sem virðist vita afar takmarkað um stjóriðjustefnu stjórnvalda og þau áhrif sem þau hafa á landið, umhverfið og fólkið ....
Langar að ganni að leggja fyrir þig tvær vissir þú spurningar og sjá hve vel upplýstur þú ert:)
Fyrir hvað er ál langmest framleitt fyrir: flokkarnir eru þrír?
Hver af eftirfarandi orku gefur frá sér mest gróðurhúsaáhrif samkvæmt nýjustu rannsóknum: Kol, olía eða lón?
Birgitta Jónsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:32
Þetta með flokkana er svolítið erfitt því að ég veit ekki hvernig þú skiptir í þá. Umbúðir eru væntanlega mjög ofarlega á blaði og svo ýmiskonar vélbúnaður (t.d flugvélar). Vopn eru örugglega þarna einhverstaðar (ekki endilega í topp þremur) en það fer ekkert í taugarnar á mér.
Það verður til mikill koltvísýringur þegar lón myndast. Sé hinsvegar litið til losunar per orkueiningu (t.d kílóvattstundir) þá eru olía og kol miklu stærri mengunarvaldar. Ef að þessar "nýjustu rannsóknir" þínar segja eitthvað annað þá þarfnast það rökstuðnings. Setjir þú fram slíka fullyrðingu þykir mér hún ekki trúverðug nema vísað sé til heimilda og þá á ég ekki við fullyrðingu á vefsíðu náttúruverndarsinna heldur rannsóknarskýrslu í heild sinni eða, í það minnsta, fréttar í óháðum fjölmiðli.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.