Leita í fréttum mbl.is

Ég hef nokkrum sinnum búið í Hafnarfirði

og alltaf þótt mikið til Hafnarfjarðar koma. Ótrúlega falleg náttúra sem er samofin bænum. Fyrir nokkrum árum bjó ég í hinu nýja hverfi sem kennt er við Vellina. Það var nánast ekki tilbúið, ekkert þarna nema mikill vindur og 100 byggingakranar. Fannst furðulegt að hafa álverið svona nálægt byggð. Ennþá furðulegra þótti mér að heyra af áformum um að stækka það alveg inn í bakgarðinn hjá fólkinu í hverfinu. Ég hef lesið mér mikið til um skaðsemi álframleiðslu, um fyrirtækið Alcan, um ferðalag Báxíðs um heimshöfin, um mengun innan sem utan álbræðsluverksmiðja og talað við starfsfólk sem hefur unnið í Straumsvík. Ekki eru allir eins ánægðir með vinnustaðinn og af er látið og ýmislegt sem mér finnst jaðra við siðleysi hjá þessu fyrirtæki.

Ég hef í fórum mínum bækling þar sem starfsfólkinu hjá Alcan er gert ljóst hvað má og hvað má ekki þegar það vinnur þarna. Eitt af því sem starfsfólkið má ekki gera er að tjá sig um vinnustaðinn við aðra meðan það vinnur þar, sér í lagi ekki við fjölmiðla. Það slær mig því að heyra allan þennan lofsöng starfsmanna um staðinn. Það má þá ef til vill BARA ekki tala um það sem miður fer. Hef aldrei unnið á vinnustað þar sem slíkur lofsöngur hljómar. Þetta minnir mig svolítið á bókina 1984. Stóra systir fylgist með! Eða hvað?

Það sem gleymist í allri umræðu um græna orku og hreina orku og afurkræfa orku og og og .....
að það er nú líka notuð olía við álbræðslu og það er notuð mikil olía við að flytja Báxíð til landsins sem kemur alla leið frá Ástralalalalalíu eða Afríku. Þetta eru langar vegalendir og þessi skip eru enginn smásmíði. Ef við viljum iðnað er ál bara málið? Er virkilega ekki til neitt annað í hugum Íslendinga? Þetta fer að minna mig á tískubólu. Hver man ekki hvað það voru margar vídeóleigur opnaðar þegar ljóst var að einhver græddi, svo fóru flestir á hausinn, vegna þess að markaðurinn þurfti ekki svona margar vídeóleigur. Það sem er frekar absúrd er að sama tískugræðgisbólusýki virðist hafa stungið sér niður þegar kemur að álbræðslum. Gæti orðið landi og þjóð ansi dýrkeypt tískubóla.

Við verðum að stalda við: losna undan viðjum óttans. Enginn mun fara á vergang ef þetta álver stækkar ekki nema ef til vill forstjórar Alcan. (sem er mjög ólíklegt). Við erum ekki að sigla inn í neitt tjón nema ef við fullvirkjum landið og höldum áfram í stóriðjuhraðlestinni. Við verðum að stoppa og skoða þessi mál á heildrænan hátt áður en það verður of seint. Elsku Hafnfirðingar: álverið er ekkert að fara að loka á næstu dögum. Við höfum sem þjóð minnsta kosti 14 ár upp á að hlaupa, ekki fyrr rennur samningur Alcan við ríkið út. Það er langur tími. Það er alvöru mengun af álbræðslu. Stækkunin mun auka við því sem samsvarar útblæstri frá öllum bílaflota landsins. Þið búið í fallegum bæ, ekki síst út af þeirri umgjörð sem náttúran í kringum ykkur hefur gefið ykkur. Hugsið líka vel og lengi um hvaða áhrif atkvæði ykkar mun hafa á Þjórsá, á fólkið sem býr við bakka hennar. Finnum aðrar lausnir. Enginn ástæða til að kjósa með ótta um örbirgð eða atvinnuleysi í brjósti. Framtíðin er björt, eins björt og við viljum hafa hana. Hvernig framtíð viljið þið bjóða komandi kynslóðum þjóðarinnar? Fullvirkjun náttúrunnar eða fullvirkjun sköpunarkraftsins og hugmyndaflugsins sem þessi þjóð á innra með sér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hafna Hafnfirðingar þessari stækkun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509138

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband