Leita í fréttum mbl.is

Af hverju má drekka alls staðar en ekki reykja?

Maður heyrir aldrei sögur af reykingafólki gera eins fábjánalega hluti og fólk undir áhrifum áfengis. Þá hef ég aldrei lesið um eða frétt af neinum sem lemur einhvern eða keyrir niður mann og annan undir nikótínæði samanber ölæði. Sama dag og tilkynnt var um hámark foræðishyggjunar í tengslum við þetta fáránlega reykingabann, les maður enn og aftur um fólk sem missir allt niðrum sig í ölæði en oftast er fólki fyrirgefið: hann eða hún voru ofurölvi og vissu ekki hvað þau gerðu. Morð hafa jafnvel verið réttlæt undir þessum formerkjum.

Mér finnst allt í lagi að fólk reyki á börum og kaffihúsum á meðan það er löglegt að kaupa tóbak. Ef allir reykja á vinnustað þá er fáránlegt að segja að það skaði aðra ef fólk reykir þar og þessar hugmyndir um þessi skýli eru nú bara mesta bull sem ég hef heyrt í langan tíma. Það verður virkilega gott fyrir samfélagið okkar þegar drykkja fer meira fram í heimahúsum, sér í lagi þar sem börn eru. Af hverju er í lagi að fólk drekki meðan það er að sinna börnum sínum, keyri jafnvel fullt með þau í bílunum sínum. Auðvitað er ekki í lagi að reykja ofan í fólk en mér hefur nú sýnst reykingamenn taki mun meira tillit til annarra svona á heildina litið en þeir sem drekka.

Vona að næsta herferð gegn einhverju verði gegn þeim sem drekka, hvað ætli sú fíkn kosti samfélagið? Hvað ætli drykkja annarra hafi rústað mörgum lífum?


mbl.is Skemmdu tæplega 30 bifreiðar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

"Af hverju er í lagi að fólk drekki meðan það er að sinna börnum sínum, keyri jafnvel fullt með þau í bílunum sínum."

Ef það er þín reynsla að þetta sé í lagi þá hlýtur þú að vera með athyglisverðan viðmiðunarhóp....

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 08:12

2 identicon

Hvar í ósköpunum er tengingin milli tveggja óvita niðri í bæ og þessa reykingabanns?

Þú ert að teygja þig ansi langt í "málflutninginum." 

 "Fáránlegt reykingabann," segir þú...   ég segi það minn rétt að geta farið út á lífið án þess að lykta eins og reykofn þegar ég kem til baka.

 Svo er ég sammála því sem Þórir segir hérna að ofan.

Fáránlegt blogg að öllu leiti. 

Óskar (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 08:39

3 identicon

mér finnst nú ægilega leiðinlegt að vera að setja útá og segja að blogg sé fáránlegt og þessvegna geri ég það bara ekki. það er nýbúið að vera í fréttum eitthvað um mömmu með börn í bíl og hún var undir áhrifum. og það er alls ekki óalgengt, og mun fleiri sem skaddast af drykkju eins manns heldur en reykingum held ég. það eru heilu ættkvislirnar sem eru skaddaðar af drykkju forföðursins t.d. ekki er ég samt að mæla reykingum bót enda hætt bæði að reykja og drekka;)

mér finnst bloggið þitt skemmtilegt Birgitta

kveðja Lára SGI félagi

Lára Þórisdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 09:00

4 identicon

Hvað er þú gömul eiginlega? Þetta er svo barnalegt blogg, að það nær engri átt.

Ert þú að segja að allir eigi að hætta að drekka og byrja að reykja?

Þetta eru tveir gjör ólíkir hlutir.

Þegar þú reykir þá SKAÐAR þú aðra, sama hvort hinir reykja eða ekki. Allir sem reykja skaða aðra í kringum sig!!! 

Þegar þú drekkur þá ert þú ekki að skaða aðra, nema þú látir eins og fífl og ferð að lemja fólk. En hvað er mikill hluti af fólki sem drekkur og fer að lemja aðra, eða að keyra ölvað með barnið sitt í bílnum??? 

Heimir (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 09:09

5 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Bendi á það að heilbrigðiskostnaður beint rakin til neyslu tóbaks kostar samfélagið árlega
19 milljarða og þá er tekið tillit til tekna af tóbakssölu. Þannig að beinn kostnaður af reykingum landsmanna er að kosta okkur gríðarlega peninga.

 Þannig að það verður ekki aðeins líkamlegur skaði af þessu heldur einnig fjárhagslegur.

Hans Jörgen Hansen, 13.4.2007 kl. 09:12

6 identicon

"Afhverju má drekka alls staðar en ekki reykja?" Þú verður nú að skoða málið aðeins betur áður en þú kemur með svona kolranga spurningu. Það vill svo til að það má bara alls ekki drekka alls staðar! Það er t.d. bannað að drekka eða vera drukkinn á almannafæri. Það er bara nánast ómögulegt að framfylgja þessum lögum. Annars tek ég undir með fyrri ræðumönnum að það er hreint absúrd að tengja þessa frétt við yfirvofandi reykingarbann. Reykingafólk tekur ekki tillit til þeirra sem reykja ekki. Ef þeir gerðu það þá mundu þeir ekki kveikja sér í út á götu eða í bílunum sínum því þetta blæs beint framan í þann sem næstur kemur. Alveg finnst mér óþolandi að vera föst á ljósum og fá reykingamökkinn úr næsta bíl beint inn til mín og það gerist hvort sem glugginn er opinn eða ekki. Þá kýs ég frekar svifryksmengun takk fyrir. Get sjálf ekki beðið eftir að geta andað léttar 1. júní þegar bannið tekur gildi.

Halldóra (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 09:17

7 identicon

Ég ætla að tala um þessa bílaníðinga. Ég átti einn af þessum 30 bílum sem þér réðust á. Ekki fara þessir vitleysingar að borga skemmdirnar. Þeir réðust á spegilinn.... Vona svo innilega að Tryggingafélagið mitt taki þátt í að borga skemmdirnar. Ég er mega pirraður!!!

Pétur (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:18

8 identicon

Er fólk að verða geðveikt?? "Reykingafólk tekur ekki tillit til þeirra sem reykja ekki. Ef þeir gerðu það þá mundu þeir ekki kveikja sér í út á götu eða í bílunum sínum því þetta blæs beint framan í þann sem næstur kemur.". Á ekki bara að setja lögbann á prump!?! eða andfýlu??? Það fer engin að segja mér að hann virkilega finni fyrir óþægindum ÚTI vegna þess að það er reykt í kringum hann... Hver er eiginlega barnalegur? Þetta er farið útí algjöra vitleysu, ríkið á ekki að vera einhver stóribróðir sem hefur vit fyrir borgurunum og það á enginn að þykjast finna fyrir óbeinum reykingum úti á götu.

Pétur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:25

9 identicon

Já já  svona er nú lífið. Ég reykti til margra ára og er blesssunarlega laus við það. Hitt er svo annað mál að það mætti aðeins taka á þessu með ölvun á almannafæri. Þið segið að ekkert sé hægt að gera við því. . . .Hvernig væri að gera herferð gegn ölvun eins og gegn reykingum. Þetta er gert sumstaðar erlendis, nú við erum fræg fyrir að apa allt upp eftir öðrum ríkjum. EN ég er hlynnt reykingar banni

Sukka (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:36

10 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Það að banna reykingar á veitingahúsum er ekki að hafa vit fyrir borgurunum heldur er verið að tryggja rétt þeirra sem ekki reykja. Það er löngu sannað að óbeinar reykingar eru jafn skaðlegar og beinar reykingar og þess vegna ekkert eðlilegra en að banna þær.
Og svona kannski til fróðleiks fyrir Pétur þá eru engar rannsóknir sem sýna fram á lungnaskaða vegna "venjulegs"  prumps og andfýlu þó svo að sköddun á andlegri heilsu geti kannski hlotist tímabundið skaða vegna óþefs  

Hans Jörgen Hansen, 13.4.2007 kl. 12:10

11 identicon

"Mér finnst allt í lagi að fólk reyki á börum og kaffihúsum á meðan það er löglegt að kaupa tóbak"

Þetta er nú álíka gáfulegt og að segja að þú meigir keyra hvar sem er og á hvern sem er, bara af því að það er löglegt að kaupa bíla!

Baldur (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 12:32

12 identicon

Verð að segja að ég er fekar hlessa yfir sumum kommentum við þessa færslu. Get ekki allveg séð fyrir mér hver er barnalegur og hver ekki í þessu máli. Bloggsíður eru til að viðra skoðanir sínar á málum almennt hvort sem þær tengjast fréttum, hugsunum eða tilfinningu hverju sinni. Að mínu mati er hægt að segja sína skoðun á hlutunum hvort sem viðkomandi er sammála eða ekki, en mér finnst að lágmarkið sé að fólk beri virðingu fyrir annarra manna skrifum og komi ekki með óviðeigandi athugasemdir... eins og "barnalegt, hversu gömul ertu eginlega o.s.fr."

Svo er annað, reykingabann eða ekki..... ég sjálf reyki nú og veit vel að það er óhollt, en ég vil vissulega benda á að það eru ekki allir sem taka " ekkert " tillit til þeirra sem ekki reykja. Jafn vel og þeir sem fá sér við skál eru ekki "allir" með óeyrðir.

Ég er þó sammála reykingarbanninu að vissu leyti, en finnst úrræðin fyrir veitingarhúsaeigendur heldur bágborin.

Elva (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 12:52

13 identicon

Bitur færsla reykingarmanns.

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 13:39

14 identicon

"Það er löngu sannað að óbeinar reykingar eru jafn skaðlegar og beinar reykingar"....

Frekar fáránlega orðað finnst mér... Kannski er þetta jafn skaðlegt í sama magni en ef þú ert á skemmtistað og reykir pakka þá skaddast maðurinn á borðinu fyrir aftan þig væntalega ekki jafn mikið og þú þar sem allur reykurinn fer ekki beint úr þér í lungun á honum.

"Þetta er nú álíka gáfulegt og að segja að þú meigir keyra hvar sem er og á hvern sem er, bara af því að það er löglegt að kaupa bíla!"

Skildi nákvæmlega ekkert samhengi í þessu.. Þetta hefði meikað sens ef hann hefði sagt "Mér finnst í lagi að fólk drepi í sígarettustubbum í andlitinu á öðru fólki útaf ég má kaupa þær" 

Mér finnst sjálfum fáránlegt að það sé verið að setja lög um að banna reykingar á skemmtistöðum, frekar ættu sumir skemmtistaðir að banna reykingar fyrir fólk sem vill ekki vera í fýlunni, en halda einhverjum af stöðunum sem leyfðar eru reykingar.. Væri allavegana fínt að prófa það til að sjá hvernig fólki líkar.. En hey þetta er bara mín skoðun..

bjössi (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 14:25

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála þér Birgitta að á meðan ríkið selur fíkniefnið tóbak þá er það hræsni og ekkert annað að banna neyslu þess á opinberum stöðum.  Það er alveg sjálfsagt að taka tillit til fólks sem ekki reykir og finna út úr því en algjört bann er fáránlegt á meðan tóbak er löglegt og ríkið selur það.

Fórnalömb fíknisjúkdóma eru mörg.  Fólk undir áhrifum undir stýri, ótímabærir dauðdagar vegna neyslu eru alltof margir.  Því miður.  Þolþröskuldurinn gagnvart áfengisdrykkju er allt of hár.

Þetta er fínn pistill og EKKERT barnalegt við hann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 14:46

16 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta er greinilega hitamál hjá sumum og merkilegt hvað fólk þarf alltaf að nota stór og ljót orð til að tjá sig. Ég er bara nota þetta sem líkingu. Þessi herför gegn þeim sem reykja er orðin fáránleg. Ég er alls ekki fylgjandi því að fólk reyki yfir öðrum en eins og Bjössi sagði hér að ofan þá eru alveg til aðrar lausnir. Ég er ekki að ráðast á neinn. Getur fólk ekki tjáð sig án þess að þurfa að æla yfir aðra hroka og hleypidómum? Þið sem hafið talað svona dónalega við mig, talið þið almennt svona við fólk sem þið standið frammi fyrir? Þó ég lýsi einhverri skoðun þá er ég ekki að bjóða ykkur að haga ykkur eins og örgustu dónum hér á blogginu mínu. Ef fólk getur ekki talað án þess að vera með svona árásir og dónskap þá er það ekki velkomið hér.

Ég hvet til þess að þeir sem vilja hætta að reykja fái jafnmikla aðstoð til þess og aðrir fíkniefnaneytendur. Nú er aðeins boðið upp á eitt meðferðaform og það kostar ... á meðan að þeir sem fara á Vog þurfa ekki að greiða neitt. Samt er það svo að talið er að það sé reykingafólki jafn erfitt að hætta að reykja eins og að hætta á heróíni. Mér leiðist bara að sjá einn hóp tekinn fyrir á þennan hátt. Ég hef séð bæði hræðilegar afleiðingar drykkju og reykinga. Hvað kostar það til dæmis samfélagið mikið að eiga við eftirmála áfengisneylsu? Það er einmitt eins og Jenný Anna segir allt of hár þolþröskuldur gagnvart drykkju hér. Kannski út af því að við erum öll meira og minna meðvirk ....

Ég legg til að bannað verði að selja tóbak. Finnar ætla að gera þetta. Það er mun skynsamlegra en að ríkið selji dóp eins og sígarettur sem eru yfirfullar af eitri og viðbjóði eins og blásýru og rottueitri.

Og hey ef ég er barnsleg þá finnst mér ekkert að því:) ég vil frekar vera barnsleg en alvitur:)

Birgitta Jónsdóttir, 14.4.2007 kl. 09:04

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fínt svar hjá þér Birgitta.  Fóki er í lófa lagið að koma skoðunum sínum á framfæri á málefnalegan hátt og það kemst mun betur til skila.  Takk aftur fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 11:37

18 identicon

Núna veit ég ekki hvort þú ert að kalla mig dóna, síðan í kommenti númer 2, en það var allsekki ætlunin að vera eitthvað dónalegur.

Ég bara hreinlega sé ekki hvernig réttur reykingarmanns til að reykja á opinberum stöðum getur mögulega verið yfirsterkari rétti manns sem vill vera á þessum opinbera stað í hreinu súrefni. (Opinber staður er t.d. Players þegar ég fer að horfa á fótbolta).

Mín skoðun er að þetta sé ekki reykingaBANN, heldur meira ReykingaleysisFRELSI fyrir mig. 

 ... og já, þetta blogg er ennþá fáránlegt í mínum augum. Skrítin samlíking á tveimur ólíkum vandamálum og  furðulega röng spurning með rangri alhæfingu (Af hverju er í lagi að fólk drekki meðan það er að sinna börnum sínum, keyri jafnvel fullt með þau í bílunum sínum.). 

Óskar (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 12:11

19 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

kæri Óskar, ég vona að þú tjáir þig ekki almennt svona við fólk, stóryðrin þvílík og þessi agressívi tónn alveg ástæðulaus hér. Ef þú þarft að vera svona ómálefnalegur þá ertu ekki velkominn hér. Finndu þér annan vettvang fyrir dónaskap.

Birgitta Jónsdóttir, 14.4.2007 kl. 12:21

20 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Er sammála þér að það er afar slæmt þegar afleiðingar af drykkju/reykingum/dópneyslu eða annars sem er val eins einstaklings gengur yfir aðra á þann hátt að verða þeim skaðlegt og hættulegt. Þess vegna á ég pínu erfitt með að skilja orð þín kæra vinkona um að í reykingarbann væri ekki góð hugmynd þar sem ég tel það útvíkka frelsishugmynina þannig að þá er hugsað um báða hópana... bæði þá sem reykja og þá sem velja að reykja ekki og vilja anda að sér hreinu og ómenguðu lofti. Nokkur orð um viðhorf frjálshyggjunnar til reykingarbanns/leyfis og svo aðeins pælingar um frelsi einstaklingsins sem alltaf fylgir ábyrgð. 

Þessum orðum til stuðnings myndi ég vilja nefna viðhorf til reykinga sem
dæmi, sem mér finnst þó típískt ágreiningsefni frjálshyggjunnar sem er langt
frá því að hafa nokkra samkennd. Siggi Kári sem mér finnst einn helsti
holdgervingur frjálshyggjunnar hér á landi og ég verð að segja að ég tel
hann með mjög barnalega sýn og hugsun... en hann er t..d. einn af þeim sem
ver það með kjafti og klóm (og gengur ansi langt í því) að ekki megi banna
reykingar á veitingastöðum og hefði sjálfsagt sagt það sama þegar verið var
að banna reykingar á opinberum stofnunum. Hann telur t.d. að ríkisvaldið
megi ekki setja lög um slíkt (ramma fyrir kapítalið) heldur eigi eigendur
fyrirtækjanna bara að ráða því sjálfir burtséð frá þeim augljósu
heilsufarsáhrifum sem óbeinar reykingar hafa eins og auknar líkur á
krabbameinum. Hann heldur því fram að þetta eigi líka að vera frelsi
einstaklingsins sem reykir (að reykja hvar sem er á án tillits til annara sem geta þá bara verið heima hjá sér! ) - en gleymir á móti að spá í frelsi þeirra einstaklinga sem ekki reykja til að anda að sér hreinu lofti. Í hans augum
eiga þeir bara að vera heima og anda því þar ef þeir vilja :-) því það sé
enginn að þvinga þá til að fara á veitingastaði.


Þetta dæmi lítur t.d. allt öðurvísi fyrir mér þegar ég hugsa um hagsmuni
heildarinnar og líka um frelsi einstaklingsins. Ég lít nefnilega þannig á að
frelsi einstaklinga fylgi ávallt ábyrgð og sú ábyrgð felst í því að þú getur
valið það sem þú gerir svo lengi sem þínar gjörðir skaða engan annan. Þetta
er í raun hugmyndafræði frjálshyggjunnar, nema frjálshyggjufólkið gleymir
oft að taka þetta síðasta með í reikninginn. Ef ég er reykingamanneskja, þá
tel ég að vegna þeirrar vitneskju sem ég hef um skaðsemi reykinga, þá beri
mér að hugsa um það að þegar ég vel að setja ofan í lungun á mér þetta eitur
að þá megi ég ekki gera það þannig að ég láti það líka ofan í lungun á öðru
fólki sem velur að gera það ekki sjálft. Þetta er sú ábyrgð sem ég tel að
eigi að fylgja slíku vali. Þess vegna tel ég að það sé fullkomlega
réttlætanlegt að setja ramma (lög) um bann við reykingum á öllum opinberum
stöðum og á vinnustöðum líka og skylda fyrirtæki til að hafa bara
reykherbergi fyrir þá sem hafa valið sér þetta líferni þannig að það þurfi
ekki að ganga yfir alla þá sem hafa valið annað. Að mínu mati er slík hugsun
mun þroskaðri og ábyrgari þótt sumir myndu kalla það forræðishyggju. Ég tel
bara að þetta sé sjálfsögð réttindi þeirra sem ekki reykja og tel þetta vera
algerlega og fullkomlega réttlætanlegt sem hagsmunir heildarinnar í ljósi
þess sem við vitum um óbeinar reykingar, því af hverju á óheilbrigt val
reykingarmannsins að þurfa að eitra frá sér og ganga yfir annað fólk í
kringum hann?

Með slíkri hugsun er ekki verið að skerða frelsi neinna -
hvorki þeirra sem reykja, né þeirra sem ekki reykja ... því nú hafa báðir
frelsi til að gera það sem þeir vilja... þeir sem reykja geta gert það í þar
til gerðum rýmum þar sem frelsi þeirra og val gengur ekki yfir alla aðra í
kringum þá - nema eingöngu þá sem velja slíkt hið sama... og þeir sem ekki reykja hafa frelsi um að lifa eftir sínum
lífsstíl og anda að sér hreinu lofti.

Andrea J. Ólafsdóttir, 15.4.2007 kl. 18:05

21 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er naumast hvað fólk getur sleppt fram af sér beislinu af æsingi þegar viss málefni eru til umræðu. Ég hélt samt að saklausar vangaveltur um þetta svokallaða reykingabann tendruðu ekki upp slíkan hita eins og umræðan hér að ofan vitnar um. Það er t.d. ekki út í hött, að ræða í alvöru bann við sölu tóbaks, kosti þess og galla og hvort hægt væri að mynda breiða samstöðu hjá fólkinu í landinu með banni við tóbakssölu. En meðan leyfilegt er að selja og nota tóbak þá er ég mjög efins um reykingabannsrassaköstin sem verið er að setja af hálfu hins opinbera, mér verður stundum á að kalla þennan gauragang ,,reykingafasisma" í hálfkæringi. Málið er nefnilega, að það er verið að gera reykingafólk að annars og þriðjaflokks þjóðfélagsþegnum með því vísa því út á götu, hvernig sem viðrar, með sígaretturnar sínar. Ekki ætla ég að gera lítið úr skaðsemi reykinga, en í því sambandi má ekki gleyma því að um skaðsemi óbeinna reykinga eru deildar meiningar.

En af því að þú minntist á áfengisdrykkju og tóbaksneyslu í sömu andránni í upphafspistlinum þínum, verð ég koma því að, að áfengisneysla er að ég hygg mun meira heilbrigðisvandamál er reykingar, þannig að í því sambandi væri jafnvel enn meiri ástæða til að þjarma alkóhólneyslunni en reykingunum. 

Jóhannes Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 22:02

22 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið er ég hjartanlega sammála þér Jóhannes... ég er eiginlega hálfpartinn farin að sjá eftir að tjá mig um þetta, slíkur er ofsinn í fólki. Mér finnst að annaðhvort eigi að leyfa öll eiturlyf eða engin... svo einfalt er það. Það myndi ekkert káfa upp á mig ef hass eða heróín væri selt í ríkinu.

Andrea ég er ekki sammála þér í nokkrum atriðum þarna og hygg að þú sért eitthvað að sjá þetta ekki í réttu samhengi. Hvað er að því að fólk reyki út á sjó, hvað er að því að fólk geti farið á þar til gerð kaffihús og barir þar sem má reykja. Þeir sem reykja ekki þyrftu ekki að fara þar inn. Ég tek það fram að ég mæli ekki með reykingum og alls ekki að reykja yfir öðru fólki. En mér finnst þessi alræðishyggja sjúkleg og get ekki orða bundist.

Birgitta Jónsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:22

23 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Í hverju ertu ekki sammála mér Birgitta mín? Ég get ekki séð annað en að það sé ábyrg færsla án nokkurs ofsa sem ég setti fram hér að ofan. Það má vera að þú skiljir hana ekki rétt. Var ég að segja að fólk ætti ekki að mega reykja úti á sjó? Var ég að segja að það mættu ekki vera til "þar til gerð kaffihús" fyrir reykingafólk? Ég talaði einmitt um þar til gerð rými fyrir reykingafólk þannig að það gæti reykt án þess að reykja ofan í aðra. Það mættu vera rými innan veggja reyklausra staða (en þó ekki eins og það er í dag þar sem oft er reyklaust rými við hliðina á reykrými og enginn veggur eða neitt á milli þannig að reykurinn fer bara á milli). Það mættu líka vera reykingarkaffihús mín vegna. Held þú hafir jafnvel misskilið mig eitthvað.

En eins og þetta er núna, þá eru næstum öll kaffihús undirlögð reyk og varla neitt val um að vera í hreinu lofti. Það finnst mér ekki alveg eðlilegt. Jóhannesi vil ég benda á það að það eru nú ekki neinar deildar meiningar um skaðsemi óbeinna reykinga ... það er kannski svipað og frjálshyggjan/peningafyrirtækin sem ráða til sín penna sem benda á að aukning loftslagsbreytinga sé ekki til komin af mannavöldum. Sígarettufyrirtækin berjast að sjálfsögðu líka gegn því að sýna fram á skaðsemi óbeinna reykinga eins og þau börðust fyrir því að ekki kæmu fram upplýsingar um skaðsemi beinna reykinga og tengsla við krabbamein á sínum tíma- en hver trúir þeim? 

Andrea J. Ólafsdóttir, 21.4.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509133

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.