Leita í fréttum mbl.is

Skjal sem lekið var á wikileaks 30.12.09 - memo af Ecofin fundinum

Í þessu skjali sem skrifað var í nóvember 2008 kemur fram að íslendingar voru tilbúnir að falla frá dómstólaleiðinni vegna hótana og kúgunar frá vinaþjóðum okkar í EU. Hvet fólk til að lesa þetta alltsaman, textinn er bæði á íslensku og ensku. Vinsamlegast dreifið sem víðast því þó þetta skjal sé komið í almenna dreifingu er það ekki komið inn á island.is

WIKILEAKS Wed Dec 30 05:00:00 GMT 2009 (updated 9:24, with additional pages).


The following document is one of 23 withheld from the Icelandic public relating to the Icesave dispute. The Minister of Finance issued a gag order on the documents. Even the country's parliamentarians may only see them under strict supervision. 

The Icelandic parliament is due to consider the “Icesave bill” at noon today. The bill would have Iceland pay nearly four years worth of its entire economy (GDP) to investors from the UK, the Netherlands, Germany and other countries who participated in the failed Landsbanki “Icesave” scheme.

The leaked memo, from Iceland's Ministry of Foreign Affairs, details a meeting held on November 12, 2008 in Brussels, in which the Icelandic delegation, quite naively, “begged for mercy” before seven EU Representatives (Germany, UK, Netherlands, Austria, Finland, Sweden and Denmark). 

The document details how EU representatives attempted to force Iceland into taking on the debt burden coming out of the EEA Agreement. 

The meeting was a follow up to the Ecofin meeting of November 4, 2008. The Ministry's author is not named, but similar documents have been written by Martin Eyjólfsson.

The original memo contains typographical and other errors. As a matter of historical accuracy, these have been retained.


Julian Assange, editor
julian@sunshinepress.org

Fundur 7 fastafulltrúa ESB með Íslandi vegna lagaálits í kjölfar Ecofin 4. nóv. 08

Stefán Haukur Jóhannesson, Martin Eyjólfsson, Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir og Peter Dyrberg áttu fund sem franska formennskuríki ESB boðaði til í dag til að meta stöðuna eftir ECOFIN fundinn í síðustu viku. Fundurinn fór fram kl. 15 og viðstaddir voru, auk Frakka sem leiddu fundinn, lagasérsfræðingar í hópi sem omið var á til að gefa álit um túlkun á tilskipuninni, Jean Claude Piris, fulltrúar frá framkvæmdarstjóra ESB, fastafulltrúar Þjóðverja, Breta, Hollendinga, Austurríkismanna, Finna, Svía og Dana.

Peter Sellal, franski fastafulltrúinn hóf fundinn á því að lýsa því að ráðherrar höfðu samþykkt á Ecofinfundi sem haldinn hefði verið í síðustu viku að fá lagalega vissu fyrir túlkun á umræddri tilskipun "legal clarity". Ráðherrarnir hefðu samþykkt skipun 5 manna hóps til að gefa álit um stöðuna og voru skoðanir ESB nefndar í því samhengi. Fulltrúi EFTA hefði verið sá eini sem ekki tólk þátt. Síðan rakti Sellal það sem gerst hefði, að Árni hefði skrifað Lagerde bréf þar sem því var lýst að ekki væri hægt að fallast á þá málsmeðferð sem hefði verið samþykkt á fundi fjármálaráðherra. Því næst opnaði hann fyrir umræður.

Stefán Haukur þakkaði fyrir það tækifæri að hittast á þessum vettvangi og skiptast á skoðunum. Einnig þakkaði hann frönsku formennskunni fyrir það frumkvæði sem hún hefur tekið í málinu til að reyna að finna leið út úr þeim vanda sem uppi væri. Allir viti hvernig ástandið sé á Íslandi, og þær skuldbindingar sem um ræðir séu gífurlega miklar (60% GDP). Stefán gerði grein fyrir bréfi Árna Matthiesen, fjármálaráðherra, til Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, frá 7. nóvember sl. og tíundaði þær athugasemdir sem þar komu fram fyrir því að Ísland taldi sér ekki fært að taka þátt í því ferli sem ákveðið var á Ecofinfundinum.

Stefán gaf Martin orðið sem sagði í upphafi að það væri mikilvægt að viðstaddir gerðu sér grein fyrir því hvaða aðstaða væri upp komin á Ísland og hversu skjótt veður hafi skipast á lofti.

Fjármálakrísan hefði skollið á Ísland með þeim hætti að engin önnur þjóð hefði orðið verr úti. Fjármálageirinn hefði nánast hrunið til grunna á einni viku og ríkið hefði fengið 85% af fjármálageiranum í fangið. Til samanburðar, vísaði Martin í grein í Financial Times, sem Daniel Gros hagfræðingur skrifaði í lok september, og hann hafði komist þannig að orði að Barclays, hvers efnahagsreikningur er jafnstór þjóðarframleiðslu Breta, væri ekki aðeins of stór til þess að fara á hausinn heldur væri hann einnig of stór til þess að hægt væri að bjarga honum. Í greininni segir Gros að það eina sem Bretar, sem hafa ekki aðgang að Seðlabanka Evrópu, geti gert í tilviki Barclays er að biðja til Guðs að hann fari ekki á hausinn. Sé þetta sett í samhengi við Ísland þá hafi 10 Barclays bankar siglt í strand á einni viku! Fyrir utan þetta sé fjöldi innlánareikninga í útibúum íslenskra banka erlendis mun fleiri en Íslendingar. ME gerði ennfremur grein fyrir fyrirsjáanlegum breytingum á öðrum hagstærðum, s.s. áhrif á þjóðarframleiðslu, skuldastöðu ríkisins, fjárlög og margföldun atvinnuleysis. Þá var gerð grein fyrir áhrif gengislækkunar á skuldsetningu heimila og fyrirtækja, m.a. sjávarútvegs, og einnig gerð grein fyrir mikill lækkun á heimsmarkaðsverði á áli, sem væri burðarás íslensks atvinnulífs auk sjávarútvegs og fjármálageira sem nú væri hruninn, á síðustu misserum. Það væri mjög mikilvægt að aðildarríki ESB gerðu sér grein fyrir þeirri stöðu sem Ísland væri nú í.

Því næst lýsti Martin almennum aðstæðum í íslensku samfélagi. Mikil reiði væri meðal almennings, margir hefðu tapað ævisparnaði sínum, fólk væri að missa atvinnu og gríðarmiklir efnahagsörðugleikar framundan. Þá teldi fólk gróflega á sér brotið og ætti bágt með að skilja að því að örfáir einstaklingar í einkafyrirtækjum gætu steypt næstu kynslóðum í Icesaveskuldir. Reiði almennings beindist líka að yfirvöldum og sl. helgi hefðu átt sér stað fjölmennustu mótmæli síðan Ísland gekk í Nato um miðja síðustu öld, eggjum og tómötum hefði verið kastað á Alþingishúsið og einn mótmælanda hefði náð að klifra upp á þak Alþingishússins og náð að draga fána (ekki þann íslenska þó!) að húni. Reiðin beindist líka að Bretum sem hafa beitt ,,anti terrorist'' löggjöfinni með hrikalegum afleiðingum fyrir orðspor Íslands og íslensk fyrirtæki um allan heim. Almenningur teldi það gróft ofbeldi gegn þjóðinni og skildi ekki slíkar aðgerðir frá vinaþjóð. Íslensk stjórnvöld hefðu mótmælt því harðlega og rétt væri að halda því vel til haga á þessum fundi einnig.

Sellal sagði alla vita vel við hvaða vanda við ættum að etja. Verkefnið væri að reyna að finna lausn á þessu og það væri markmið fundarins að reyna að varða leið út úr þeim vandamálum sem uppi væru. ESB væri reiðubunið til að veita aðstoð. Aðdragandi málsins væri sá að allir á Ecofin fundinum hefðu verið hissa á þeirri lagalegu óvissu sem við hefðum talið málið vera í. Skýra þyrfti hina lagalegu stöðu málsins og því hefði verið valin sú leið sem farin var. Spurninginn sem hópurinn fékkst við hafi verið mjög skýr en núverandi ástand skapaði force majeur. Þeirri spurningu hefði verið beint til hópsins hvort hægt væri að vekja force majeur en hópurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að komast undan skyldum tilskipunarinnar undir slíkum kringumstæðum. Álitið væri skýrt og öll 27 aðildarríki ESB væru ósammála túlkun Íslands.

Mandelson, fulltrúi framkvæmdarstjórnarinnar í lagahópnum sagði að um hefði verið að ræða málsmeðferð sem stæði fyrir utan EESsamninginn. Þess vegna hefði spurningin sem hópurinn fékk til úrlausnar þurft að vera skýr og afmörkuð sem hún hafi verið. Svara hefði þurft tveimur spurningum. Sú fyrsta hefði verið hvort það að hafa tryggingakerfi sem gat ekki staðið skil á lágmarksinnistæðuvernd væri brot á EESsamningnum. Í annan stað að 24. mgr. aðfararorðanna hafi ekki haft það hlutverk að leysa ríki undan skyldum sínum. Túlkun þessara málsgreinar sé mikilvægust í lagaálitinu. Ekki sé rétt að túlka tilskipunina þannig að ríki beri ekki ábyrgð samkvæmt henni.

Martin byrjaði á því að greina frá því að ein grundvallarforsenda fyrir blómlegri þátttöku minni ríkja í alþjóðakerfinu byggðist á virðingu fyrir alþjóðalögum. Þegar deilur kæmu upp væri mikilvægt að þau væru ekki svipt rétti til réttlátrar og sanngjarnrar málsmeðferðar. Spurningin sem uppi væri snérist um stærstu skuldbindingu sem Ísland hefði nokkurn tímann staðið frammi fyrir og því legði ríkisstjórnin höfuðáherslu að á ekki léki minnsti vafi á lagaskyldunni. Sá lögfræðiprófessor á Íslandi sem hefði hvað mest kennivald á sviði Evrópuréttar og fv. ad hoc dómari við EFTAdómstólinn hefði skilað áliti um að greiðsluskylda Íslands væri afar takmörkuð undir núverandi kringumstæðum. Margir hefðu tekið undir það og því væri mikilvægt að fá úr þessu skorið. Þá ítrekaði MArtin skýringar Stefáns Hauks frá því í upphafi fundar að sá farvegur sem málið hefði farið í eftir Ecofinfundinn hefði ekki verið í samræmi við skilning fjármálaráðherra Íslands á því sem þar var ákveðið. Martin gerði því næst grein fyrir þeim lagaágreiningi sem uppi væri og týndi þau lagarök til sem uppi hafa verið á fyrri fundum [bæði með Bretum og Hollendum og eins með fastafulltrúum Danmerkur og Svía í gær o.fl., og komið hafa fram í erindi til ESA](sjóðurinn var settur upp og engar athugasemdir við innleiðingu, fjármálageiri eigi sjálfur að bera kostnað af tryggingarkerfi ekki skattgreiðendur, sérstakar aðstæður á Íslandi ,,force major'' leiða til þess að tilskipunin eigi ekki við og aðgerðir miðist að því að viðhalda gangandi bankakerfi á Íslandi það sé grunnskylda hvers ríkis í markaðshagkerfi og slíkt réttlæti aðgerðir okkar). Mestum tíma var eitt í að skýra síðastnefndu röksemdina og hana þyrfti að hafa í huga þegar aðgerðir ríkisstjórnar Íslands væru settar á mælistiku EESsamningsins.

Sellal lagði áherslu á að ekki væri hægt að komast með málið lengra nema að ekki leiki minnsti vafi á lagaskyldunni til greiðslu lágmarksverndarinnar. Fyrr væri ekki hægt að ræða málið á pólitískum forsendum. Hægt væri að byggja viðræðurnar á áliti lagasérfræðinganna. Ef að aðilar geti komið saman um það þá sé hægt að ná niðurstöðu fljótt og vel, og ESB og aðildarríkin muni koma hratt til aðstoðar til þess að loka ,,fjárhagspakkanum'' á vettvangi IMF. Nefndi hann bréf Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Macro Financial Assistance líka í þessu sambandi.

Hollenski fastafulltrúinn sagðist taka heilshugar undir það sem franski fastafulltrúinn hefði sagt. Staðan núna væri óásættanleg. Nú ríki misskilningur varðandi málsmeðferðina sem sé óásættanlegt. Íslenski fjármálaráðherrann hefði sagt að hann myndi fara eftir lagaálitinu en vildi að það yrði hlutlaust (arbitrage) og hópurinn hefði verið kallaður til að hans frumkvæði. Fullt samkomulag hefði ríkt um að ákvörðun meirihluta hópsins yrði bindandi fyrir málsaðila. Trúverðuleiki Íslands hefði beðið hnekki. Hollendingar lýstu þó einnig yfir vilja til að aðstoða okkur og finna bindandi lausn fyrir alla á grundvelli alþjóðlegra skuldbindinga okkar, en þær þyrfti að virða og ekki mætti leika nokkur vafi á því.

Þýski fastafulltrúinn sagði þá þurfa að vita hvort Ísland ætlaði að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Það hafi verið stór mistöðk að fulltrúi Íslands, EFTAfulltrúinn, hefði dregið sig út úr starfinu. Þar hefði gefist gott tækifæri til að koma sjónarmiðum á framfæri. Nú sé staðan sú að í raun sé málið í meiri hnút og nú liggi á að finna lausn. Ástandið sé óásættanlegt.

Bretland sagði að þessi málsmeðferð væri bindandi. Álitið væri góð lagaleg greining. Ekki hefði verið hægt að gera það betur. Þá sagði Bretinn að ef aðilar hefðu komist að niðurstöðu um beita jafnri meðferð (nondiscrimination) þá hefði verið hægt að leysa þann hnút sem IMF lánið væri komið í. EIna sem þurfi til sé sameiginlegur skilningur svo hægt sé að þoka málum áfram.

Svíar sögðust tilbúnir til að styðja okkur verulega fjárhagslega. Það væri hins vegar bundið farsælli lausn á því vandmáli sem uppi væri í samskiptum Íslands og sumra aðildarríkja ESB. Þeir tækju undir athugasemdir fyrri ræðumanna. Við þyrftum hins vegar að komast yfir þetta og hvöttu okkur til að leysa ágreininginn hið fyrsta. Álitið væri gott.

Danir sögðu Norðurlöndin vera sameiginlega að reyna að finna lausn á þessum IMF pakka. IMFlánið sé hins vegar háð því að við virðum alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Formennskuríkið sé núna í hlutverki "honest broker". Fari málið dómstólaleiðina taki það langan tíma. Málið snúist um að virða grundvallarreglur um lagalegar skyldur. Ef við samþykktum þær væri hægt að finna skjóta lausn á málinu.

Finnar tóku til máls og sögðust hafa mikla samúð með Íslendingum. 

Martin ítrekaði stuttlega röksemdir Íslands fyrir því að fallast ekki á þá lagalegu meðferð sem málið var sett í eftir Ecofin fundinn. Hún samræmist ekki þeim lágmarkskröfum um málsmeðferð sem Árni Mathiesen, íslenski fjármálaráðherrann, hefði talið sig hafa samþykkt á fundinum.

Austurríki sagði að þeir vildu ekki draga þennan tíma lagalegrar óvissu á langinn. Það fyrirkomulag sem hefði verið samþykkt í síðustu viku hefði verið til að hjálpa Íslandi. IMF gangi ekki upp nema búið sé að eyða þeirri óvissu.

Danski fastafulltrúinn sagði að skilaboðin til ríkisstjórnarinnar væru þau að um væri að ræða hóp sem væru vinir Íslands meðal EESríkjanna en ekki ESB. Spurningin snérist um framkvæmd á EESsamningnum.

Holland sagði að ef hægt væri að samþykkja lagalegar skyldur samkvæmt álitinu væri hægt að ræða framkvæmdina. Engar upphæðir verði ræddar í því sambandi, frá því hafi verið gengið í MoU.

Sellal dró saman niðurstöðu fundarins í eftirfarandi (sjá einnig fyrri tölvupóst):


*Our evaluation*
*
"EU Commission and the member states concerned accept to discuss the modalities of the financial scheme to assist Iceland through the EU, the IMF and bilaterally."

This will open up a political approach to the issue by the EU side. That entails i.a. the length of an Icesave loan and interest rates. Amounts will difficult to negotiate but not entirely excluded. This seems to indicate that the negotiations will be on a multilateral track as the EU Commission and the Council Services will be involved.

If the EFTA Court will come to a different conclusion on the legal obligation then that will be binding according to the EEA Agreement.

The positive points:
a)Dispute brought onto a multilateral track under the guidance of EU.
b)Unblocks the IMF funding.
c)Nordics will support.
d)Opening up of financial scheme to help Iceland through the EU, the IFM and
bilaterally.
e)Opening for settlement with the UK and Netherlands in a wider context.
f)Helps to restore confidence in Iceland as a reliable partner.
g)EEA procedures mentioned

Negative points:
a)Iceland accepts the legal obligation in the Directive enshrined in the legal opinion
and that is not negotiable.
b)Reference to EEA procedures vague.c)Hard to see how the EFTA Court should be called to rule on the matter. If it would hard to see how the Icelandic Government can on the one hand accept the legal obligation and on the other challenge it.d)Scope for negotiations in Icesave context (UK, NL) unclear.

Next steps:
The member states will respond the French Presidency tomorrow morning (Wednesday 12. Nov.)
They will seek acceptance/rejection from Iceland tomorrow (12. November). We will inform them on the latest proposal of the deputy DG of the IMF after his conversation with GHH yesterday and say we can not react until reactions from the UK and Netherlands have been sought.It is important to obtain response from the Government swiftly after the Douche and UK reactions to the IMF proposal . There seems to be momentum to act swiftly on the EU side to unblock the IMF arrangement on implement further financial support (esp. Macro Financial Assistance).


mbl.is Björn Valur: Umræðan á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2010

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 509622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband