Leita í fréttum mbl.is

Að vera eða vera ekki á moggabloggi

Viðbót: Tómas Ha og eyjan.is hafa gagnrýnt mig fyrir að fordæma ritskoðun á mbl.is á meðan ég stunda hið sama sjálf. Mér finnst þetta ekki sambærilegt: Mér finnst mikill munur á að loka á einstaka ruddaleg komment og að loka fyrir alla sem vilja tjá sig hjá mér en það gerði mbl.is, þeir lokuðu á alla sem vildu tjá sig um fréttina. Það að loka á komment sem í raun og veru gera fréttina enn meiri stórfrétt finnst mér alvarlegt. Þ.e.a.s. að maður sem er náinn vinur og samstarfsmaður Davíðs Oddsonar að veitast að sáru fólki þá er það vel. Mér finnst það bara óásættanlegt. Það hefði verið hægt að setja inn eða taka viðtal við fólkið sem Ólafur veittist að til að skapa jafnvægi í fréttinni. 

Ég ákvað á sínum tíma að fá mér aðsetur hér á mbl.is til að nýta mér frábæra tækni sem þeir hafa þróað til að búa til tengslanet og til að koma fréttum og skoðunum á framfæri. Ég hef mælt með því við fjölda manns að fá sér moggablogg vegna þess að mér hefur fundist þeirra vefsvæði bjóða upp á bestu möguleikana til að vera í samskiptum og fylgjast með nokkrum firnagóðum bloggurum.

Ég hef lagt mikla vinnu í bloggið mitt og oft fundist frábært að geta haft aðstöðu til að blogga við fréttir, því þar hefur maður haft kost á að leiðrétta ef rangt er farið með staðreyndir í fréttum og kannski bæta einhverju við ef upp á vantar. 

En það hefur líka sína ókosti að blogga hér -inn á bloggið mitt flæðir oft mikill flaumur af svokölluðum tröllum - fólk sem eys úr sér þvílíkum viðbjóði og mannvonsku að í fyrstu fékk maður hland fyrir hjartað þegar þetta flæddi inn í innboxið mitt og á síðu sem ég ber ábyrgð á.

Í fyrstu reyndi ég að svara þessu fólki á málefnalegan máta en sá að það var hræðilegur tímaþjófur og þetta fólk var ekki tilbúið að hlusta á nein rök - heldur vildi lík og Ólafur Klemm snappa sér fæting.

Því hef ég lokað á nokkur af þessum tröllum og hafa þau ekki aðgang að kommentakerfi mínu - segja má að það sé einskonar ritskoðun. Tek það fram að það er eingöngu fólk sem hefur verið með persónulega níð á mig eða aðra sem tjá sig á bloggi mínu.

Í fyrradag og í gær varð ég vitni af einhverju sem ég get ekki sætt við mig hér á mbl.is. Ritskoðun sem er ófyrirgefanleg. Lokað var við og allar tengingar við færslur er lúta að fréttum er tengdust ofbeldisfullri hegðun bræðranna Klemensson við mótmælendur á gamlársdag. Þegar fréttin kom fyrst fram á mbl.is var ekki vitað hverjir þessir menn voru - það afhjúpaðist síðan hér í bloggheimum að mennirnir sem ógnuðu fólki sem var verið að hlúa að eftir að hafa fengið piparúða í augun, væru opinberir starfsmenn. Ekki nóg með það - þá kom í ljós að annar þessara manna var svæfingarlæknir og hinn hagfræðingur í Seðlabankanum - ásamt því að vera persónulegur og náinn vinur Davíðs Oddssonar sem og Geirs Haarde. 

Þegar þetta var orðið augljóst og mennirnir harðlega gagnrýndir fyrir ofbeldisfulla hegðun og fjöldi vitna komin fram sem urðu fyrir barðinu á þeim lýst sinni reynslu - þá ákvað ritstjórn mbl.is að loka og fjarlægja tengingar við fréttina. Fyrst var bara fjarlægt það sem stóð við fréttina "Taldi sér ógnað", síðan sá ég að einnig væri búið fjarlægja möguleikann á að tengja við fyrstu fréttina og myndbandið af bræðrunum að ógna og stugga við fólki sem er ekki að gera þeim neitt. 

Svör ritstjórnar mbl.is eru aumlegt yfirklór en hér er svar frá þeim: "Við þessa frétt og aðra til voru skrifaðar svívirðingar og hótanir við nafngreindan einstakling sem ekki þótti hæfa að birta á mbl.is.
Með kveðju,
Árni Matthíasson"

Það hefði verið snyrtilegra og meiri viska í því hjá ritstjórn mbl.is að fjarlægja aðeins þau blogg sem innihéldu slíkt en flest þau blogg sem voru tengd við þessar fréttir innihéldu ekkert sem flokka mætti undir sem hótanir. Þau innihéldu aftur á móti mikilvægar viðbætur við þessar fréttir af hendi sjónarvotta, sem og um hverjir þessir menn væru.

Mér finnst að mbl.is ætti að biðja lesendur sína afsökunar um að hreinlega halda viljandi frá því mikilvæga viðbót við frétt sem í löndum með siðferði á öllu hærra stigi, þætti stórfrétt. 

Ég er alvarlega að íhuga að taka saman poka minn hér á mbl.is og fara á önnur mið. Finnst það leitt en ég get ekki lagt nafn mitt við slíka ritskoðun sem augljóslega er aðeins út af þrýstingi að ofan. Það er bara svo augljóst. Það er annars svo merkilegt að fylgjast með því að það er alger þöggun um þetta í öðrum fjölmiðlum. En hægt að fá greinagóða útlistun á this.is/nei.

Ég óska eftir hugmyndum um hvert væri sniðugt að færa sig, ég hef ekki áhuga á að vera inni á visir.is 

p.s. Skora á fólk að skoða myndbönd sem hægt er að finna hjá sumum er tengja við þessa frétt, þar sem sýnt er hvernig Kínverjar hamfletta dýrin á meðan þau eru lifandi. Það er alls ekki fyrir viðkvæmt fólk - ég varð að slökkva á þessu áður en myndbandið var að fullu búið...

 


mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Bloggfærslur 4. janúar 2009

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband