23.1.2014 | 15:52
ÚTrásar INNrás - ræða mín um fríverslunarsamning við Kína
Í dag ræðum við um fríverslunarsamning við alþýðulýðveldið Kína. Hann mun renna greiðlega í gegnum þingið án nokkurra vandkvæða enda allir flokkar nema Píratar hlynntir því að samþykkja samninginn. Segja má að við séum að fullgilda Silkileið norðursins en undirbúningur hennar hófst fyrir allnokkru síðan. Kapphlaupið um auðlindir á norðurslóðum er hafið, þar sem gullæði mun renna á fólk og fyrirtæki þar sem Íslendingar halda að þeir fái brauðmola af borði kínverska drekans á slóðum eyðileggingar og arðráns auðlinda sem talið er að með svokallaðri nýtingu geti stofnað lífríki jarðar í enn frekari vá. En það er allt í lagi, við fáum ódýrt dót frá Kína, fáum fína merkjavöru á spotprís sem fólk vinnur á næturnar í þrælabúðum og hverjum er svosem ekki sama þó að einhver þurfi að þjást eða deyja fyrir neysluna okkar, það myndi hvort er eð bara einhver annar fara illa með þetta fólk ef við gerum það ekki. Hverjum er svo sem ekki sama þó að aðrar þjóðir sem hafa gert skilyrt lán og samninga við alþýðulýðveldið séu orðnar þrælakistur og séu arðrændar á meðan brauðmolarnir falla okkur í skaut á spotprís. Hverjum er ekki sama þó að verndaðir skógar séu í skjóli spillingar hreinsaðir og lóðsaðir beint um borð í kínversk kargóskip og lenda svo inn í okkar stofu með smá krókaleið. Þetta er svo ódýrt og gott fyrir þjóðarbúið okkar.
Það er gaman að hafa svo öflugan utanríkisráðherraforseta að hann hefur setið sleitulaust á nærri 5 kjörtímabil og skreytir inngang að opinberum híbýlum sínum með myndum af sér og algóðum kommúnista foringjum og hersveitum þeirra. Þessi utanríkisráðherra er jafnframt forseti lýðveldisins Íslands og hefur verið ötull talsmaður tveggja póla, fengið verðlaun fyrir umhverfisverndarlausir í jarðvarmahugsjón og vill á sama tíma opna með alvöru silkiborða silkileið norðursins. Það var Ma Kai sem staðfesti að Silkileið Norðursins sé sameiginlegur draumur íslenskra ráðamanna sem og kínverskra, en hann kom nýverið til Íslands að undirlagi íslenskra stjórnvalda. Íslenskir fjölmiðlar hafa algerlega brugðist hlutverki sínu að halda þjóðinni upplýstri um mikilvæg málefni er varða hagsmuni þjóðarinnar, nú eins og fyrir hrunið. Heimsókn þessa valdamikla ráðamanns hefur nánast enga umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum. Enginn veit nákvæmlega hvers vegna kínverska varaforsætisráðherranum var boðið til Íslands. Í stuttri frétt á heimasíðu forsætisráðuneytisins er fjallað um samtal Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Ma Kai. Í lok fréttarinnar frá ráðuneytinu kemur fram að kínverski ráðherrann bauð forsætisráðherra Íslands að heimsækja Kína við fyrsta tækifæri.
Samkvæmt blogginu með kveðju frá Kína birtist birtist frétt um heimsókn Ma Kai til Íslands á Xinhua sem er aðalfréttaveita kínverskra ríkisins. Samkvæmt blogginu er sama frétt höfð orðrétt eftir í fleiri kínverskum fjölmiðlum. Með leyfi forseta ætla ég að leyfa mér að vitna í bloggið: "Í fyrirsögn fréttarinnar segir að Ma Kai hafi átti fund í Reykjavík með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Vitnað er í Ma sem segir meðal annars að á milli landanna ríki gagnkvæmt traust og einlægur vinskapur. Þá er vitnað í Ólaf Ragnar sem segir að í kjölfar íslensku fjármálakreppunnar hafi verið mikilvægt að efla viðskipti og fjárhagslega samvinnu milli landanna. Þessa samvinnu þurfi að þróa betur og hraðar er haft eftir Ólafi. Lokaorð fréttarinnar eru þó einna athyglisverðust en þar segir að Ísland óski eftir því að þróa "silkileið norðursins" með Kína.
Í framhaldi af heimsókn Ma Kai hóf utanríkisráðherra Íslands upp raust sína í viðtali á Bloomberg fréttavefnum og sagði að við Íslendingar ættum að nýta þann áhuga sem Kínverjar sýna Íslandi, en gera það á okkar forsendum.
Nú er ekki víst að forsendur Íslendinga geti ráðið ferðinni í samningum við stórveldi. Kína er fjölmennasta ríki veraldar en á Íslandi búa um 320.000 manns. Kínverjar gera allt á eigin forsendum og eru mjög góðir í því. Stjórnvöld í Kína eru þekkt fyrir áætlanagerð og skipuleggja þá gjarnan langt fram í tímann. Þau eru heldur ekki þekkt fyrir að bjóða samvinnu við önnur lönd nema fá eitthvað í staðinn.
Framtíðarsýn kínverskra yfirvalda virðist miða að því að tryggja góðar samgöngur fyrir kínverskar vörur til Evrópu, einskonar nútíma silkileið. Miðstöðvar til uppskipunar og annarskonar athafnasvæði eru mikilvægur hluti af slíkum áætlunum. Kaup Kínverja á hafnarsvæðum í Grikklandi styðja þessa kenningu sem og áhugi þeirra á Íslandi og norðurslóðum.
Fyrir okkur Íslendinga er nú nauðsynlegt að fá að vita hvort íslensk stjórnvöld séu í fullri alvöru að vinna að því að gera Ísland að einhverskonar kínverskri bensínstöð á þessari nýju leið frá Kína til Evrópu."
Forseti
Arðrán kínverskra ríkisfyrirtækja á auðlindum þjóða sem alþýðulýðveldið hefur gert fríverslunarsamninga við hefur afhjúpast hægt og bítandi og er þeirra helsta aðferðafræði er á þann veg að kínverski alþýðubankinn býður hagfelld lán þó háð miklum skilyrðum. Í sumum tilfellum er skilyrðin á þann veg að kínversk ríkisfyrirtæki og undirfyrirtæki þeirra fá skilyrtan einkarétt á auðlindum þjóðanna, gasi, olíu, góðmálmum, trjám, og svo mætti lengi telja í ca 50 ár. Þess má geta að auðlindirnar eru fluttar milliliðalaust og oft með miklum tilkostnaði fyrir viðkvæm landsvæði þessara landa. Engir brauðmolar falla í skaut alþýðu þessara landa, einu brauðmolarnir lenda í vösum spilltra embættismanna og stjórnmálamanna. Hrikalegar sögur hafa heyrst frá aðbúnaði og kjörum verkafólks í þessum þróunarlöndum, löndin fyllast síðan af ódýrum kínverskum vörum og innlendar vörur eiga hreinlega ekki séns í að keppa við þessar vörur í verðlagi og mörg smærri og meðalstór fyrirtæki hafa hreinlega þurrkast út með ótrúlegum hraði á þessum slóðum. En þetta á ekki bara við stan ríkin, Afríku ríkin eða latnesku Ameríku, þeir seilast nú dýpra inn í Evrópu og nú síðast náð ótrúlegum völdum á Grænlandi í efnahagslegum skilningi, þó ber að hafa í huga hinir nýju alþýðulýðveldisnýlenduherrar hafi lítið látið sig varða mannréttindi, náttúruvernd eða hagsæld þeirra þjóða sem þau hafa gert stórfína samninga við. Samninga sem hvort er eð eru aldrei virtir.
Alþýðubanki vina okkar í austri gerði tilboð í að kaupa einn af hrunabönkunum okkar. En enginn hefur tekið saman alla þræðina í alvöru fréttaskýringu. Eina manneskjan sem hefur alltaf staðið vaktina og reynt að vekja okkur til umhugsunar á hvaða vegferð við erum gagnvart kínverskum yfirvöldum og þeirra leppum er rannsóknarbloggarinn Lára Hanna, ég ætla að vísa í færslu frá henni í dag með leyfi forseta:"Engin umræða hefur farið fram í samfélaginu um þennan fríverslunarsamning milli stærstu og fjölmennustu þjóðar heims og einnar minnstu. Aðrar Evrópuþjóðir hafa enga reynslu af fríverslunarsamningi við Kína - enda hafa þær ekki gert slíkan samning. Mér vitanlega hafa engar rannsóknir farið fram á hugsanlegum afleiðingum slíks samnings.
Ekki hefur heldur farið fram nein umræða um annan samning sem gerður er samhliða fríverslunarsamningnum - vinnumálasamning einhvers konar.
Samskipti einnar minnstu þjóðar heims og þeirrar stærstu og fjölmennustu þykir ekki fréttaefni - a.m.k. ekki hjá þeirri litlu sem sú stóra getur kramið með litlafingri eins og flugu. Ef eitthvað kemur upp, og það mun gerast, getum við ekki stólað á aðstoð Evrópuríkja þar sem núverandi ríkisstjórn og forsetinn hafa snúið baki við á rudddalegan hátt." Tilvitnun líkur.
Það er kannski ekki nein tilviljun að í gær var gefið út þriðja sérleyfið til rannsókna og vinnslu olíu og gass á drekasvæðinu og langstærsta leyfið eða 60% hlut hlaut kínverska ríkisfyrirtækið CNOOC, sem er reyndar búið að gera að dótturfyrirtækinu CNOOC ísland ehf.
Ég er meðvituð um að þessi fríverslunarsamningur er haglega saminn og inn í hann ofin falleg orð eins og t.d. mannréttindi, fullveldi, hugsjónir og friður. Ég er ekki í neinum vafa um að íslenska samninganefndin hafi staðið sig mjög vel og náð tímamótasamning við Alþýðu"lýð"veldið Kína. Húrra fyrir því. Það er ekki þeim að kenna að samningsþjóðirnar, bæði Ísland og Kína, munu sennilega ekki virða samninginn til hins ítrasta enda báðar þjóðir heimsþekktar fyrir að skauta á gráu svæðunum. Löglegt en siðlaust er málsháttur sem fest sig hefur í sessi hjá þeim sem meira mega sín og kunna að snúa sig úr viðjum laga eins og háll áll í stórmöskva neti, því kerfið er grisjótt, það vita allir.
Þegar ég lýsti yfir áhyggjum mínum í tengslum við þennan samning á Alþingi og óskaði eftir því að við myndum stíga varlega til jarðar og grandskoða samninginn innan þings, og lýsti yfir ósk um að þingmenn kynntu sér af kostgæfni sögu samningsrofa víðsvegar um heim, þá var lítið gert úr varnaðarorðum mínum. Ég óttast að allt of fáir kynni sér þessa sögu, það er þó hægt að lesa sér til um vafasama starfshætti kínverskra fyrirtækja í þróunarlöndum í bókinni "China´s Silent Army".
Það eru svo margar hættur sem okkur ber að varast og nú þegar höfum við gert vinum okkar á Tævan óleik með því sem stendur í samningum og myndi ég vilja að fólk gerði sér grein fyrir því sem verið er að viðurkenna í okkar nafni úti í hinum stóra heimi, en í lokaorðum samningsins stendur eftirfarandi: Ísland fylgir þeirri stefnu að Kína sé eitt og óskipt ríki og styður friðsamlega þróun samskipta yfir sundið og þá viðleitni að Kína sameinist á ný með friðsamlegum hætti. Kína metur mikils fyrrnefnda afstöðu ríkisstjórnar Íslands.
Hvað þýðir þetta.? Jú, það hefur verið stefna Íslendinga að viðurkenna sameinað Kína, sem er með öðrum orðum að viðurkenna hernám Kína í Tíbet og einangrunarstefnu gagnvart Tævan til að innlima það inn í móðurlandið. Það sem mér finnst þó sorglegast við þennan texta er að við styðjum viðleitni að Kína sameinist á ný með friðsamlegum hætti. Viðleitni Kína hefur langt í frá verið friðsamleg, 122 Tíbetar hafa kveikt í sér síðan 2009, í þeirri von að ákall þeirra um hjálp verði veitt áheyrn einhversstaðar í heiminum. Í Tíbet hafa kínversk yfirvöld stundað menningarlegt þjóðarmorð, það getur varla talist friðsamlegur háttur við sameiningu. Þá eru fjöldamörg dæmi um að Kína hafi samið Tævan út úr löndum í tengslum við svona samninga og það hlýtur að vera umhugsunarvert að þeir vildu ekki semja í gegnum EFTA sem er miklu betri kostur því þar erum við í vari sem gerðardómur EFTA býður upp á ef Kínverska alþýðulýðveldið skyldi taka upp á því að fara á svig við samninginn:
Hér er svo að lokum bókum mín í nefndarálitinu: Birgitta Jónsdóttir er áheyrnarfulltrúi í utanríkismálanefnd og er ekki samþykk áliti þessu. Andstaða hennar lýtur m.a. að stöðu mannréttindamála í Kína, þ.m.t. kúgun kínverskra stjórnvalda á Tíbetum (sbr. 206. mál á 143. löggjafarþingi) og öðrum þjóðarbrotum, nauðungarvinnu fanga og skertu tjáningarfrelsi, og enn fremur af misgóðri reynslu Nýja-Sjálands af fríverslunarsamningi við Kína. Birgitta deilir áhyggjum sem koma fram í umsögnum frá m.a. Alþýðusambandi Íslands sem mótmælir harðlega samþykkt samningsins á þeim grundvelli að kínversk stjórnvöld viðurkenni ekki mannréttindi og vinnuverndarréttindi kínversks verkafólks. Því telur þingmaðurinn afar ólíklegt, þrátt fyrir góð fyrirheit sem gefin eru í samningnum og umfjöllun um hann, að samningurinn muni bæta mannréttindavernd í Kína. Þvert á móti muni samþykkt samningsins veikja stöðu þeirra sem háð hafa baráttu fyrir mannréttindum þar í landi.
Ég vona innilega að ég verði ekki sannspá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.