Leita í fréttum mbl.is

Baráttuhátíð VG í gærkvöldi

 Það var alveg troðfullt út úr dyrum í kosningamiðstöð VG á Grensás í gærkvöld -mikil stemmning - mikill baráttuhugur í fólki og mikil samkennd. Hafði heyrt margar draugasögur og flakksögur um fólkið í VG áður en ég fór að vinna með því og allar reyndust þær ósannar. Hef sjálf alla tíð haldið því fram að VG sé flokkur með stórt hjarta og eftir að hafa kynnst fólkinu sem knýr hann áfram þá veit ég af hverju. Þetta er allt saman ákaflega hjartastórt fólk með heilbrigða skynsemi að leiðarljósi. Þau hafa fengið samfélagsgenið í vöggugjöf og er í sannleika umhugað um náunga sinn og um velferð þessa lands og þjóðar.

Frábær skemmtiatriði og mergjaðar ræður. Það eru enn tveir dagar til kosninga og hinn mikli meðbyr sem við höfum fundið í samfélaginu mun skila sér á einn eða annan máta. Hinn mikli sigur er að grænu málin hafa orðið ofaná í þessari kosningabaráttu og það er ekki lengur hallærislegt að vilja skila landinu og þess gæðum til komandi kynslóða óspjölluðu.

Ég fékk að flytja tvö ljóð í gærkvöldi og naut til þess stuðnings hans Hjörleifs Vals - hann er auðvitað bara snillingur í að tvinna tóna við ljóð. Læt ljóðið fyglja hér en ég orti það fyrir Dimmugljúfur, fyrir Lindur, fyrir alla þá náttúru sem liggur nú undir Hálsalóni í jökuleðju. Vaknaði í morgunn og sat þá Hrafn á þakskeggi og ég sakna þess að skilja ekki mál þeirra. Á þessari stundu flæðir haglél frá dimmu skýi, ég læt mig dreyma um að þeir sem eru ábyrgir fyrir skemmdarverkum á þessu landi mínu fái að gjalda þess með því að fólk kjósi þá ekki næstkomandi laugardag. Ég læt mig dreyma um að fólk muni Írak, að það muni öll loforðin sem hafa verið svikin og hve gjöfult þetta land hefur verið þeim. Er ekki tími kominn til að koma fram við það af meiri virðingu?

Ísland örum skorið

dimmugljúfur
hljóð
       –aftökustaður

í nið dauðadæmdra fossa
sem kvíslast
um löngu gleymdar slóðir
                 hvíslast á löngu gleymdar raddir


"veistu að þinn vinur er að deyja"

angan agnarsmárra blóma
dregur mig niður

                         n
                        i
                     ð
                        u
                           r

                              í hrjóstrugt mosabeð

                              og ég get ekki
                                               annað en andað tárum

hvers megnug er rödd mín gegn
vítisvélum sem bryðja fjöllin
                             eins og sætabrauð

hvers megnug eru orð mín
gegn almáttugu sinnuleysinu

                     forynjur og tröll
búa ekki lengur í fjöllunum
þau hafa tekið sér bólfestu
í hjörtum mannanna

nei álfar eru ekki menn
huldufólkið flúið drauma okkar

hvern dreymir lengur
um barnsburði í klettum

                                     hvers virði er að sjá
það sem enginn vill vita

ég heyri í fínlegum vængjum hugsanna minna

                                              vængsláttur fiðrildana
hrindir af stað stormi í fjarlægri heimsálfu


ég bíð frétta
af hvirfilbylum og bólgnuðu vatni
                                    jarðskjálftum og gjósku



Tek það fram að jarðskjálftar og gjóska getur líka verið tákn um fólk,
um breytingar. Fyrir mér í dag er það önnur ríkisstjórn.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: IGG

Magnað ljóð kæra frænka. Ég á mér líka draum um að fleiri og fleiri vakni til vitundar áður en gengið verður til kosninga.

IGG , 10.5.2007 kl. 09:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott, já og vonandi hefurðu rétt fyrir þér elskuleg um nýja ríkisstjórn.  Hún verður að vera án þátttöku Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, best að gefa þeim alveg frí smá tíma allavega.  Helst langan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband