17.5.2010 | 06:10
Hverjum datt í hug að kæra útfrá 100 greininni? Svar óskast!
1. Þingpallar eiga samkvæmt 57. grein stjórnarskrár okkar, að vera opnir almenningi, svo almenningur geti með góðu móti fylgst með löggjafarsamkundunni. 57. gr. Fundir Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpum, krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum.
Útskýring: Það þarf að halda þingfund og skera úr um það hvort vísa á utanþingsmönnum burt. Það er ekki hlutverk annarra en þingforseta og þingmanna. Hvorki þingverðir, lögregla né aðrir hafa heimild til að vísa fólki burt sem á stjórnarskrárbundinn rétt til að fylgjast með störfum alþingis.
2. Oft er fólki meinaður aðgangur að þingpöllum vegna geðþóttaákvarðana þingvarða, enda hafa þeir engar skýrar reglur nema úr stjórnarskrá, sjá 57 greinina hér að ofan, um til dæmis hvort að tiltekinn klæðnaður sé bannaður. En það hefur komið fyrir ítrekað að fólki er meinaður aðgangur vegna klæðnaðar. (Ekki nógu fínar lopapeysur, merki, húfur, bolir og svo framvegis.)
3. Fleiri þúsund manneskjur tóku þátt í mótmælunum og því þykir það furðu sæta að 9 manneskjur séu kærðar á forsendu 100 greinar hegningarlaga: 100. gr. Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar.
Það er 100 greinin sem fólk hefur gagnrýnt, en EKKI er verið að leggja til að þeir sem kunna að vera ábyrgir fyrir líkamstjóni annarra svo sem þingvarða og lögreglumanna verði ekki látnir svara fyrir dóm.
106. gr. Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.]
4. Það ætlar ekki að ganga þrautarlaust að komast að því hver ákærir útfrá 100. greininni. Hið dæmigerða athæfi íslenskra ráðamanna er enn við líða: þ.e.a.s. hver stal kökunni syndromið. Skrifstofustjóri alþingis hefur bent á þáverandi saksóknara Valtý (sá hinn sami og varð að segja sig frá málinu vegna náinna vensla við einn þingvarðanna sem kært var út af). Valtýr sagði að hann hefði ekki fengið hin stórsnjöllu hugmynd að kæra útfrá 100 grein, heldur hefði það komið frá þinginu. Spjótin beinast því að skrifstofustjóra alþingis eða eins og Ásta Ragnheiður kallaði hann eitt sinn úr embættisstól sínum: yfirmanni þingsins.
Hér er svar forseta Alþingis við fyrirspurn minni um ákærur vegna atburða í Alþingishúsinu og við það 8. desember 2008. (athugið að hvergi er minnst á 100 greinina í svarinu heldur aðeins fjallað um 106 greinina).
1. Með hvaða hætti var tekin ákvörðun um aðkomu Alþingis að ákærum gegn níu einstaklingum vegna atburða sem áttu sér stað í Alþingishúsinu og við það 8. desember 2008?
Þegar þingfundur hófst á Alþingi kl. 3 síðdegis mánudaginn 8. desember 2008 opnuðu þingverðir bakdyr Alþingishússins til þess að gestir, sem þess óskuðu og fylgdu almennum reglum, kæmust á þingpalla. Þegar fyrstu pallagestir voru komnir í húsið kom hópur manna í kjölfarið og ruddi sér leið fram hjá þingvörðum, sumir með klúta fyrir andliti, og komst upp í stigagang Alþingishússins. Sex þingverðir og lögreglumaður, sem var á vakt í þinghúsinu, lentu í átökum við hópinn þegar hann var stöðvaður. Ýmsir þeirra hlutu meiðsl í átökunum sem kunna að vera varanleg.
Strax í kjölfarið var farið nákvæmlega yfir myndbandsupptöku sem sýndi hvernig hópurinn þröngvaði sér inn í þinghúsið. Þá áttu aðallögfræðingur Alþingis (sá hinn sami og fékk vinnu í síðustu viku sem dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur) og forstöðumaður rekstrar- og þjónustusviðs samtöl við þingverðina og lögreglumanninn um atvikið. Myndbandsupptakan sýnir að þingvörður, sem átti að gæta inngangsins, var yfirbugaður til að tryggja að mannsöfnuðurinn kæmist óhindraður inn í húsið. Því mátti ætla að hann væri ekki kominn í friðsamlegum tilgangi. (er hægt að kæra út af ályktunum?) Af samtölunum við þingverði og lögreglumanninn varð enn fremur ráðið að hópurinn skirrðist ekki við að beita líkamlegu valdi til að komast í tæri við þingmenn sem sátu í þingsalnum á fundi. (hmm er ekki alveg að skilja hvað þetta þýðir, er það slæmt að komast í tæri við þingmenn? Það er vonlaust að komast í tæri við þingmenn af þingpöllum, miklu mun auðveldara að gera það bara út í kjörbúð). Það var því mat aðallögfræðings Alþingis að rík ástæða væri til að málið yrði rannsakað af lögreglu með tilliti til þess hvort ákvæði almennra hegningarlaga, einkum 106. gr. þeirra, (þarna vantar að fá svar við því hver ákvað að meta það svo að nota ætti 100 greinina, engin hefur gert athugasemd við 106. greinina þó að það hafi verið látið í veðri vaka í umræðunni.) hefðu verið brotin. Þar sem ekki var ljóst hvort lögreglan mundi eiga frumkvæði að rannsókn málsins ákvað skrifstofustjóri Alþingis (næsta skref er að fá þetta bréf birt almenningi), að óska eftir því bréflega fyrir hönd skrifstofu Alþingis og þeirra starfsmanna, sem í átökunum lentu, að málið yrði tekið til lögreglurannsóknar. Áður hafði málið verið borið undir starfsmennina sem hlut áttu að máli.
2. Hver óskaði eftir rannsókn málsins og í umboði hvers var það?
Um fyrri liðinn í þessari spurningu er vísað til svars við 1. tölul. Skrifstofustjóri Alþingis fer með ráðningarvald yfir öðrum starfsmönnum þingsins og ber ábyrgð á rekstri skrifstofu Alþingis, sbr. 11. gr. þingskapalaga, nr. 55/1991, sbr. 6. gr. laga nr. 68/2007. Hann er því forstöðumaður skrifstofunnar í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Eins og fram hefur komið urðu starfsmenn þingsins fyrir meiðslum í átökum meðan þeir gegndu skyldustörfum fyrir Alþingi. Forseti Alþingis lítur svo á að á skrifstofustjóra Alþingis hvíli sjálfstæð skylda til að standa vörð um öryggi starfsmanna Alþingis sem og alþingismanna. Að mati forseta er augljóst að skrifstofustjórinn var bær til að taka sjálfstæða ákvörðun um hvort óskað yrði eftir rannsókn á atvikinu. Til þess þurfti hann hvorki atbeina forseta né annarra eins og ýjað er að í spurningunni. (Hvet fólk til að lesa fyrirgreinda málgrein vel og vandlega, oftast er það enginn annar sem sjálfur skrifstofustjórinn sem svarar fyrirspurnum eins og þessari sem þú ert að lesa núna. Hver er yfirmaður þingsins: forseti eða skrifstofustjórinn?)
Þá er til þess að líta að lögreglurannsókn á atvikinu var ekki háð því að sá sem misgert var við eða bar ábyrgð á starfseminni sem brotið var á óskaði eftir henni. Beiðni um rannsókn var því ekki nauðsynleg forsenda þess að rannsóknin færi fram. Hver sem bjó yfir upplýsingum um atburðinn gat aftur á móti vakið athygli lögreglu á að efni væri til að rannsaka málið.
Það er grundvallarregla í réttarríki að þeir sem hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi sæti ákæru og séu beittir lögmæltum viðurlögum. Að því vinna lögregla, handhafar ákæruvalds og dómstólar hér á landi sem starfa sjálfstætt og af hlutlægni. Mikilvægt er að þessir aðilar fái svigrúm til að meta atvik í réttu ljósi og án utanaðkomandi þrýstings.
3. Er það rétt sem fram kom í máli verjanda tveggja hinna ákærðu fyrir héraðsdómi að skrifstofa Alþingis hafi haft aðkomu að málinu og ef svo er, hver var sú aðkoma og hver var formlegur grundvöllur hennar?
Sjá svar við fyrri töluliðum fyrirspurnarinnar.
Ljóst er að enginn vill gangast við því að leggja til að 100 greinin var notuð: Ég skora á þann aðila, hvort heldur þáverandi saksóknara, skrifstofustjóra þingsins, aðallögfræðing þingsins eða forseta þingsins að svara þessu með afgerandi hætti.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 06:12 | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Öll spjót beinast að Láru V. fyrrum trúnaðarvinkonu forsætisráðherra og þeirrar sömu og vildi brjóta úrskurð kjararáðs og hækka laun Seðlabankastjóra um litlar 400 þúsund krónur á mánuði. 3x föld laun skúringakonunnar í Seðlabankanum! Það er saksóknari sem ákveður á grundvelli hvaða laga er ákært fyrir hverju sinni
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.5.2010 kl. 07:43
Getur starfsmannastjóri almennra starfsmanna í Alþingishúsinu ákært út frá 100. greininni? Á almenningur virkilega að kyngja því að almennir starfsmenn séu svo mikilvægur hluti stjórnsýslunnar að það sé réttlætanlegt að kæra hvern þann sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar.
M.ö.o. eru það almennir starfsmenn alþingins; þingverðir, skjalaverðir, ritarar o.s.frv., sem eru orðnir mikilvægustu gæslumenn lýðræðisins eða hefur átt sér stað einhver breyting á skilningnum á hlutverki Alþingis. Er Alþingi kannski orðið eitthvað annað en stofnun þar sem unnið er að heildarhagsmunum almennings og íslensks samfélags?? Er Alþingi kannski orðið lokað samfélag sem þjónar engu nema sjálfu sér og þeim sem þar eru innanborðs??
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.5.2010 kl. 08:37
Jóhannes: Hún Lára heldur því fram að það sé enginn annar en dómarinn sem ákveði útfrá hverju er kært. Valtýr var væntanlega sá sem útbjó ákæruna. Spurningin er hver lagði til að 100 greininni yrði beitt.
Birgitta Jónsdóttir, 17.5.2010 kl. 08:55
Rakel - þetta þarf einmitt að fá á hreint:)
Birgitta Jónsdóttir, 17.5.2010 kl. 08:56
Þetta minnir óneitanlega á steypuna sem kom úr sama fólki þegar þú baðst um að það væru haldnar fundargerðir eins og tíðkast hjá siðuðum þjóðum. Svarið "það er ekki hefð fyrir því" endurspeglar, rétt eins og þessi hringavitleysa, að þetta fólk hefur engan áhuga á faglegum vinnubrögðum, heldur bara að fá sínu framgengt - með góðu eða illu.
Daði Ingólfsson, 17.5.2010 kl. 14:32
Þetta er orðið alveg hið ótrúlegasta mál og enn ein staðfesting á því að stjórnvöld eru í vanhæfni sinni að reyna að ná sér niðri á mótmælendum. Gleymum því ekki að mótmælin gerðu á endanum útaf við ríkisstjórn Geirs Haarde og Samfylkingar og þessu geta Sjálfstæðismenn og Samfó ekki gleymt og nota nú embættismenn sína til að ná fram hefndum. Orðræða þingmanna um þetta í þingsal er til vitnis um það.
Þór Saari, 17.5.2010 kl. 23:31
Kannski líta Samfylking og Sjálfstæðisflokkur svo á að mótmælendur hafi svift þá foringjum sínum og ætla að ná sér niður á níumenningun fyrir það
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.5.2010 kl. 23:57
Birgitta, það eru ekki allir mótmælendur "heilagt fólk" o það lýsir vanhæfni ykkar að geta ekki greint á milli heiðarlegra mótmælenda og uppvöðslulýðs sem réðst á lögregluna og Alþingi. Það er dapurlegt að vera vitni að því að á Alþingi sitja þingmenn sem verja húsbrot á Alþingi og heilsutjón á starfsmönnum þingsins.
Vertu velkomin á bloggið mitt <siggigretar.blog.is> þar sem ég segi mína skoðun umbúðalaust á þessu máli.
Ég bíð eftir að þið í Hreyfingunni verjið Nýnasista og Vítisengla ef þeir gera það sama gegn Alþingi og uppvöðslulýðurinn sem þið álítið "heilagan".
Sigurður Grétar Guðmundsson, 19.5.2010 kl. 09:01
Sigurður þetta er nú varla svaravert en ég ætla samt aðeins að útskýra.
1. Það eru til lög til að ákæra fólk sem meiðir annað fólk. Þeim á að sjálfsögðu að beita þegar það á við.
2. Fólk sem fer inn um þann inngang sem því er ætlað til að fylgjast með störfum þingsins sem því er heimilt og skylt samkvæmt stjórnarksrá, er ekki að ráðast á Alþingi.
3. Enginn álítur þennan uppvöðslulýð, eins og þú kallar fólkið, heilagan.
Enginn hefur farið fram á að enginn sé ákærður fyrir ekkert, en ákæran verður að eiga sér stoð í raunveruleikanum og vera rétt, sérstaklega þegar hún kemur frá skrifstofustjóra Alþingis.
Árás á alþingi er alvarleg ákæra og verður að hafa átt sér stað. Þarna var enginn vopnaður og enginn ætlun að skaða nokkurn mann.
Baldvin Björgvinsson, 19.5.2010 kl. 09:39
Sigurður Grétar, viljirðu í alvöru líkja saman nýnasistum og Vítisenglum við almenning á Íslandi sem að steig fram og barðist fyrir réttlæti hérna heima þá gerirðu það augljóslega. Að mínu viti dæmir það alfarið allan málflutning sem frá þér kemur þaðan í frá.
Nýnasistar eru skipulögð ofbeldissamtök sem telja sig öðrum ærði og telja sig geta réttlætt skelfilega hluti eins og t.d. helförina með þeim rökum sínum. Vítisenglar eru þaul skipulögð glæpasamtök á heimsvísu sem hafa megin tekjur sínar af fíkniefnasölu og mannsali. Finnist þér það sanngjarn samanburður við almenning á Íslandi sem var nóg boðið og sveið djúpt undan þeirri valdníðslu sem hér fer fram, já þá dæmir það vissulega allan þinn málflutning alfarið ómarktækan í mínum bókum.
Takk nafni fyrir innleggið hér á undan.
Birgitta er hér að kasta fram afar mikilvægri spurningu sem þarfnast umræðu án fordóma. Það er, HVER kaus að nota 100. gr. í ákærunni? Það virðist nefnilega vera svo að sú ákvörðun komi frá starfsmönnum Alþingis en ekki saksóknara eða dómara málsins. Það er enn ein staðfestingin á þeirri valdníðslu sem hér ríkir og misbeitingu kerfisins. Sérhagsmunir eiga ekki að ráða því hvaða leiðir sjálfstæðir dómstólar fara í málum, það er grafalvarlegt.
Fólk sem veldur öðrum skaða, jafnvel óvart eins og var í þessu tilfelli, þarf að vera ábyrgt fyrir gjörðum sínum. Það er eðlilegt að sá/sú sem skaðanum olli þurfi að bera ábyrgð á óhappinu. En hvers vegna er þá verið að velja 9 einstaklinga handahófskennt úr hópnum? Jú, vegna þess að það liggur ekki fyrir án vafa hverjum um er að kenna varðandi miskan og því ekki fær hefðbundin leið.
Þess vegna velur embættismannakerfið (starfsmenn Alþingis, framkvæmdavald) að stýra því hvaða ákæra er gefin út og út frá hvaða lögum Héraðsdómur (Dómsvaldið sem á að vera 100% sjálfstætt) dæmir.
Þetta lýsir ekki eðlilegu ferli máls í réttarríki. Það er bara þannig því miður.
Baldvin Jónsson, 19.5.2010 kl. 13:01
Ég hef aldrei lagt að jöfnu Nýnasista og Vítisengla og þá sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni. En eins og ég leiði rök að í mínu bloggi þá koma alltaf fram úr skúmaskotum þeir sem fyrst og fremst vilja hasar, vilja átök. Þannig smáhópar komu fram í búsáhaldabyltingunni, þá mátti sjá ráðast á lögregluna, það sást í fréttum sjónvarpsins, ráðast inn á Hótel Borg og reyna að brjóta glugga í Stjórnarráðinu og ekki síst; að ráðast inn á Alþingi, ráðast gegn starfsmönnum þingsins og það er staðreynd að það er að minnsta kosti 1 starfsmaður skaðaður fyrir lífstíð. Allt það heiðarlega fólk sem lét að sér kvaða í búsáhaldabyltingunni á það ekki skilið að þessi rumpulýður sé tjóðraður við þann mikla fjölda, þessi rumpulýður sem þið teljið að sé hafinn yfir íslensk lög.
En þá kemur vandinn!
Það eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum hvað skoðanir sem þeir hafa á málum. Einn þingmaður, Þór Saari, hefur meira að segja staðfastlega haldið því fram að þessir atburðir á þingpöllum sem rumpulýðurin er ákærður fyrir hafi aldrei átt sér stað, þetta hef ég svart á hvítu í pósti á netinu frá honum.
Að lokum tilvitnun í Baldvin Jónsson með smábreytingu:
Ykkar siðblinda lýsir ekki eðlilegu ferli máls í réttarríki. Það er bara þannig því miður.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 19.5.2010 kl. 13:58
Mér sýnist Sigurður Grétar ekki aðeins þjást að siðvillu heldur rökvillu líka
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.5.2010 kl. 22:09
Það er þannig Rakel, hann er svo ílla farinn af Samfylkisku að það er ekki hægt að tala við hann.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.5.2010 kl. 23:13
Svar hefur borist við spurningu Birgittu: http://www.svipan.is/?p=7095
Baldvin Björgvinsson, 19.5.2010 kl. 23:33
Takk fyrir ábendinguna Baldvin!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.5.2010 kl. 00:35
Á hvaða torgum hrópar fólk eins og Sigurður Grétar núna þegar þau hafa skoðað myndbandið eða skoða þau kannski ekki myndbandið?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.5.2010 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.