Leita í fréttum mbl.is

Ómerkilegasta vinna í heimi

Hef verið mikið að spá í af hverju málin hafa þróast þannig í okkar nútímasamfélagi að einhver alómerkilegasta vinna sem kona getur stundað sé að sinna börnunum sínum og halda heimili. Ef ég myndi líta á það sem mína framabraut að vilja vera heimavinnandi kona þá væri ég litin alvarlegu hornaugu af stórum hluta þjóðarinnar. Hvað ef mér þætti það merkilegri og meira gefandi vinna að sinna uppeldi þeirra barna sem ég valdi að eignast en að vinna við auglýsingagerð eða að brjóta um bækur eða skrifa bækur? Hvað væri ég þá? Varla illa upplýst. Mér finnst nefnilega þessi karríerismi á alla kannta vera kominn út í algera öfgar. Með sanni má segja að samfélag okkar sé með öllu firrt af hraða og neylsu þegar maður heyrir eftirfarandi sögur:

Hjúkrunarfræðingur sem ég þekki og vinnur á stóru sjúkrahúsi sagði mér að í júni og ágúst væri alltaf met í að greina börn með alvarlega sjúkdóma eins og til dæmis krabbamein. Ástæðan er sú að foreldrar taka ekki eftir sjúkdómseinkennum barna sinna vegna anna. Þeir eru einfaldlega ekki nógu mikið í kringum þau til að taka eftir að þau eru ekki eins og þau eiga að sér að vera. Mér finnst þetta meira en lítið sláandi og finnst kominn tími til að við stöldrum við og spyrjum okkur hvort að þetta sé sú samfélagsgerð sem okkur þyki ásættanleg.

Mér finnst það sorgleg þróun að gefa algerlega skít í allt sem okkar formæður gerðu og gera lítið úr því. Því sem næst öll verkkunnátta ömmu er að fara forgörðum, við kaupum til dæmis frekar föt sem börn í Asíu sauma í þrælkunarbúðum en að læra að sauma einföldustu hluti. Það er bara ekki par fínt að gera neitt sem minnir á þrælkun kvenna. Ég er ekki að segja að konur hafi ekki haft það frekar skítt í gamla daga en höfðu karlarnir það ekki líka ferkar skítt. Fólk þurfti að vinna mikið en er fólk eitthvað að vinna minna í dag. Vinnan í dag er bara annars eðlis. Mér er gert að lífsins ómögulegt að sinna öllum skyldum mínum sem móðir, ég get auðveldlega fætt og klætt börnin mín en það vantar stórlega upp á að samfélagið okkar geri fólki mögulegt að sinna annarri frumþörf: tilfinningu um öryggi og að gefa eitthvað annað af okkur en dót til að friða samviskuna.

Staðreyndin er þessi: að sinna uppeldishlutverki fyrir börn sín er skítlegasta og ómerkilegasta vinna sem nokkur getur mögulega tekið að sér. Látum sérfræðinga bara um þetta og stofnanavæðum börn okkar sem fyrst. Foreldrar eru semsagt ekki færir um að sjá um uppeldi barna sinna og börn verða félagslega þroskaheft ef þau fara ekki í leikskóla.

p.s. ég þarf ekki sögulegar staðreyndir um baráttumál kvenna, þekki það allt mjög vel og finnst allt í lagi að konur séu karríeristar ef þær kjósa það... ég er að tala um að það er ekkert annað í boði og þá fordóma sem konur verða fyrir ef þær vilja ekki kjósa leið karríeristans...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnar Geirdal

verð að segja það, en þetta er kaldhæðnin í kvennabaráttunni. 

Unnar Geirdal, 11.7.2007 kl. 16:59

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

jamm því miður.. en ég hygg að við verðum að horfast í augu við þó margir sigrar hafi unnist í þessari baráttu þá höfum við líka villst af leið og tími kominn á einhverskonar endurskoðun áður en stefnir í enn meiri óefni

Birgitta Jónsdóttir, 12.7.2007 kl. 08:29

3 identicon

Ég leit á það sem hluta af minni framabraut að vera heima hjá börnunum mínum, þessvegna er ég svona gott skáld, - og ég er ekki að grínast, ég er að meina þetta í fullri alvöru, enda hefur þetta skilað sér, ég hef aðgang að dyrum sem enginn annar hefur aðgang að, óendanlega kreatívum barnshuganum, líka mínum.

Og til hamingju með ástina.....knús.

Elísabet Kristín Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 22:52

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Elsku Ella Stína, hetjan mín

Lít á þetta nákvæmlega sömu augum... þvílík forréttindi og auður að fá að vera eins mikið og mögulegt er með þessum óendanlega gnægtarbrunni barnshugans...

sendi þér stórt faðmlag... ástarfuglar kíkja kannski brátt í heimsókn... í fallega hreiðrið þitt

Birgitta Jónsdóttir, 13.7.2007 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509133

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband