Leita í fréttum mbl.is

Mamma á ferðalagi með mér

Áðan þegar ég var að kyrja í góðum félagskap þá laust þeirri hugmynd í hugarskot að mamma væri ekkert sérstaklega hrifin af því að vera alltaf ein hérna heima í maríuhænunni. Ætla því að taka maríuhænuna með mér allt sem ég fer. Fann strax að hún væri sáttari við það. Ekki það að þessi aska skipti neitt rosalega miklu máli. En samt það er eitthvað sérstakt við hana, einhver orka sem ég get ekki alveg útskýrt.

Ég ákvað að gerast skynsöm þessa páska og hvíla mig. Skrifaði engan tölvupóst, kláraði smá þýðingu og fór aðeins að vinna í ensku útgáfunni af dagbók kameljónsins. Er að verða nokkuð ánægð með hvernig það er að þróast. Annars verð ég að fara að sinna tölvupóstinum, hann er bara eins og einn af þessum ormum sem fá alltaf nýjan haus ef maður nær að höggva einn af, þá spretta tveir í viðbót sem krefjast enn meiri nákvæmni ...
Ég er annars í einskonar ástarhaturssambandi við pósthólfið mitt. Margir af mínum bestu vinum til margra ára hafa dottið inn í líf mitt í gegnum þetta pósthólf. Hvergi annars staðar hef ég haft eins langt aðsetur eins og í netheimum á sama stað. Er meira að segja með sama tölvupóstfangið og ég fékk mér árið 1995. Kannski get ég komist í heimsmetabók guiness fyrir magn af spammi sem tvælist á þetta póstfang. Er að spá í að búa til epic spamljóð með sífellt sérstæðari og ljóðrænni subject línum á þessum póstum...

Nú fer stóri dagurinn að nálgast... ég munaðarleysinginn sjálfur verð hvorki meira né minna en 40 ára eftir viku. Ég ætlaði að halda risaveislu með öllum sem ég þekki en ákvað að það er ekki eitthvað sem ég geri svona stutt eftir jarðaförina hennar mömmu. Mér finnst líka 41 árs afmælisdagurinn vera frekar afskipur dagur og mun því halda upp á mitt stórafmæli þá. Mér finnst frábært að eldast. Það er eitt af því jákvæða við það að vera rithöfundur eða skáld. Þessu eldri þessu meiri möguleikar á að einhver taki mark á því sem maður er að gera. Er loksins laus við ungskáldastimpilinn og því er ég ákaflega þakklát. Ekki það að ég sé endilega betra skáld en mannfólkinu er nauðsyn að setja allt í einskonar hólf og mér finnst skárra að vera í óskilgreindu hólfi. Það er allavega ekki eins mikil klisja að vera bara eitthvað eins og að vera ung og upprennandi. Skemmtilegt orð þetta upprennandi ....

Les helst bara efni eftir Gaiman nokkurn sá hinn sama og skapaði m.a. snilldarconceptið í kringum um the Sandman og american gods. Ég er að stela frá honum andrúmslofti fyrir þýðinguna. Sjúga í mig orðin og heimana því það passar bara svo vel við þann fíling sem ég vil yfirfæra í ensku þýðinguna. Þannig eiga kameljón að vinna, skammarlaust... og aldrei gleyma að þakka fyrir sig.

Hitti fósturbróður minn hann Hjölla í dag og Ágústu konuna hans í kosningamiðstöð nokkurri í Kópavogi, fékk aðeins að halda á nýjasta afkvæminu þeirra sem er búinn að stela hjarta mínu. Hann hefur svo fallegt nafn: Karel, annars þá eiga öll börnin þeirra flott nöfn. Og enn og aftur og aftur enn, ekkert ríkidæmi eins og það sem finna má í börnum. Maður er ekki mikill nema að maður muni í eitt andartak á hverjum degi að hugsa eins og barn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þeir geta verið dálítið yfirþyrmandi þessi tölvupóstar stundum.  Sérstaklega ef manni fer að berst spam bréf það er hrikalegt.  En það er yndælt að halda sambandi við umheimin á þennan máta.  Ég man að ég byrjaði með email, þegar ein systir mín var við nám í Pennsylvaniuríki, önnur systir í Danmörku og bróðir í Russlandi.  Það var frábært að geta haldið góðu sambandi við þau öll.  En það eru orðin bara ansi mörg ár síðan. Allavega 12 ár.

Gott að þú gast tekið þér gott frí Birgitta mín.  Og það er bara flott að halda upp á 41 árs afmælið.  Tengdapabbi minn hélt veglega upp á sitt 69, því hann var alveg viss um að hann yrði ekki sjötugur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509133

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.