Leita í fréttum mbl.is

Andaði mömmu óvænt inn áðan

Þurfti að fara að díla við kassann með öskunni. Vissi að eitthvað hefði lekið út en átti ekki von á að einn þriðji hefði sloppið úr kerinu fína. Sá sem pakkaði þessu var greinilega í annarlegu öskuástandi því lokið hafði ekki verið fest almennilega á. En þetta er nú reyndar allt í takt við mömmu og á einhvern hátt þá var þessi upplifun í ljósaskiptunum alveg ótrúlega gálgahúmorsleg...

Ég var semsagt út á svölum að opna kassann og er eitthvað að reyna að flytja öskuna yfir úr pappakassa í ker og uppgötva að ég er öll út í sóti, anda að mér mömmu, þetta er þá alveg komið í hring. Ég var eitt sinn innra með henni og núna er hún innra með mér. Ég var hálf kvíðin við að gera þetta en svo varð þetta bara að enn einum farsanum í kringum þetta allt og ég var hálfhlæjandi út á svölum að selflytja hana á sinn stað en hún lét svo sannarlega ekki hemja sig og hluti af henni fauk yfir vesturbæinn. Ég stal smá í maríuhænuskrín, setti rósarblöð með. Þetta er alveg eins og skeljasandur. Frekar fallegt satt best að segja. Fáránleiki þessara aðstæðna er þvílíkur að ég get ekki annað en hlegið og núna ætla ég út á svalir til að athuga hvað ég eigi að gera við öskuna sem rann útfyrir, ég kann ekki við að sópa hana. Bara of skringilegt...

Henni þætti það sjálfsagt fyndið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er sorglegt og fyndið í senn. Blessuð sé minning Bergþóru.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.3.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: IGG

Æ hvað þetta er nú allt eitthvað svona sætt og henni líkt eins og þú segir réttilega.

IGG , 29.3.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú hlær mín manneskja í efra.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 00:26

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Blessuð sé minning hennar. Stórkostleg kona.

Heiða Þórðar, 29.3.2007 kl. 01:05

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl Birgitta

Ég vil votta þér innilega samúð mína. Mat alla tíð tónlist mömmu þinnar mikils. Ólst reyndar upp við hana. Mamma átti allt sem hún gaf út og bar mikla virðingu fyrir henni sem tónlistarmanni, enda mikil kjarnakona rétt eins og mamma þín.

Blessuð sé minning hennar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.3.2007 kl. 01:33

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hefði bara ekki verið allt í lagi, ef allt hefði farið fram í lagi ........  Ég er alveg viss um að svona vildi hún einmitt hafa þetta.  Takk fyrir að deila þessari skemmtilegu sögu með okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2007 kl. 09:18

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Já ég tók hana víst í nefið, var að snýta mér og tja horið var öskusvart:)

Jón: það var amma sem spilaði á munnhörpu, afi var gjarnan kallaður Árni gítar. Þetta voru ógleymanlegir tímar. Ég hygg að ég hafi einmitt flutt ljóð í fyrsta sinn á Vísnakvöldi. Og ég er enn pönkari:)

takk öll fyrir að skrifa, gaman að sjá að mamma lifir enn í minningum ykkar...

bjartar kveðjur

bjé

Birgitta Jónsdóttir, 29.3.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 509100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.