Leita í fréttum mbl.is

Bónus EKKI lagt í einelti

Bónus er ekki lagt í einelti. Þeir sem eiga fyrirtækið, hafa verið með siðlausa viðskiptahætti um langt árabil og lagt margan kaupmanninn í einelti með því að beita þá afarkostum og reynt að setja marga þeirra í þrot.

Fólk ætti að hafa það hugfast að Bónus er í þeirri stöðu að eiga líka heildsölurnar sem nú kallast birgjar. Ekki halda að við höfum ekki borgað fyrir peningagjafir Bónus með aukakrónum á helstu nauðsynjar. Bónus er ekki og hefur aldrei verið góðgerðastofnun. Engin stórfyrirtæki eru þannig uppbyggð. Peningastyrkir til vinsælla stofnana er yfirleitt vandlega úthugsað af markaðsdeild þeirra um hvernig þeir geti keypt sér góðvild í samfélaginu sem þeir eru á sama tíma tilberar á.

En hér er Íslenska spilaborgin: ótrúleg ormagryfja

 


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Hvað er borgaraleg óhlýðni?

Fékk þessa greinagóðu lýsingu á borgaralegri óhlýðni í pósthólfið mitt og langaði að deila þessu með ykkur. Það er algengt að fólk skilji ekki alveg út á hvað borgaraleg óhlýðni gangi. Ég var svo heppin að hafa haft tækifæri til að fara á námskeið fyrir nokkrum árum í borgaralegri óhlýðni. Sömu grunnreglurnar liggja alltaf að baki og fannst mér rétt að birta þessar leiðbeiningar hér, svo fólk gæti hætt að tengja saman ofbeldi við slíkar aðgerðir. Auðvitað vona ég að það verði miklu meira um slíka óhlýðni hérlendis - þó svo árangur náist ekki alltaf strax - þá sannar sagan að þessar aðferðir virka.

"Að brjóta lög viljandi í þeim tilgangi að draga athygli að eða réttlæta sýnilegt óréttlæti í lögum eða pólitískum framgangi ríkisins.

Opinber ólögleg hegðun sem er hönnuð til þess að höfða til réttlætiskenndar meirihlutans til þess að breyta lögum án þess að vanvirða reglu við lög þ.e. óofbeldisfullar aðgerðir svo og vilji til að sæta lagalegri refsingu eru oft meðhöndlaðar sem skilgreining á borgaralegri óhlýðni.

Hvenær er lögbrot borgaraleg óhlýðni?

* Hún er ávallt laus við beint ofbeldi og fer fram opinberlega en ekki í skjóli nætur.
* Hún snýst um að brjóta lög til að bæta lög.
* Hún hefur það að markmiði að bæta samfélagið.
* Hún krefst undirgefni við lögin, þ.e. að sæta refsingu án andmæla fyrir brot sitt.

Hvenær réttmæt?


* Ef athöfnin er án ofbeldis.
* Mótmælendurnir sætta sig við refsingu.
* Góðar líkur (reasonable prospect) á að athöfnin verði til að leiðrétta óréttlætið.
* Mótmælendur hafa fyrst reynt að fara löglegar leiðir...
* Óréttlætið er meiriháttar.
* Mótmælendur viðurkenna að aðrir samfélagsþegnar kunna að vera í sömu stöðu og þeir."
mbl.is Röng forgangsröðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2008

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.