Leita í fréttum mbl.is

Lögreglan þurfti EKKI að beita piparúða

Bendi ykkur að lesa bloggið mitt hér fyrir neðan - svona fréttamennska er til skammar. Af hverju kemur ekki fram af hverju þau voru handtekin. Ég skal lofa ykkur því að þau hafi aðeins neitað að fara að fyrirmælum lögreglu sem lögreglan gerði þeim ómögulegt um vik að hlýða vegna þess hve ófaglega hún stóð að verki í dag. Ekki svara þessu bloggi fyrr en þú hefur lesið hina færsluna:) þar fer ég yfir viðburði dagsins lið fyrir lið sem sjónarvottur.
mbl.is Þremenningunum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atburðarrásin á atburðunum við Hótel Borg í dag

dscf4366.jpgÉg er ein af þeim sem Ingibjörg lítur ekki á sem þjóðina. Því er ég væntanlega óþjóðleg. Ég fer aldrei í mótmæli til að mótmæla fyrir aðra. Ég fer eingöngu vegna þess að siðferðiskennd minni er misboðið. Í dag mætti ég vegna þess að ég er búin að fá svo mikið upp í kok á spillingunni sem ráðamenn leggja blessun sína á með aðgerðaleysi sínu. Enginn hefur axlað ábyrgð og ég held svei mér þá að fólkið í dag hafi gert þjóðinni stórkostlegan greiða með því að hlífa henni við bráðaþunglyndi sem Geir veldur henni með því að opna sinn óheiðarleikamunn, svo lygaloðinn að það getur ekki verið heilbrigt.

Mér finnst leitt að lögreglumaður kinnbrotnaði - ég hef aldrei verið samþykkt ofbeldi. En við skulum hafa það hugfast að það var lögreglan sem hleypti þessu upp eins og henni er einni lagið. 

1. Fyrst voru fyrir í anddyrinu starfsfólk Hótel Borgar - ásamt einhverju af starfsfólki stöðvar 2 - þetta fólk leit svo á að það ætti að verja hótelið (skil það svo sem alveg) og gekk fram af mikilli ákefð og var frekar ofbeldisfullt. Mótmælendur sem ég sá beittu þau ekki ofbeldi en þröngvaði sér inn.

dscf4377.jpg2. Lögregla kom á staðinn og lokaði inn á Hótelið en mótmælendur voru þarna inni í anddyri og það var hrópuð slagorð í ca. 10 mínútur. Ég var aftast og hafði góða yfirsýn og sá ekki nokkurn mann skemma eitt eða neitt eða sýna ofbeldisfulla hegðun. Fólk sat á gólfinu mest allan tímann. 

3. Markmiðið með að vera þarna - var að þetta var eini staðurinn á svæðinu þar sem var einhver möguleiki að það myndi heyrast í okkur. Fólk hefur væntanlega haft mismunandi forsendur fyrir því að vera þarna. Flestir voru þó sammála um slagorð eins og vanhæf ríkisstjórn og þannig held ég að stórum hluta þjóðarinnar líði: að stjórnin sé vanhæf. Markmið mitt var að láta ráðamenn vita að ég er ekki sátt á aðgerðaleysi þeirra, í aðdraganda hrunsins sem og gagnvart allri þeirri spillingu sem hefur komið upp á yfirborðið.

4. Eftir 10 mínútur var kominn mikill fjöldi að lögreglu fyrir utan og ruddust þeir út og hentu fólkinu út sem var næst útihurðinni með miklu og tilefnislausu ofbeldi. Þeir hentu meðal annars mér út - ég fann reiði við það enda hefði verið alveg nóg að biðja mig um að færa mig. Ég settist niður fyrir framan hurðina og lögreglan tók sér stöðu í hurðinni. Ég spurði einn lögreglumann hvort að það væri ólöglegt að sitja þarna, því einhver önnur lögga hafði hrópað að við ættum að fara því þetta væru ólögleg mótmæli. Gaman væri að vita hvað ólögleg mótmæli séu. Á þessum punkti var fólkið inni að syngja og við kölluðum slagorð. Ég hafði áhyggjur af fólkinu þarna inni því það var innikróað en hugsaði, "þeir hljóta að hafa lært eitthvað af aðgerðunum við lögreglustöðina." 

5. Lögreglan biður okkur sem sitjum og stöndum fyrir utan hurðina að færa okkur. Ég vissi þá að þeir ætluðu að rýma inni í anddyri. Færði mig til að hleypa fólkinu út. Það sem tekur við næst er algerlega óafsakanlegt. Fólkið inni í anddyri var innilokað - því var sagt að fara en komst ekkert því lögreglan stóð í vegi fyrir þeim þegar þeir sem voru inni í húsinu hófu að úðaði á þau - sum flæktust í snúrum sem voru á gólfinu og duttu í gólfið en löggan virðist alltaf missa sig í einhverskonar paník og ótta í svona aðstæðum. Það var reyndar greinilegt á myndbandi sem ég tók upp að merkjasendingar á milli þeirra sýndu að þeir ætluðu að ráðast á mótmælendur á óvæntan hátt. 

dscf4406.jpg6. Loks kemst fólkið út og það vorum við mótmælendur enn og aftur sem létum vita af gasinu en ég heyrði bara lögguna öskra út út út. Fólk reiddist, ég reiddist yfir þessu og ég er enn reið. Ég myndi ekki fara út í að berja einhvern enda er það alveg ljóst að þeir aðgerðasinnar og atvinnumótmælendur sem ég þekki hafa aldrei mælt með ofbeldi og standa ekki fyrir slíku. 

7. Ég var þarna um einhverja hríð og sá hvernig ég var allt í einu stödd í einhverju öðru landi en ég hélt að ég byggi við. Óeirðalöggur og þvílíkur fjöldi lögreglu hef ég aldrei séð. Þeir voru í raun og veru fleiri en mótmælendur. Þeir voru að passa upp á að við myndum ekki hrópa slagorð að ráðamönnum enda erum við óþjóðlegur skríll sem þau geta ekki hugsað sér að horfast í augu við. Þessi skríll var á öllum aldri, frá öllum þjóðfélagsstigum enda hafa þau landráð sem við stöndum frammi fyrir komið við kaunin á öllum í samfélaginu. 

8. Það er hryggilegt að sjá að fólk eins og Sigmundur Ernis lýgur án þess að blikna, en það sannar það bara enn og aftur að hann hefur gert það um langa hríð. Ég bið fólk um að setja hlutina í samhengi. Það var ekki ráðist á neina upptökumenn áður en piparúðanum var beitt. Það voru engar snúrur eyðilagðar áður en piparúðanum var beitt. Ég sá ekki neina ráðast á upptökumenn frá stöð 2 en kannski hefur það gerst í dimmu húsasundi, gaman væri að sjá upptökur eða myndir af því. Ég sá að eftir að búið var að úða á fólkið í tvígang að einhver sprengdi flugeld á snúrum sem lágu í tæknibíl sagafilm en ekkert var eyðilagt áður en lögreglan réðst á fólkið algerlega að tilefnislausu.

9. Þetta voru friðsamleg mótmæli áður en lögreglan beitti fólkið ofbeldi. Höldum því til haga. Það sem truflaði mig var að horfa á andlit lögreglumanna og sjá hve þeir gátu ekki leynt eða reyndu ekki einu sinni að leyna óbeitina á mótmælendum. Við skulum líka halda því til haga að fólk mætir á svona mótmæli á eigin forsendum og hver og einn er aðeins ábyrgur fyrir sínum eigin gjörðum. Ég vona að þeir sem köstuðu múrstein á lögregluna gefi sig fram. Ég vona líka að þeir sem beittu úðanum á fólk að tilefnislausu munu verða áminntir um afglöpp í starfi. 


mbl.is Gas Gas Gas á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEYÐAR-BLYSFÖR Á GAMLÁRSDAG

Ég ætla að taka þátt í þessu og verandi atvinnumótmælandi mun ég að taka undir slagorð göngunnar og ætla hér með að mótmæla ÖLLU. Af nógu er að taka:)

NEYÐAR-BLYSFÖR Á GAMLÁRSDAG - MÆTING KL. 13.30
VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ Í LÆKJARGÖTU - allir með blys á lofti!


Á gamlársdegi anno horribilis MMVIII söfnumst við saman við Stjórnarráðið kl. 13.30,
kveikjum á neyðarblysum og lýsum þannig yfir andúð okkar á andvaralausum stjórnmála- og embættismönnum sem með aðstoð ábyrgðarlausra bankastjórnenda og siðlausra auðmanna komu á því nöturlega ástandi sem nú brennir upp heimili okkar, sviptir okkur atvinnutækifærum og framtíð. Síðan höldum við á Austurvöll, að Alþingi og Hótel Borg þar sem formenn stjórnmálaflokkanna bulla í beinni, í Kryddsíld Stöðvar tvö.
Þar tendrum við fleiri blys og viðrum lýðræðið.

Við mótmælum öllu!

 

n537583831_1792125_7946.jpg


ÓGÖNGUR 2008 - NEYÐARBLYSFÖR - Gamlársdag kl. 13.30 - Látum það ganga!

Senn líður að Neyðarblysför Ógöngu 2008. Öllum sem á blysi geta haldið er stefnt að gamla tukthúsinu við Lækjartorg, öðru nafni Stjórnarráð Íslands kl. 13.30 á Gamlársdag.

Tendruð verða blys og síðan gengið að Alþingi við Austurvöll. Að lokum förum við að Hótel Borg (sem enn hýsir góðærisveitingastaðinn Silfur), þar sem formenn stjórnmálaflokkanna bulla í beinni útsendingu í Kryddsíld Stöðvar 2, sem hefst kl. 14.00. Þar eru göngumenn hvattir til að tendra enn fleiri neyðarblys og hávaðasama kínverja. Eins er tilvalið að banka á glugga, skekja spjöld og fána, sleikja rúður eða eins og hver hefur geð til.

Áhugaverur um kröfugöngur, sem hafa mótmælt öllu síðan 1999, skora á landsmenn að sýna hug sinn í verki og minna valdhafa, sem hafa komið okkur á enn kaldari klaka, að við erum þjóðin og þau eru í vinnu hjá okkur en ekki öfugt.

Þjóð gengur þá þrír ganga! - Lifi hugarfarsbyltingin!

Vakin er athygli á því að flugeldasalan Gullborg, Bíldshöfða 18 gefur þátttakendum í Ógöngum 25% afslátt á neyðarblysum. 2-3 blys væru gott veganesti.

- - - - - - - - - - - - - - - - - -

Upphaflegt markmið hinnar galopnu kröfugöngu var að skapa vettvang til að viðra lýðræðið og tjáningarfrelsið. Fyrst með Meðgöngu 1999, svo Afturgöngu 2000, síðan var það Afganga 2001 og Lausaganga 2002 (með afbrigðunum Svalaganga, Sniðganga og Útganga) og síðast fór fram Leynigánga 2003 (eða ekki).

Nú er svo komið í lýðveldi okkar ef lýðveldi skyldi kalla að nauðsynlegt er að bera í bakkafullan lækinn. Það gerum við hér á Fésbókinni - með því að fylla hér síður af kröfum okkar (með veggjakroti eða með ljósmyndum o.fl - sjá neðar hér á síðunni) hverjar sem þær nú eru og endum svo með blysför að stjórnarráðinu á gamlársdag með viðkomu í Kryddsíldinni.

Slagorð Áhugamanna um kröfugöngur:
Vér mótmælum öllu!
Látum það ganga!
Þjóð gengur þá þrír ganga!
Byltingin bloggar sig sjálf!


Sjá nánar sögu Galopnu kröfugöngunnar á vefslóðinni: http://this.is/gangan

 


mbl.is Níu brennur í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2008

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband