Leita í fréttum mbl.is

AGS styður almennar aðgerðir: fyrir suma

Það hefur borið nokkuð á því að AGS hafi haldið því fram, á fundum með þingmönnum, hagsmunasamtökum og fjölmiðla, að sjóðnum finnist það nauðsynlegt að fara í almennar aðgerðir fyrir heimilin.

AGS boðaði Hreyfinguna á sinn fund á föstudaginn og var um margt afar fróðlegur. Á fundinn mættu þingmenn Hreyfingarinnar og 4 fulltrúar frá AGS.

Ég hef í nokkur ár viðað að mér upplýsingar um það hvernig þeim löndum sem hafa verið undir handleiðslu AGS hefur farnast í því prógrammi og því var ekki laust við það að ég hefði af því þungar áhyggjur þegar engin önnur leið virtist fær en að kalla eftir aðstoð þeirraí árdaga hrunsins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og við höfum fengið að finna fyrir því á eigin skinni hvernig okkur farnast í þessu prógrammi. Margir sérfræðingar og stjórnmálamenn héldu því fram að við myndum fá sérmeðferð og að við myndum koma betur út úr AGS prógrammi en t.d.  Argentína. 

Nú er svo komið að það lítur út fyrir að það sé að takast að þurrka út millistéttina hérlendis eins og tókst í Argentínu. Það sem var gagnlegt við fundinn með 4 fulltrúum AGS í gær var að hægt var að leiðrétta misskilning og fá á hreint álitamál.

Ég hóf fundinn á því að spyrja hvort að það væri rétt að sjóðurinn væri fylgjandi almennum aðgerðum. Þeir sögðu svo vera.  Fulltrúar AGS viðurkenndu að þeir hefðu lagt það til síðan í upphafi árs 2009 og það hefði verið rætt við ríkisstjórnina, þingmenn og hagsmunasamtök. Mér fannst eitthvað ekki passa og þrýsti á að fá vitneskju um hvað þeir ættu nákvæmlega þegar þeir töluðu um almennar aðgerðir. Þá kom hið merkilega í ljós: AGS styður almennar aðgerðir fyrir suma!  (Í mínum huga er þá ekki hægt að kalla það almennar aðgerðir, ef það er bara fyrir suma.) 

Hér er skilgreining AGS á almennum aðgerðum varðandi húsnæðislán.

Það eru tveir hópar húsnæðislántakenda. Fyrsti hópurinn er fólkið sem getur ekki borgað. (Þeir sem eru nú þegar komnir fram yfir bjargarbrúnna.) Seinni hópurinn er fólkið sem enn getur borgað.

Vegna þess að fyrsti hópurinn á ekkert og getur ekki borgað, þá fær hann leiðréttingu. Hinn hópurinn getur borgað og því er ekkert réttlæti samkvæmt hugmyndafræði AGS þeim til handa. Þeim ber að borga. AGS finnst ranglátt að aumingja vesalings fjárfestarnir taki á sig eitthvað af því vandamáli sem þeir báru höfuðábyrgð á að skapa. 

Mér fannst merkilegt að þeir hefðu ekki skilgreint þetta sem þrjá hópa og lagði til að þeir myndu flokka þetta á annan hátt, það væri ekki hægt að horfa fram hjá því að þriðji hópurinn sem hægt væri að staðsetja á milli fyrsta og þriðja er hópurinn sem rétt nær svo að borga núna, þessi hópur er kominn út að bjargbrúninni og mun fara sömu leið og fyrsti ef ekkert verður gert. Það vill svo til að þetta er langstærsti hópurinn. Ég spurði Franek Roswadowski hvort að fulltrúar AGS á Íslandi vildu vera ábyrgir fyrir því að þessi hópur myndi hrynja fram að bjargbrúninni á næstu mánuðum og við tók aðeins þögn frá fulltrúum sjóðsins.

Það er deginum ljósara að AGS styður EKKI almennar aðgerðir og munu aðeins leggja til að þeir sem reiknaðir eru sem fólkið sem getur ekki borgað útfrá viðmiðum umboðsmanns skuldara fái leiðréttingu.

Mér finnst í það minnsta mjög gott að þetta er þá komið á hreint,  því sumir sem hafa barist fyrir leiðréttingu hafa fallið fyrir mjúkmælgi AGS og ekki gengið nægilega hart að þeim að skilgreina hvað þeir eiga við. Það má ekki gleymast að AGS hefur yfirleitt alltaf staðið vörð um fjármagnseigendur og því fannst mér eitthvað bogið við tal þeirra um almennar aðgerðir.

Þeir þvertóku fyrir að orðalag sem hægt væri að skilja sem tillögu um að orkufyrirtækin yrðu einkavædd væri rétt,  eftir útskýringar þeirra um hvað þessi texti þýddi get ég tekið þá trúarlega, þeir leggja semsagt til að einkavæðingin verði víðtækari, ekkert samt sem undanskilur orkufyrirtækin, en þeir leggja til almennar einkavæðingar hjá hinu opinbera.

Ég læt svo fylgja bréf frá Gunnari Tómassyni sem hann skrifaði Roswadowski í gær út af þessum málum.

 

November 6, 2010

 

Dear Mr. Roswadowski,

As an old IMF hand(1966-1989), I noted with interest Althing member Margrét Tryggvadóttir’s following comments on her Facebook page (in my translation):

“[I] met with four IMF staff members today [November 5]. They found it totally incomprehensible why we are requesting that creditors and debtors should share losses resulting from the economic collapse.”

And, indeed, it makes no sense in the context of the IMF’s mainstream economic world-view (The Washington Consensus) to re-allocate losses incurred on account of Iceland’s economic collapse between creditors and debtors through the political process.

However, many/most of those who emerged as substantial creditors from the collapse owed their good fortune to strictly non-economic causes, namely, actions taken through thepolitical process to shelter their capital at the cost of their fellow citizensand foreign creditors.

As a matter of principle, the IMF does not interfere in the internal affairs of member countries. Thus, the IMF did not oppose the Icelandic government’s expansion of deposit insurance and retroactive re-ordering of the priority status of claims on the financial system in October 2008. 

The request that creditors and debtors should share losses resulting from the economic collapseis predicated on grounds of equity and justice. It envisages a partial roll-back of the pro-creditor measures previously taken by the Icelandic government on non-economic grounds. 

The request is one that the IMF, as an institution, based on law and moral authority“ in the words of former Managing Director Jacques de Larosière, can and should embrace and support.

 

With kind regards,

 

Gunnar Tómasson

IMF Advisor, ret.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir góða færslu Birgitta, og óþreytandi eldmóð við að vara við þeim hörmungum sem bíða handan hornsins.

Meðan einn stendur á kassa og varar við, þá er von um breytingar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.11.2010 kl. 10:31

2 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Sæl og takk fyrir að upplýsa þjóðina.

Ef að satt er. Sem ég efast reyndar ekki um, að Ríkisstjórnin elti í einu og öllu Þessar fáránlegu tillögur IMF. Þá er það 100% þjófnaður frá þjóðinni.

Sem sagt, bankaránið heldur áfram. Og nú ekki í felum bakvið Ríkisstjórnina heldur með fullum stuðningi hennar.

Arnór Valdimarsson, 7.11.2010 kl. 11:17

3 Smámynd: Jónas Magnússon

Ef satt reynist þá líst mér ekkert á það að stór hluti manna sem hafa náð að að borga sína reikniga en eru á bjargsbrúninni verði látnir afskiptalausir. Það hlýtur að vera mun dýrara til langstíma fyrir kerfið að þessi hópur verði gjaldþrota fyrir utan allt óréttlætið sem fasteignaeigendur búa við. Ég veit ekki betur en við höfum öll farið greiðslumat hjá þessum fjármagnsstofnunum en þá var ekki gert ráð fyrir slíkum þjófnaði  sem dundi á almenningi. Ég heimta leiðréttingu á brotnum mannréttindum okkar.

Jónas Magnússon, 7.11.2010 kl. 11:20

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir upplýsingarnar Birgitta.  Tek undir með þeim hér að ofan.

Magnús Sigurðsson, 7.11.2010 kl. 11:34

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flott ertu Birgitta!

Komdu með frumvarp Birgitta,

frjálsar handfæra veiðar, sem leysa fátæktar og

atvinnu vanda Íslendinga!

Aðalsteinn Agnarsson, 7.11.2010 kl. 12:04

6 Smámynd: Halldór Guðjónsson

AGS virðist notast við sams konar þrískiptingu vandamála í hagstjórn og hefð er fyrir meðal herlækna á vígvelli. Triage heitir þetta á og úr frönsku. Sárum er skipt í þrjá hópa: sumir eru dauðvona, lofaðu þeim að deyja; sumir geta beðið, láttu þá bíða; sumir geta lifað ef þeim er sinnt vel, sinntu þeim. Ákvarðanir um hvernig skipta skuli í þrennt reynist oft vera á hendi annara en læknanna sem gera eiga það sem unnt er að gera.

Hér er ekki ljóst hver á að segja hvaða aðilar eru dauðvona efnahagslega, tæknilega gjaldþrota heitir það. Ekki er heldur ljóst skal miða þegar lífslíkur eru metnar. Hér skortir raunar bæði greinandi vit og einbeittan vilja til að kjósa aðilum örlög. Eitt ætti þó að vera öllum ljóst: menn, manneskjur og jafnvel fjöskyldur eru ekki bara persónur heldur lifandi verur. Fyrirtæki eru hins vegar bara persónur að lögum og geta ekki dáið vegna þess að þau hafa aldrei verið lífs. Er ekki rétt að menn fái fyrst mat og hús og föt? Er ekki að þessu gefnu rétt að sinna siðferðis og jafnvel siðfræði ef eitthverjuþykir þar ábotavant? 

Halldór Guðjónsson, 7.11.2010 kl. 12:43

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Aðalsteinn, Baldvinn Jónson varaþingmaður, ekki að hann sé með svo þykkar varir heldur er hann bara sí sonna til vara, ef að Birgitta mundi veikjast eða missa sig í frí og ferðalög á Sagaklass, það er nefnilega hægt að ánetjast slíkum ferðalögum því að þar og einungis þar í flugvélum fær maður moggann til aflestrar og hver leggur ekki hvað sem er á sig fyrir það, hún veikist síður...... eða sko hún lætur veikindi ekki leggja sig, uuuu já já ég var að tala um hann Badda en hann er að vinna að frumvarpi með honum Finnboga Vikari, sem er úr Ölfusinu ættaður og videre en ég veit ekki til þess að ættarnafn hans hafi neitt með vikur að gera, en sem semt Aðalsteinn þeir félagar BJ og Finnbogi Vikar væru vísir til að berja saman eitt frumvarp um frjálsar handfæraveiðar, sem ættu eiginlega vera frjálsar á forsendum mannréttinda og já Takk fyrir þennan pistil Birgitta.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.11.2010 kl. 12:45

8 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Það er ekki rétt túlkun að Hagsmunasamtök heimilanna telji AGS samþykkja eða vera fylgjandi almennum leiðréttingum. Þvert á móti, þá vilja þeir nákvæmlega það sama og ríkisstjórnin er að gera, hjálpa einungis þeim sem eru í algerum vandræðum - enga almenna flata leið yfir alla.

Á fundi HH og AGS í síðustu viku kom fram að AGS lýsir yfir miklum

vonbrigðum með að ekki skuli hafa gengið betur að laga til í skuldum

þeirra verst settu eins og þeir töluðu fyrir strax eftir hrun.

Fulltrúar AGS standa þó gegn meiningu HH að orðið hafi

forsendubrestur í lánasamningum og standa ennþá gegn almennri

leiðréttingu sem myndi ná til allra húsnæðiseigenda.



Eins eru fulltrúar sjóðsins algerlega mótfallnir því að tekinn yrði eins konar "hrunskattur" af ríka fólkinu í landinu ( þessum 3% sem allt eiga hér).

Andrea J. Ólafsdóttir, 7.11.2010 kl. 13:02

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Eru þið Andrea og Birgitta að segja mér að AGS tali bara og segi bara það sem hljómar best eftir því með hverjum þeir funda?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.11.2010 kl. 13:13

10 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Högni, bjartsýni mín eykst um mörg %  að vita þetta.

Aðalsteinn Agnarsson, 7.11.2010 kl. 14:14

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Andrea ekki treysta þeim - þeir eru þjálfaðir í hálf-sannleika.

Birgitta Jónsdóttir, 7.11.2010 kl. 14:15

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

:) Hvað af þessu bulli Aðalsteinn fannst þér best að fá vitneskju um, ég veit að þeir eru eitthvað að makka Baldvinn og Finnbogi en veit ekkert um hvað, en þeir væru vísir til þess að vinna að þessu hugarangri okkar ef þeir eru þá ekki einmitt að vinna að því.

Ég held Andrea, ekki að ég viti það neitt, en held að Birgitta sé að segja það eins og það er, þeir bulla bara það sem þeim hentar hverju sinni og ef að það getur fengið fólk til að taksat á um það líka og eitt í það tíma þá þykir þeim það ekkert verra, hvað þá að Jóhönnu þætti það verra.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.11.2010 kl. 16:10

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eitt af því sem okkur ber að vera á varðbergi er að sýna ekki kæruleysi gagnvart ásælni í íslenskar orkulindir. Magma Energy er braskfyrirtæki sem hefur reynt að komast yfir íslenskar orkulindir m.a. með því að kaupoa íslenskar aflandskrónur á erlendum markaði sem íslenskum ríkisborgurum er ekki heimilt. Síðan hyggst þetta braskfyrirtæki selja áfram hverjum sem er þess vegna kínverksa ríkinu. Eru þeir ekki við öllu viðbúnir að gleypa íslenskt samfélag með aðstoð þeirra sem vilja selja allt, þ. á m. orkulindirnar?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.11.2010 kl. 16:15

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Haltu áfram þínu góða starfi Birgitta mín í þágu þjóðarinnar.  Ég ber fyllsta traust til þín og þinna í þessum málum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2010 kl. 20:12

15 Smámynd: Sigmundur H Friðþjófsson

Sæl Birgitta

Ríkisstjórnin gerir sitt besta til að koma millitekjufólki í mikinn vanda með skattkerfisbreitingum og tekjutengingum. Oft hefur mann grunað að yfirlýsingar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins séu pantaðar af Íslenskum stjórnvöldum.

Þegar Ríkið átti alla bankana strax eftir hrun,var hlegið að þeim sem töluðu um flatan niðurskurð.Nú þykjast stjórnvöld vera að skoða þennan möguleika þegar þau hafa ekkert um málið að segja

Sigmundur H Friðþjófsson, 13.11.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband