Leita í fréttum mbl.is

Sandino, uxar og ævintýr

Veit ekki alveg hvað varð um Eurotrashvision færsluna mína en ég hef óvart skrifað yfir hana en þetta er líka miklu skemmtilegri færsla, hin var bara tuð...

Fleiri frásagnir frá skáldahátíð í Granada, Níkaragva:

Það sem var sérstakast við þessa hátíð voru öll börnin sem tóku þátt í henni. Eftirminnilegasta upplifunin var að fara til bæjarins sem Sandino fæddist og ólst upp í. Bærinn heitir Niquinohomo og í honum búa rétt rúmlega 7000 manneskjur. Þeir sem ekki þekkja til Sandino bendi ég á að kíkja á netið, en í stuttu máli þá er hann þjóðahetja. Hann er gjarnan kallaður faðir byltingarinnar og var sá sem hóf andóf gegn veru bandaríska hersins um 1929. Sandanistahreyfingin sótti sér beinan innblástur til hans og verka hans þegar byltingin hófst í kringum 1980. Var að fara í gegnum veraldarvefinn í leit að upplýsingum og það er ágæt grein á wikipedia um sögu þessa lands sem svo fáir þekkja til.

Ég var hve mest snortin yfir örlæti og hlýjunni sem við fundum fyrir þarna gagnvart okkur. Þegar við komum til Niquinohomo var tekið á móti okkur með lúðrasveit barna og voru þau öll í sínu fínasta pússi. Þá tók bæjarstjórinn og öll bæjarstjórnin á móti okkur. Teknar voru myndir af okkur við styttu af Sandino. Lítil stúlka, held að hún hafi verið átta ára flutti ræðu og ljóð utanbókar með miklum tilþrifum og fegurð. Ég vöknaði ásamt fleirum. Við vorum svo leidd að blómum skrýddum vögnum, held að þeir hafi verið þrír og uxum beitt fyrir þá. Við fórum upp í vagnana og fórum svo um aðalgötuna ásamt skrúðgöngu barna og fullorðinna. Mér leið vægast sagt furðulega og sér í lagi þegar fólkið tók að veifa okkur. Þá veifaði maður til baka og brosti sínu breiðasta. Við enduðum við bókasafn bæjarins sem bar heiti Sandino og þar var safn til heiðurs honum. Mikið var hann fallegur maður og mikið er hann enn elskaður og virtur af samlöndum sínum. Svo fórum við út í garð og átti upplesturinn að fara fram þar. Þar var lítið útileikhús og við sátum þar í skjóli fyrir brennandi heitum geislum sólarinnar. Fyrsta atriðið var fyrir okkur. Börn sem dönsuðu þjóðdansinn fyrir okkur. Öll skáldin, við vorum átta frá hinum ýmsustu heimshornum voru verulega snortin yfir gestrisninni gagnvart okkur. Þá tók við upplestur bæði frá skáldum frá Niquinohomo og okkur. Ég hafði fengið þýtt eldsnemma um morguninn ljóðið mitt Reykjavík, borg árstíða og flutti það á ensku en byrja það alltaf á nokkuð magnaðri vísu til fluttnings úr Völuspá. Kúbverska skáldið flutti svo ljóðið fyrir mig á spænsku við nokkurn fögnuð. Við fengum meiri dans og svo vorum við leist út með gjöfum. Höfðu verið búnar til handa okkur viðarstyttur með Sandino þar sem nafn sérhvers okkar var haglega komið fyrir. Mjög flott, svo fengum við blóm í barminn og viðurkenningarskjal sem heiðursgestir í bænum. Ég sé að þessi frásögn nær alls ekki að lýsa því sem ég vil lýsa. Kannski færi best á að segja að svo mikil er þrá mín eftir að koma þarna aftur og gera eitthvað fyrir þetta fólk að ég er algerlega friðlaus.

Eftir þetta ævintýr var okkur boðið í mat á veitingahúsi við jaðar bæjarins. Bæjarstjórinn snæddi með okkur og spurði hvort að það væri nokkuð mögulegt að koma á systurþorpsprógrammi við Niquinohomo frá okkar bæjarfélögum. Við skáldin sem vorum þarna ákváðum að mynda einskonar bandalag til að hjálpa þeim með því að senda skólunum einhverja glaðninga áður en um langt líður.

Enn var dansað fyrir okkur og ég neydd til að dansa með dönsurunum. Ég lét mig hafa það. Síðan fór ég í viðtal fyrir heimildarmynd um ljóð og skáldahátíðina eftir matinn og fékk far til baka með leikstjóranum.

Eitt er víst að ég mun gera mitt besta til að hjálpa við að kynna þessa hátíð sem var í alla staði ógleymanleg og mikill innblástur. Ef þau geta haldið jafn glæsilega hátíð þá ættum við að geta gert hið sama. Þau eru ein fátækasta þjóð heimsins og við erum ein ríkasta. Skringilegt hve ljóðið ferðast neðanjarðar hér en er á allra vörum þarna og litið á það sem eitthvað sem skiptir miklu máli.

Ég þarf vart að taka það fram að eftir ár verð ég svo sannarlega þarna aftur og aftur og aftur.

Viva la Poesia! Viva!

Ætla að reyna að finna myndir til að skreyta þessa færslu. Fékk 200 myndir til að fara í gegnum frá skipuleggjendum hátíðarinnar:) Var sent myndskeið frá Karnivali ljóðsins, hér er það:
mbl.is Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband