Leita í fréttum mbl.is

Ég ætlaði að flytja ljóð í jarðaförinni

en ég veit að ég mun ekki valda því. Læt það bara í staðinn hér og í bæklinginn sem verður dreift í kirkjunni. Ég samdi drög að því nóttina sem mamma var að deyja. Merkilegt hvað maður veit allt fyrirfram. Ég bara vissi að hún væri að deyja. Hef þá trú að ég sé yfirleitt undirbúin fyrir allar þessar hindranir sem lífið hefur fært mér í draumheimum. Það hefur aldrei gerst að ég hafi ekki vitað hvað framundan er. En því miður þá er það hlustskipti þeirra sem sjá inn í framtíðina að sjá en geta ekkert aðhafst. Ég er mjög þakklát fyrir að dreyma mömmu, kannski ekkert skringilegt. Ég er með öskukerið sem inniheldur jarðneskar leifar hennar í kassa við hliðina á rúminu mínu. Er að mana mig í að taka kerið úr kassanum. Það hefur eitthvað af öskunni sloppið út í kassann sjálfan. Mamma hefur svosem aldrei viljað láta njörva eða takmarka sig við einn eða neinn kassa þannig að við þessu var að búast:)

Ekki deyja fyrr en ég kem til þín

Þú frábaðst þér argandi vélarnar
-gervilífið og morfínið

Ég á ofgnótt líknar að þínu skapi
Ég skal lesa fyrir þig Stein Steinarr eða Halldór Laxness
Ég skal lesa fyrir þig um lífið eða engil dauðans

Bera smyrsl á andlit þitt
strjúka burt storknað blóðið í þykku hári þínu
Syngja fyrir þig vögguvísunar sem gleymdist
að syngja fyrir þig í bernsku

En ekki deyja fyrr en ég kem
Söngfugl að hefja sig til flugs
Ekki deyja fyrr en ég kemst til þín

Líf þitt fjarar út
Andlitið slétt
Það stirnir í augum
Óendanleiki og alheimur
Í svefni sótti engill dauðans þig
vafði þig sæbláum kufli
Og þú söngst í draumi mínum
"Veistu að þinn vinur er að deyja"
brostir og hélst þína leið

Faðma þig ylvolga
kyssi þig þúsund kossa
En ekkert er þess megnugt til að fá
þig til að snúa aftur
úr faðmi dauðans

Friðurinn fundinn, líkn undan fargi lífsins
Og ég sleppi, fagna með þér í hjarta sorgarinnar
með lífsbókina syngjandi í hjarta mínu
-þegar ég vakna

Ort handa mömmu í mars 2007, hvíldu í friði mín kæra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

gangi þér vel

Ólafur fannberg, 27.3.2007 kl. 06:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er svo fallegt Birgitta mín.  Veistu að ég gerði þetta sama, samdi ljóð um mömmu mína, og mig langaði til að lesa það í kirkjunni, en hugsaði eins og þú að ég myndi ekki geta það.  En veistu hvað, ég ákvað samt að reyna og það gerðist eitthvað dásamlegt um leið og ég stóð upp var ég alveg róleg, og það gekk ótrúlega vel að lesa það.  Og mér leið svo vel á eftir. 

Mamma þín er svo sannarlega með þér í þessu ljóði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2007 kl. 11:01

3 Smámynd: IGG

Yndislegt ljóð kæra frænka. Við kistulagningu og útför mömmu langaði mig til að fara með tiltekinn texta en var ekki viss um hvort ég treysti mér til þess. Við presturinn komum okkur saman um að á fyrirfram ákveðnum stað í athöfninni gæfi ég honum merki um hvort ég treysti mér til að gera það eða ekki. Þegar að því kom stóð ég upp og fór minn texta og fannst það gott. En ég hafði enga hugmynd um það fyrirfram hvort ég myndi geta það eða ekki. Langaði bara að deila þessu með þér. Kærleikskveðja. Ingibjörg G.G.

IGG , 27.3.2007 kl. 16:32

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk fyrir hvatninguna... ég ætla að sjá til... ef ég er þreytt les ég ekki og ef ég er útsofin þá les ég það. Var að klára að skrifa minningagreinina. Djöfull er þetta allt erfitt. Ég á bara svo erfitt með að trúa því að ég muni aldrei aftur faðma hana að mér.

Birgitta Jónsdóttir, 28.3.2007 kl. 07:02

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lestu ljóðið.  Það er frelsi í því. Það er svo hjartnæmt og kröftugt. Hleyptu því út.  Mundu vina að það er ekkert endanlegt við dauðann. Í dauðanum býr frelsið.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2007 kl. 07:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Birgitta mín ég er viss um að þú færð aukakraft til að lesa ljóðið.  Það mun gera þér gott að fara með þetta fallega ljóð.   Hér færðu knús

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 509137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband