Leita í fréttum mbl.is

Kosningarloforð allra flokka um þjóðaratkvæðagreiðslur

Í kosningastefnuskrám VG síðastliðið vor mátti finna heitstrengingar um að tiltekinn hluti landsmanna gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslur:

Kosningaáherslur VG samþykktar á landsfundi í mars 2009

Aukið lýðræði – vegur til framtíðar

Lýðræðisumbætur

Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (t.d. 20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga.

************************************************************

Stefnuskrá Hreyfingarinnar:

Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um mál sem varða þjóðarhag óski 7% þjóðarinnar þess. 

Sama skal gilda um þingrof.

Það er því engum vafa undirorpið að Ólafur Ragnar á stuðning í stefnuskrám VG og Borgarahreyfingarinnar, sem margir töldu helstu sigurvegara þingkosninga á síðasta ári. Þegar hafa yfir 20% atkvæðisbærra manna skrifað undir áskorun til forsetans um að synja lögunum staðfestingar. Í kosningastefnu VG er þess sérstaklega getið að þetta eigi við um „öll stórmál“. Forsetinn þarf því ekki að hafa áhyggjur af eftirákenningum um að mál er varða á einhvern hátt samskipti Íslendinga við önnur ríki eigi ekki erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í vikunni greiddu tæp 48% þingmanna atkvæði með tillögu um að málinu yrði vísað í þjóðaratkvæði. Það er langt yfir þeim 30% þingmanna sem getið er í stefnuskrá Samfylkingarinnar að þurfi til að mál fari í þjóðaratkvæði.

***************************************************************************

Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2009

Nauðsynlegt er að breyta stjórnarskrá til að tryggja þjóðareign á sameiginlegum auðlindum, rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna og gera kleift að breyta stjórnarskrá með samþykki þings og þjóðar, án þingkosninga.

Lýðræði og jafnrétti - stjórnkerfisumbætur

Umbætur á stjórnkerfi og ný stjórnarskrá

Þjóðaratkvæðagreiðslur.

Milliliðalaust lýðræði verði aukið verulega á kostnað fulltrúalýðræðisins.

Tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Minnihluti þingmanna, t.d. 30 % þingmanna, getur kallað eftir þjóðaratkvæði um samþykkt lög áður en forseti hefur staðfest þau.

Reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Það er því ljóst að forsetinn á góðan stuðning við stefnumörkun sína frá 2004 í nýlegri stefnuskrá Samfylkingar. Stefnuskrá sem sett var í aðdraganda síðustu þingkosninga. Stefnuskrá sem hvetur til þess að „milliliðalaust lýðræði verði aukið verulega á kostnað fulltrúalýðræðisins“ og að tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

**************************************************************

Í stefnuskrá Framsóknarflokksins frá vorinu 2009 segir einnig:

Aukið lýðræði - vegur til framtíðar

Þjóðaratkvæðagreiðslur

Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (15-20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslu um öll stórmál.

Lýðræðisleg ákvörðun um ESB


Lýðræði og réttlæti fyrir okkur öll

Við viljum að heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu verði auknar og oftar leitað beint til þjóðarinnar.

****************************************************************

Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins árið 2009 sagði:

Ályktun um réttarfars- og stjórnskipunarmál Landsfundur telur að setja skuli almenn lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna og þær lágmarkskröfur sem gera á um stuðning við mál á Alþingi og við þjóðaratkvæðagreiðslu.

*****************************************************************

Þegar allir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi hafa lagt fram stefnu um að auka vægi beins lýðræðis og stjórnarflokkarnir beinlínis sett fram tiltekin skilyrði um þjóðaratkvæðagreiðslur sem nú hefur verið fullnægt með afgerandi hætti, hver er þá vandi Ólafs Ragnars Grímssonar?

Það getur varla verið vandamál þegar stefnuskrár allra flokka, undirskriftir tugþúsunda manna og skoðanakannanir eru í samræmi við þá stefnu sem forsetinn markaði árið 2004.

samantekt: Cilla 


mbl.is Forsetinn leiti álits lögmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Forsetinn einfaldlega verður að hafna undirskrift og skipa þjóðstjórn í framhaldi af falli vinstrikommúnistastjórnarinnar - hinnar alverstu stjórnar í sögu lýðveldisin, sem því miður varð afurð búsáhaldabyltingarinnar og með stuðningi Framsóknar.

Þjóðstjórn strax - takk !!!

Sigurður Sigurðsson, 4.1.2010 kl. 10:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta, sammála síðasta ræðumanni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2010 kl. 10:43

3 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Það hefur ekkert breyst á Íslandi, hér er sama gjörspillta sifjaspells-stjórnkerfið og hefur alltaf verið, klíkan gengur fyrir á undan hugsjónum. Alþingi er bara stimpilpúði fyrir elítuna sem er núna að ganga að heimilum landsins dauðum.

Það er ólíklegt að ÓRG gangi gegn vinstri.

Axel Pétur Axelsson, 4.1.2010 kl. 11:24

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Birgitta.Er ekki allir þingmenn gangandi um salina með krosslagða fingur fyrir aftan bak ?

Hvar er sannfæringin ?

Flokkræðið er að drepa niður þjóðfélagið.

Ég tek undir það,að ekkert nema þjóðstjórn,með vel völdum mönnum,er það sem bjargar þjóðinni.

Ingvi Rúnar Einarsson, 4.1.2010 kl. 21:23

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Ákvörðun Forseta er harmleikur fyrir alla Íslendinga

Halldór Sigurðsson, 5.1.2010 kl. 18:39

6 Smámynd: Brattur

Svei forseta vorum og stjórnarandstöðu... svei...

Brattur, 5.1.2010 kl. 20:51

7 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Það er ein villa í þessari samantekt Cillu.  Það eru engin kosningaloforð Hreyfingarinnar til heldur var það Borgarahreyfingin sem bauð fram.   Hreyfingin hefur aldrei boðið fram til þings. 

Strax eftir að þremenningarnir komu á þing hófu þeir hrossakaup með stefnu Borgarahreyfingarinnar sem frægt er orðið. 

Sættu sig svo ekki við lýðræðisleg vinnubrögð og niðurstöðu og sögðu sig úr Borgarahreyfingunni.

Rétt að halda þessu til haga.  Eins hinu að Borgarahreyfingin er enn til og gengur ágætlega án þingmannanna.

Jón Kristófer Arnarson, 5.1.2010 kl. 21:37

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

já fussum svei og fussum svei meira yfir þeirri hræðilegu synd forsetans að gefa þjóðinni það sem hún kallaði eftir, þvílík ægileg skömm að veita þjóðinni umboð til að taka afgerandi afstöðu um framtíð sína ...

í alvöru Jón er ekki komið nóg? ég óska þess með sanni að borgarahreyfingunni gangi vel en þú nærð mér ekki út í eitthvað orðaskak við þig hér nú frekar enn fyrri daginn.

Birgitta Jónsdóttir, 5.1.2010 kl. 23:17

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Yfirgnæfandi þeirra sem tekið hafa þátt í netkosningum tveggja erlendra fjölmiðla styður málstað Íslendinga í Icesave-málinu. Um eða yfir 90% telja að Íslendingar eigi ekki að greiða hollenskum og breskum stjórnvöldum vegna Icesave-reikninganna.

EIns og AMX greindi frá í morgun er netkosning hjá breska dagblaðinu Guardian. Spurning blaðsins er einföld: Á að þvinga Íslendinga að greiða [Icesave]? Þegar þetta er skrifað hafa 89,5% þeirra sem tekið hafa þátt í kosningunni svarað neitandi. Ísland sé lítið land sem eigi að gefa tækifæri.

The Wall Street Journal er einnig með netkosningu. Þar er spurningin: Á Ísland að bæta tjón breskra sparifjáreigenda sem töpuðu fjármunum á Icesave-reikningum?

Nær 91% segja að Íslendingar eigi ekki að bæta sparifjáreigendum tjónið. Alls hafa liðlega 3.400 tekið þátt í kosningunni þegar þetta er skrifað.

Kosningin á Guardian

Kosning á The Wall Street Journal

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 01:13

10 Smámynd: Brattur

Skoðannakönnun Capacent frá því í gær sýnir að Íslendingar muni samþykkja Icesave lögn þveröfugt við það sem forsetinn hefur haldið fram.

Brattur, 7.1.2010 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.