Leita í fréttum mbl.is

Kóngsbakki, Snæfellsnes og kjölfesta

Ég dreif mig og strákana mína vestur á Snæfellsnes á föstudaginn langa sem er aldrei nógu langur. Ætti að líða mun hægar en aðrir dagar miðað við nafngiftina. En tíminn er víst afstæður og lengd hans ávallt í mínum eigin höndum.

Það er alltaf jafn sérstakt í huga mér að keyra mót jöklinum, ber einstaklega mikla lotningu fyrir honum og þeirri sögulegu arfleifð sem hann ber innra sem ytra. Ég á ættir að rekja á Snæfellsnes og samkvæmt Íslendingabók þá voru ættmenni mín goðar og sýslumenn en eitthvað fór úrskeiðis fyrir nokkrum kynslóðum og ættarboginn dvínaði, hygg ég að einhver þeirra formanna minna hafi styggt vætti þá er á nesinu búa og hafi kallað yfir ættina sjö kynslóða bölvun sem nú loks er lokið.

Snæfellsnesið býr yfir bæði sárum og björtum minnum, maðurinn minn heitinn hvarf þar og fimm árum síðar fundust bein hans þar. Hef enn ekki lagt í að fá að vita nákvæmlega hvar en þarf að fara þangað einhverntímann. Þá mun enn einum hringnum full lokið. Ég drakk í mig sólina og náttúruna á leiðinni til Kóngsbakka en þar á fyrrum stjúpi minn sveitabæ og land í sambýli við aðra, en Valdi er einhvern veginn bara ekki fyrrum heldur bara sjúpi eða pabbi minn á einhvern hátt. Ekki hægt að útskýra, hann er bara gull af manni og hefur alltaf verið okkur systkinunum sem faðir þó hann sé nú bara 9 árum eldri en ég:) Gömul sál, gömul sál.

Kóngsbakki er fallegur staður og þar var okkur tekið opnum örmum, ég ætlaði ekki að vera yfir nótt, ætlaði að bruna aftur í borgina áður en kvelda tæki. En vegna mikillar hvattningar og þörf á að slaka aðeins á, ákváðum við að slaka á og taka þátt í gnægtarborði og einlægu spjalli, spilamennsku og draga djúpt inn sjávarloftið og roðagullin himinn þar sem stjörnurnar voru næstum snertanlegar.

Á leiðinni heim í gær gerði frekar mikið óveður og prófaði ég að gera það sem ég geri gjarnan þegar ég er úti að labba í rokrassgati: láta vindinn fara í gegnum mig í stað þess að berjast við hann. Þá varð svo úr að bílinn hætti að berjast og hristast, þaut áfram án áreynslu og við hlustuðum á peace not war disk sem er ekkert nema snilld. Fór að hugsa um allar manneskjurnar sem fórnað hefur verið í Írak fyrir ekki neitt, nema höfuðsyndina: græðgi. Mundi eftir því að okkur tókst næstum að stoppa þetta stríð. Það vantaði svo lítið upp á. Það var ógleymanlegt að vera hluti af þessari alheimsbylgju sem vann linnulaust að því að koma sannleikanum um eðli stríðsins til almennings og almenningur hlýddi kalli sínu. Held að enginn vilji stríð, enginn vilji nokkuð annað en hamingju. En eðli mannsins er skingilegt. Þessi birtingamynd óttans og ofbeldisins er eitthvað svo fjarlæg og þó hlýtur hún að vera hluti af því sem ég er, því ég upplifi mig ekki aðskilda frá einu né neinu. Ég er allt rétt eins og allir aðrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært hjá þér Birgitta, og sýnir að það er ekki alltaf allt sem sýnist.  Og við getum breytt hlutunum okkur í hag.  Þú ert dóttir hennar móður þinnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: IGG

Valdi er einstakur það er ég sannfærð um og það er svo gott að eiga góða að.  Mér finnst ég líka ríkari af því að þekkja þig elsku Birgitta mín. 

IGG , 9.4.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegur pistill Birgitta.  Að vera eitt með öllu er náttúrulega málið og þá þarf ekki að berjast á móti.  Ætla ekki að fara út í Íraksstríðið þá verð ég svo reið.  Undarleg sú trúa margra að ofbeldi og morð leysi eitthvað.  70.000 manns hafa nú þegar fallið í valinn í þessu tilgangslausa stríði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 509135

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband