Leita í fréttum mbl.is

Uppáhaldsstaður minn á Íslandi er: Snæfellsnes

Það er sama hversu oft ég fer þangað, alltaf skal þessi staður heilla mig. Hin þýska listavinkona Janine mín sem plataði mig til að fara þangað síðustu helgi sagði svo mörg vá að ég hef ekki tölu á þeim. Við þvældumst að þessu sinni mest um á Arnarstapa. Þvílíkur staður, mæli með því að fólk labbi til Hellna meðfram strandlengjunni ef það hefur tök á. Lofa því að það verður ógleymanlegt. Það var annars mikil þoka á nesinu fram eftir degi en tók að létta til þegar við vorum komin hinum meginn við nesið, þeas á Hellissand. Janine varð á orði að Snæfellsnes er eins og Janus. Með tvö algerlega ólík andlit. Þetta þótti mér flott líking. Það er auðvitað alveg rétt. Það er allt önnur náttúra vestanmegin á nesinu. Setti inn nokkrar myndir úr ferðalaginu, mun setja inn fleiri á næstu dögum.

Næst er förinni heitið til Vestfjarða í pílagrímsferð að Núpi í Dýrafirði er þar eyddi ég einu af bestu árum ævi minnar. Sá Vestfirði svo heiðbláa og fagra og langaði mest að halda áfram um helgina, en hef ekki úr miklum fjármunum að spila í sumar og haga því seglum eftir vindi. Ég er svo þakklát að hafa tök á að komast út í náttúruna, vildi helst alltaf vera þar. Finnst lífið í borginni orðið svo firrt. Allt of mikill hraði og allt of mikill einmannaleiki. Fólk missir hlutverk sín sem það hafði í minni byggðum, veit eiginlega ekkert hvað það á við sjálft sig að gera.

Og eitt að lokum: minni enn og aftur á að ef við viljum að börnin okkar eða barnabörn komi til með að lifa af á þessari stórbrotnu jörð - þá verðum við öll sem eitt að breyta viðhorfi okkar til umhverfisins, til neyslu okkar og lífsstíls. Ég hef tekið þá ákvörðun að fljúga ekki fyrr en flugvélar brenna öðru en bensíni. Þessi ákvörðun er mér erfið vegna þess að það að fara á alþjóðlegar hátíðir skálda, hitta vini og upplifa ný menningarsamfélög hefur gefið mér ótrúlega mikið en ég get ekki réttlætt það að ferðast eins og ég hef gert á meðan inn streyma upplýsingar um hvert við erum að stefna varðandi gróðurhúsaáhrifin. Þó að við hér á Íslandi gætum hugsanlega grætt á þessum hörmungum þá skiptir það mig engu máli. Það sem skiptir máli er að fjöldi fólks mun og er að missa heimili sín og aleigu, fjöldi fólks mun deyja vegna þessa. Sérfræðingar segja að enn sé tími til að snúa við og dempa hinar yfirvofandi náttúruhörmungar, þeas ef við breytum lífstíl okkar. Það er svo einfalt. Auðvitað verðum við að þrýsta á stjórnvöld til að axla ábyrgð og hjálpa almenningi til þessa.

Ég ætla alla vega að gera mitt besta og finn að sífellt fleiri eru tilbúnir að axla ábyrgð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Paul Nikolov

Fyrir mig er það Skaftafell, en Snæfellsnes er líka mjög fallegur staður.

Paul Nikolov, 14.6.2007 kl. 16:14

2 identicon

þú kemst nú alveg á skáldamót í Evrópu þó þú fljúgir ekki, það siglir ágætis skip frá Seyðisfirði til Danmerkur & þaðan má svo taka lest um Evrópu.

oso (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 13:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband