Leita í fréttum mbl.is

Lög um einnota lög um þjóðaratkvæðagreiðslur

Hér er ræðan mín um þjóðaratkvæðagreiðslulögin sem samþykkt voru í gær.  

Það má með sanni segja að við lifum á áhugaverðum tímum þar sem allt getur gerst og hið ómögulega verður mögulegt eða öfugt. Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á að Forseti Íslands myndi ákveða að vísa Icesave málinu til þjóðarinnar. Það var því með nokkrum kvíða sem ég settist niður fyrir framan sjónvarpið og fylgdist með yfirlýsingu hans. Fögnuður minn og geðshræring varð því mikil þegar mér varð ljóst að við þjóðin myndum fá tækifæri til að axla þá ábyrgð sem forseti lýðveldisins færði okkur þann 5. janúar. Það sem þjóðin upplifði þennan dag var með sanni sögulegur viðburður og ætti að verða hornsteinn að því, að sú eðlilega krafa sem hljómaði úr taktföstum slætti mótmæla og andófs af ýmsu tagi síðan hér hrundi allt, verði að veruleika. Krafan um að þjóðin fengi alvöru verkfæri til að hafa áhrif á samfélag sitt ef hún svo eftir kallaði, oftar en á fjögurra ára fresti. Því fagnaði ég og gerði mér grein fyrir að þetta snérist ekki endilega um Icesave heldur um þann lýðræðislega rétt þjóðarinnar að geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það hefur verið mikið baráttumál hjá mér ásamt fjöldamörgum öðrum manneskjum hérlendis að auka veg lýðræðis og vægi beins lýðræðis meðal þjóðarinnar. Þess vegna hefði það verið betra að á þessum sögulegu tímum að við þyrftum ekki að afgreiða einnota frumvarp. Ég vil þó taka það fram að ég hef fullan skilning á því hve tíminn er knappur. Finn að það er alvöru áhugi meðal fjölmargra þingmanna í stjórn og minnihluta að tryggja að þjóðaratkvæðagreiðslufrumvörp þau er bíða í nefnd fái afgreiðslu fljótlega – vona að það sé fullur einhugur meðal þingmanna að hindra ekki lýðræðisumbætur sem nauðsynlegar eru til að hér verði virkara og heilbrigðara samfélag. Og til að tryggja að við lendum ekki aftur í þeirri stöðu sem við erum að reyna að krafsa okkur upp úr núna.

Við í Hreyfingunni hjuggum eftir  því að í þessu frumvarpi var ekki gert ráð fyrir því að miðla óhlutdrægum upplýsingum til almennings um það sem kjósa á um. Við vorum því búin að undirbúa breytingartillögur til að tryggja það, en sá ánægjulega þróun varð á meðferð þessa máls hér á alþingi í dag að fullur einhugur hefur skapast um óhlutdrægar upplýsingar til almennings sé sjálfsagt mál. Ég fagna því. Þá voru allir sammála því að best væri að óháður aðili myndi sjá um að koma staðreyndum til almennings og hefur það verið tilgreint í nefndaráliti.

Því drögum við breytingar tillöguna okkar til baka og munum fylgja því fast eftir að upplýsingagjöfin verði gerð með sóma. Held að það sé nauðsynlegt að tryggja að efnið verði ekki aðeins aðgengilegt á netinu, legg til að útbúinn verði bæklingur sem dreift verður á öll heimili landsins, þá væri skynsamlegt að halda opna borgarafundi víðsvegar um landið til að gefa fólki kost á að spyrja sérfræðinga um staðreyndir vonandi ómengaðar af pólitík.

Það vita það svo sem allir að þetta mun verða hápólitískt mál og varla hægt að ætlast til að stjórnmálamenn myndu stíga til hliðar og leyfa almenningi að taka upplýsta ákvörðun, en ég ætla samt að leyfa mér að skora á kollega mína að gera það. Vil reyndar taka það fram að það er ekki allskostar rétt að um þessa hugmyndafræði hafi ekki verið rætt í allsherjarnefnd í dag. Ég spurði nefndarmenn eiginlega nákvæmlega sömu spurningu og háttvirtur þingmaður Lilja Mósesdóttir spyrði formann allsherjarnefndar og um það var rætt og flestir þarna inni á þeirri skoðun að stjórnmálamenn gætu ekki dregið sig til hliðar.

En það er mikilvægt að þetta mál snúist ekki um stjórnir og flokka, núna á réttur almennings að vera í forgrunni. Réttur almennings til að hafa áhrif á framtíð sína.

Ég vil þakka forseta lýðveldisins fyrir að standa með þjóðinni en ekki fjármagnseigendum – fáir forsetar hefðu gert hið sama og á hann innilegar þakkir fyrir.

Ég hvet almenning til að vera vakandi fyrir áróðri, hér varð til dæmis enginn dómsdagur þó hæstvirtri ríkisstjórn hafi næstum því tekist að hræða líftóruna úr þjóðinni daginn sem forseti íslands ákvað að hlusta á ákall hennar. Nei hér varð enginn dómsdagur frekar enn fyrri daginn og því mikilvægt að fólk byggi sínar ákvarðanir varðandi þetta mál útfrá staðreyndum en ekki ótta.


mbl.is Telegraph: Engin ástæða til að Íslendingar greiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Fáum manneskjum hef ég hitt sem er jafn bölvanlega við lýðræði og skoðanaskipti eins og Birgitta Jónsdóttir.  Í því ljósi er dálítið undarlegt að sjá þennan pistil uppfullan af einhverjum populisma um meinta lýðræðisást.

Jafnvel enn undarlegra er að lesa þessa ást á að vilji þjóðarinnar verði ofaná og það hjá þingmanni sem hangir á þingi þrátt fyrir að vera rúin trausti kjósenda sinna og þjóðarinnar allrar.

Birgitta, ef þú vilt virða vilja þjóðarinnar þá ættir þú að segja af þér þingmennsku.

Jón Kristófer Arnarson, 9.1.2010 kl. 17:36

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

enn og aftur Jón þá ætla ég ekki að fara að munnhöggvast við þig

Birgitta Jónsdóttir, 9.1.2010 kl. 18:08

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú hefur traust Birgitta mín. Hlustaðu ekki á svona neikvæðni og hatursmöntrur.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2010 kl. 18:39

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú mættir annars laga textann svolítið. Það skortir eitthvað á bil milli orða.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2010 kl. 18:40

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk fyrir Jón Steinar bæði jákvæðnina og ábendinguna - orðin eiga það til að klessast saman þegar ég færi ræður úr word:) búin að laga þetta.

Birgitta Jónsdóttir, 9.1.2010 kl. 19:55

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Get ekki annað en tekið undir með Jóni Kristófer..

hilmar jónsson, 9.1.2010 kl. 20:44

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Fáar manneskjur hef ég hitt og kynnst sem eru jafn lýðræðisþenkjandi og Birgitta Jónsdóttir. Ef allir eldar sem brenna væru jafn fullir af réttlætishugsjónum og sálareldurinn hennar væri heimurinn sannarlega fyrirmyndarstaður að búa á!

Vilji hennar til lýðræðisumbóta og réttlætis er greinilega svo sterkur að einhverjum stendur ógn af. Nógu mikil til að standa í ómálefnalegu skítkasti og öðrum subbuskap.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.1.2010 kl. 21:41

8 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

,, Ég umber og læt sem vind um eyru þjóta skammir og skæting í athugasemdum við suma bloggpistla, þar sem sömu mennirnir þusa undir mismunandi dulnefnum og taka undir með sjálfum sér. Mér finnst bara gott að vita að ég kem stundum við kaunin á einhverjum og lít þannig á að þar segi slæm samviska þeirra sjálfra til sín."

Lára Hanna Einarsdóttir
http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/01/09/vellystingar-og-vesaldomur/

Þórður Björn Sigurðsson, 9.1.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband