Leita í fréttum mbl.is

Ævintýraljóðið

er eitt af þessum ljóðum mínum sem hefur átt sér hve ævintýralegasta lífið utan hugarheims míns. Fékk í dag póst frá presti í Kanada þar sem hún bað um að fá að nota það við guðsþjónustu næsta sunnudag. Ég sagði að sjálfsögðu já, enda hafa ljóðin mín verið notuð við ýmsar furðulegar uppákomur. Ævintýraljóðið var valið í skólabók á Indlandi fyrir enskukennslu barna. Það hefur líka verið tekið inn í einhverjar safnbækur, ég er eiginlega hætt að fylgjast með hvert ljóðin mín rata. Eitt rataði á loftbelg og annað á boli og önnur í tölvuleik. Þetta tiltekna ljóð samdi ég sérstaklega fyrir Drápu sem var fyrsta margmiðlunarhátíð okkar Íslendinga. Ég fékk hina ágætu hljómsveit Reptilicus til að semja tónlist fyrir ljóðið og útfærði svo róluatriðið fyrir herlegheitin. (Sem síðar var notað í kosningarsjónvarpinu 1996.) Þetta var fyrsta og eina áhættuatriði sem ég hef gert. Drápa fór fram í Tunglinu sáluga. Ég hafði fundið þessa ágætu rólu og hafði viðað að mér einhverjum ósköpum af glimmeri. Ég keypti mér glimmerkjól og hafði vafið um höfuð mitt heilu moskítóneti sem ævintýralegum túrban...lol.

Þegar ég svo átti að flytja þetta atriði þar sem ég svifi úr loftinu á tunglinu flytjandi ævintýraljóðið, dreifandi glimmer yfir áhorfendur við ævintýralega furðulega tónlist Reptilicus þá fór ekki betur en svo að þeir sem áttu að passa að ég myndi ekki skella í handriðið á annarri hæð gleymdu því. Því skall ég svo harkalega í riðið að ég datt úr rólunni og fékk rosalegan skell á mjóhrygginn. Ég var sem betur fer með einhvern öryggisbúnað sem ég hafði reyndar sett bandvitlaust á mig og var lagað rétt áður en ég fór í róluna fyrir einhverja "tilviljun". Það tók enginn eftir þessu nema að einhver ljósmyndari festi þetta á filmu. Ég lét sem ekkert væri og stráði glimmer og reyndi að missa ekki moskítónetið af höfði mér en það hafði aflagast við skellinn. Þetta var ákaflega ævintýralegt í minningunni en ég var nokkuð ánægð með sjálfa mig að þora vegna þess að ég er með eina fóbíu og það er lofthræðsla. Ég þurfti að hafa mig alla við að þora að fara í róluna, þurfti nefnilega að standa upp á handriðinu til að koma henni í loftið og lofthæðin í tunglinu var mikil. Hef aldrei þolað að hræðast lofthæð og geri allt sem í mínu valdi stendur til að komast yfir ótta minn. Dreymi reyndar um að fara í fallhlífarstökk...

... held reynar að einhvern myndi þurfa að henda mér út úr flugvélinni en ég myndi þora að taka fyrsta skrefið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.