Leita í fréttum mbl.is

Ég var gösuð

Ég fór eins og fjöldi annarra upp að lögreglustöð til að mótmæla handtöku Hauks. Það var mikil reiði í fólki enda vissu allir að aðgerðin sem slík væri næsta gagnslaus þegar kæmi að því að fá pólitískan fanga lausan. Því það má ekki gleymast í öllum fordæmingunum sem ég hef séð hér að Haukur hafði ekkert annað brotið af sér en að stunda borgaraleg mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun. Handtaka hans var bara til að kveikja eld í báli reiðinnar sem þegar er til staðar í samfélaginu.

Vil taka það skírt fram að Hörður Torfason hafði ekkert með þessi mótmæli að gera og fáránlegt að vera að kenna honum um að tilkynna að fyrirhugað væri að mótmæla þarna eftir hin. Hann tilkynnti fullt af öðrum mótmælum á fundinum sem fyrirhuguð eru. 

Hópur fólks ætlaði að þrýsta sér inn á lögreglustöðina og fá að tala við einhvern og reyna að frelsa Hauk. Við vorum alveg pökkuð í litla anddyrinu og það var ekki möguleiki á að komast út. Skyndilega var komið með stóra spýtu og átti að nota hana til að brjóta leið inn - þegar ég sá það - ætlaði ég að forða mér sem og aðrir í kringum mig en það var ekki hægt að komast út vegna mannfjölda. Þá tók löggan upp á því að piparúða okkur fyrirvaralaust í þessu litla rými - þannig að fólk fékk þetta nánast beint í augun og þetta var eins og þeir væru með vatnsbyssur - þvílíkur var krafturinn í þessu.

Ég var svo heppin að það voru nokkrir stæðilegir karlmenn fyrir framan mig og ég náði að beygja mig niður þegar ég hljóp út - ég fékk þetta samt í andlitið en augun mín sluppu nánast. En mikið rosalega er þetta andstyggilegt tæki til að dreifa fólki. Það hefði náðst sami árangur með því að notast við vatn. Eða bara hreinlega vara fólk við að þeir væru að fara að úða. Þessi aðgerð lögreglunnar var algerlega tilhæfulaus. Ég aðstoðaði ungan strák við að finna vatn en hann fékk mikinn piparúða í augun og var viðþolslaus af kvöldum. 

Hringt var í 911 til að biðja um sjúkrabíl en konunni sem hringdi var tjáð að það kæmi ekki sjúkrabíll því að löggan hafði sagt að þeir hefði bara spúlað vatni á mótmælendur - löngu seinna kom svo loks sjúkrabíll - en maður sá fólk liggja kvalið í götunni - en sem betur fer var þarna fólk með vatn til að hjálpa við að skola úr augum og taka mesta sviðann úr andlitum. En það sem gerist er að þetta fer mjög illa í slímhúð í nefi og munni. Þessu er best líst sem miklum bruna og sviða í húðinni. 

Ég er orðin góð núna - fór í sjúkrabílinn þegar ég frétti að hann var kominn og fékk þá til að skola á mér ennið því piparúðinn var farinn að leka í augun á mér út af rigningunni. Ég var bara mjög heppin að fá þetta ekki full on í augun. 

Ég skil reiði fólksins mjög vel - ég var alveg logandi reið eftir að vera gösuð án viðvörunar. Ég reyndi að tala við lögguna - spyrja þá hvort að þeir væru ekki að fara eins illa út úr þessu og við. Í löndum þar sem mikil spilling hefur leitt til slíks þjóðargjaldþrots þá eru mörg dæmi þess að lögreglan snúist með mótmælendum. Mér finnst að lögreglan ætti að hugleiða það - að það er verið að troða á þeirra réttindum rétt eins mikið og á okkar. Það er verið að veðsetja þeirra vinnu rétt eins og okkar langt inn í framtíðina fyrir skuldir manna sem brutu á þjóðinni án þess að blikna og eru enn að kasta bolta ábyrgðar sín á milli eins og í einhverjum leik - og boltinn er fjöregg þjóðarinnar. 

Ég hrópaði að þeim: skamm: því þeir ráðast á sitt eigið fólk á meðan glæpamennirnir ganga lausir og halda áfram að valda óbætanlegum skaða gagnvart þjóðinni. Af hverju er í lagi að handtaka mótmælenda fyrirvaralaust án þess að fara eftir landslögum við slíka handtöku? Af hverju er í lagi að ljúga aftur og aftur eins og lögreglustjórinn gerði og af hverju ganga fjölmiðlamenn ekki harðar að þessu fólki sem þeir vita að ljúga upp í opið geðið á þeim og alþjóð?

Ég er búin að fá svo mikið upp í kok að ég er tilbúin að segja að ég vil byltingu - ég vil þetta fólk í burt og ef það er ekki tilbúið að fara þá ber okkur að bera það út eins og þeir þúsundir íslendinga sem munu missa heimili sín vegna þess að valdhafar eru vanhæfir til að huga að þjóðarheillum - til þess er þetta fólk bara of tengt inn í valdaklíkur fjárglæframannanna. 

 


mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er þessi frétt?

Ég hef bara ekki séð neina umfjöllun um dæmalausa handtöku á mótmælanda sem fór fram í gærkvöld. Það er aðeins DV og Nei sem fjalla um það. Ekkert á visir.is ekkert á eyjan.is, ruv.is eða mbl.is

Eru þessir fjölmiðlar að bíða eftir tilkynningu frá löggunni sem þeir geta copy peistað inn á miðla sína? Það er reyndar ekki neitt fjallað um þetta í dagbókum sem kenndar eru við lögregluna. Það þykir alltaf svo fréttnæmt að stútar séu teknir. 

Ég veit ekki með ykkur, en ég er búin að fá upp í kok af fréttamennsku sem viðgengst hér á landi - kalla eftir minna stýrðum umfjöllunum hjá helstu fréttaveitum landans. Hvet ykkur til að lesa bloggið hennar Evu og svo er afar góð umfjöllun um undarlegar áherslur í meðferð "glæpamanna" hjá Láru Hönnu sem tekst alltaf að setja hlutina í vitrænt samhengi.

Ungi maðurinn sem handtekinn var í gær er sá sem flaggaði Bónusfána á flaggstöng alþingishússins við mikinn fögnuð þeirra þúsunda mótmælenda sem voru á staðnum og annarra sem ekki upplifðu gjörninginn. En ætlun gjörningsins var að sýna fram á hin nánu tengsl ráðherra og þeirra sem eiga allt hérlendis. Miðað við hve seint gengur að klófesta þá er stolið hafa milljörðum frá þjóðinni - þá virðist þessi gjörningur vera algerlega réttlætanlegur en vafalaust hefur hann komið við einhverja dulda kennd í brjóstum ráðamanna og því brýnt að koma stráknum á bak við lás og slá svo hann taki ekki upp á því að mótmæla meira, eins og til dæmis í dag.

Mætti kalla gjörning lögreglu og yfirvalds gerræðislegan? Allir út að mótmæla klukkan 15. Við höfum engu að tapa.

 


mbl.is Hætti að greiða af lánum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efla skal rannsóknir á spillingu

Hér er eitthvað fyrir þig að skoða Björn minn - sem ráðherra dóms og laga:

 

Útrásarvíkingar
 
Smella þarf á myndina til að geta lesið þetta almennilega...
Merkileg tengsl sem koma þarna fram. Mér skilst að þessar upplýsingar hafi komið fram fyrir í það minnsta einu ári. Er Dómsdagsmálaráðuneyðið búið að skoða þessi tengsl? Ef eitthvað ætti að efla Björn minn - þá er það að skoða tengsl ráðamanna við útrásarvíkinga sem eiga víst að hafa eitthvað meiriháttar gruggugt í pokahorninu. Eru kannski tengsl þín of mikil við Landsbankavænginn og Novator til þess að þú og þínir samráðherrar gætu talist hæfir til að stjórna því? Sé að ef maður flettir upp símanúmeri Novator í símaskránni að það er hið sama og fyrir Samson... athyglisvert.
 
Samson og Novator

 


mbl.is Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki Geirs Haard (e)

Óklippt upptaka af Geir í hrokakasti - útskýrir kannski af hverju fjölmiðlafólk forðaðist að lenda í rökræðum við karlinn - hann er mátturinn og enginn má spyrja spurninga sem honum finnst óþægilegar án þess að fá að upplifa HaardGeir.
 
Nánar um tildrög og atburðarás á bloggi fréttamannsins G. Péturs.
 
 
Allir sem vettlingi geta valdið á mótmæli í dag klukkan 15 á Austurvelli
 

mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2008

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband