31.12.2009 | 13:01
Icesave ræðan mín frá því í gærkvöldi
Ég velti fyrir mér tilgangi þessa sjónspils sem Icesave hefur verið hér inni á þingi. Strax í upphafi umræðu um þetta frumvarp spurði ég hæstvirtan fjármálaráðherra beinskeyttrar spurningar. Ég spurði hvort þingið hefði svigrúm til að laga og bæta frumvarpið sem við erum að fara að greiða lokaatkvæði um á eftir. Af svörum hans var ekki annað að skilja en að ekkert svigrúm hafi verið til staðar. Við þingmenn verðum því miður að horfast í augu við þann ömurlega veruleika að þingið ræður litlu sem engu og hefur ef til vill ekkert annað hlutverk en að miðla upplýsingum um mál sem þó eins og í þessu tilfelli er ekki til neins því fyrirfram var búið að ákveða hvernig niðurstaðan yrði.
Við vildum reyna til þrautar að tryggja að fyrirvarar á þessari ríkisábyrgð á einkaskuld yrðu skilyrtir en ekki óskilyrtir eins og Bretar og Hollendingar krefjast. Það er því óendanlega hryggilegt að það tókst ekki að endurheimta hina sögulegu fyrirvara sem hefðu tryggt að við borgum ekki vexti ef hér yrði enginn hagvöxtur nú er búið að rífa í sundur öryggisnetið en okkur þingmönnum ber skylda að tryggja að hér verði ekki samþykkt eitthvað sem gæti stefnt þjóðinni í voða um langa hríð.
En það var aldrei gefið svigrúm til þess. Það var búið að ákveða fyrirfram hvernig þessi saga hæstvirts fjármálaráðherra myndi enda.
Við vildum reyna til þrautar að sýna fram á að óbreytt er þetta frumvarp skaðlegt þjóðinni og komum með skynsamlegar tillögur að úrbótum sem öllum var hafnað. Það er ekki réttlátt að væna minnihlutann um að hafa ekki komið með hugmyndir að úrlausnum, því margar prýðilegar hugmyndir hafa verið lagðar fram til að bæta þessi lög, en allar þær hugmyndir voru slegnar út af borðinu án þess að þeim væri almennilegan gefinn gaumur. Icesave er svarti Pétur ríkisstjórnarinnar sem hún vill velta á axlir þjóðarinnar.
Finnst háttvirtum sjónarþingmönnum allt í lagi að nota tekjuskatt 80.000 skattborgara þessa lands ár hvert til að borga vexti af Icesave á meðan það leikur vafi á því hvort að okkur beri að standa undir þessari skuldbindingu? Ég spyr háttvirta þingmenn sem hafa sýnt vilja fyrir kosningar um að vilja hlúa að og standa vörð um velferðarkerfið okkar, hvort háttvirtir stjórnarþingmenn sér grein fyrir því að grunnstoðir þessa kerfis munu bresta undan þeirri greiðslubyrði sem þeir ætla að samþykkja. Ég vil spyrja háttvirta stjórnarþingmenn hvort að þeim þyki það eðlilegt að samþykkja þennan myllustein á komandi kynslóðar jafnvel þvert á samviskuna vegna þess að annars gæti þessi stjórn verið felld af hæstvirtri sér sjálfri? Er virkilega svona mikilvægt að halda í völdin að öllu skal fórnað fyrir það? Ef einhverju sinni hefur verið tími fyrir þjóðstjórn eða utanþingstjórn þá er það núna. Augljóst er að hefðbundinn pólitík er ekki að valda þessum stóru verkefnum.
Varla vilja háttvirtir þingmenn jásins verða til þess að þetta land og þessi þjóð lendi á sama stað í alþjóðasamfélaginu og þróunarríki. Er mögulegt að þingmenn Samfylkingarinnar haldi að Icesave skuldbindingunni verði hreinlega sópað undir EU teppið ef áætlunarverkið um að koma Íslandi þangað inn verður að veruleika?
Frú forseti ég skil ekki hvað liggur að baki þeirrar ógæfu að vilja samþykkja Icesave í núverandi mynd án þess að reyna til þrautar að gera forsendur ríkisábyrgðar skaplegri og hvað er að því að láta reyna á dómsstólaleiðina? Hvað er það versta sem gæti gerst ef við látum reyna á það? Hver sagði að þetta sé lokatilboð? Ber okkur að hlíta því? Í engu hefur þessum spurningum sem ég þó bar upp fyrir nokkru síðan í annarri ræðu verið svarað. Getur verið að dómstólaleiðin hafi hreinlega verið slegin út af borðinu fyrir löngu síðan í reykfylltum bakherbergjum.
Nú er það alveg ljóst að skortur á fagmennsku og dug vantaði í samningagerðina. Embættismennirnir vældu á bernskan hátt um erfitt ástand hér heimafyrir við embættismenn frá þjóðum sem hafa litla samúð með okkar fjárhagslegu erfiðleikum og mótmælum við gáttir alþingis. Gleymum því ekki að til dæmis tóku nokkrar Evrópuþjóðir nýverið þátt í því þar á meðal Hollendingar að losa sig við eitraðan úrgang við Fílabeinsströndina sem varð til þess að fjöldi fólks dó og 80 þúsund veiktust alvarlega, bresk yfirvöld létu fjárlægja frétt um þetta úr öllum fjölmiðlum landsins þ.m.t. BBC. Gleymum því ekki að þetta eru þjóðir sem veigra sér ekki við að senda unga fólkið sitt hiklaust í árásarstríð. Það var því arfavitlaus samningatækni að barma sér, sýndi bara veikleika og gaf mótherjum okkar strax yfirhöndina. En það er kannski ekki við embættismennina að sakast þeir höfðu aldrei tekist á við breskt lagaumhverfi og voru kannski eins og stóreygð börn í framandi landslagi.
Það var líka einsýnt í upphafi að við ætluðum að massa þetta sjálf, of dýrt að sækja aðstoð frá einhverjum útlendingum með reynslu af slíkri samningagerð, nei við reddum þessu sjálf og núna sitjum við uppi með svarta Pétur og ekki nokkur leið fyrir stjórnarliða að sjá öll trompin sem felast í spilabunkanum ef við bara leyfum okkur að stokka og gefa upp á nýtt, en það er ekki hægt því hæstvirtur fjármálamálaráðherra hefur aldrei viljað neina aðra niðurstöðu en Svavarsniðurstöðuna, hann lagði jú sjálfan sig að veði en gleymdi að þetta er ekki hans veð heldur þjóðarinnar.
Vanhæfni á vanhæfni ofan einkennir þetta mál frá upphafi til enda, hvort heldur að það sé hrunastjórn eða sú sem nú situr við völd.
Hæstvirtur fjármálaráðherra veit til dæmis mætavel að við getum ekki staðið undir því að tekjuskattur tæpra 80.000 skattborgara þessa lands fari í það eitt að borga vexti af Icesave ár hvert? Það hefur líka komið í ljós að hægt er að teygja lánið um ókomna tíð og það þýðir að vextirnir halda áfram að hlaða utan á sig. Þær eignir sem vísað er til, sem að skilanefnd Landsbankans lúrir á og segja að við getum fengið nánast allar upp í þessa skuld, þær eignir eru huldueignir sem enginn hefur fengið að sjá hverjar eru nema skilanefndarmenn. Ekki einu sinni hæstvirtur fjármálaráðherra hefur fengið að sjá eignasafnið. Því er ljóst að enginn, ekki nokkur maður nema þeir sem eru í skilanefnd Landsbankans vita hvað liggur að baki stærstu skuldbindingu þjóðarinnar.
Ég óttast að grunnstoðir samfélags okkar bresti ef þetta verður samþykkt. Ég óttast að almenningur gefist upp og flýi land eða hreinlega gefist upp. Ég óttast að við getum ekki staðið við þessar skuldbindingar og þess vegna væri lang heiðarlegast að horfast í augu við þá staðreynd að tæknilega séð getum við alls ekki staðið við allt sem við erum að lofa að gera getum ekki borgað okkar skuldir án þess að skerða kjör næstu kynslóða þannig að samfélag það sem við búum við og forfeður okkar lögðu blóð sinn og svita í að gera að betra samfélaginu en flestir jarðbúar eiga kost á að búa við.
Allt frá því að Icesave málið kom inn á borð þingsins hefur það verið sveipað dulúð og strangheiðarlegt fólk veigraði sér ekki við að ljúga að samstarfsfólki sínu eða dansa á gráa svæði hvítu lyganna. Stundum veltir maður fyrir sér hver tilgangurinn með þessum óheiðarleika sé. Allt átti að vera uppi á borðum þegar þau tóku við en með hverjum deginum verða lygarnar í kringum Icesave umfangsmeiri og það er nú oft þannig að þegar mikið er logið að fólk missir þræðina út í einhverja vitleysu og þannig upplifi ég þá umræðu sem stjórnarliðar bjóða almenningi og samþingmönnum upp á.
Ég verð að viðurkenna að mér hefði aldrei dottið í hug að vanhæfnin væri jafn mikil og ég hef orðið vitni af. Vanhæfnin felst fyrst og fremst í því að geta ekki horfst í augu við eigin vanmátt til að sinna svo viðamiklum störfum og kalla ekki eftir því að fagmenn á þessu sviði taki afgerandi þátt í slíkri vinnu eins og milliríkjasamningum sem eru með sanni hluti af miklu stærri mynd en aðeins Icesave.
Þau hafa verið fögur hljóðin úr fagurgalanum varðandi ágæti Icesave samninganna. Dísæt tilhugsun um að geta velt skuldabyrði frá okkur í ein sjö ár hefur oft verið endurtekið sem einn af hornsteinum snilldarinnar. En hvað er þetta skjól þeirra annað en fullkomin blekking?Það er ekki neitt sjö ára skjól kæru landsmenn, það er ekki neitt skjól fyrir Icesave nema að hafna þessum voðalega samning í þeirri mynd sem SJS færir okkur hann núna.
En það er ekki merki um styrk að leyfa að þetta frumvarp fari óbreytt í gegnum þingið. Hæstvirtir ráðherrar kepptust við að hæla fyrirvörunum í sumar og allir voru á eitt sáttir við þá völdunarsmíð þegar óskað var eftir stuðning minnihlutans við fyrirvarana sem allir þingmenn sem einn studdu.
Í augum nýlenduherra þjóðanna erum erum bara eins og hver önnur nýlenduþjóð sem ráðamenn þessara landa bera litla virðingu fyrir og hika ekki við að níðast á án nokkurrar iðrunnar. Kannski má um kenna að ekki hefur tekist að fá meirihlutann til þess að koma á þingmannanefnd sem færi til þessara landa til að hitti breska og hollenska þingmenn formlega til að ræða saman um stöðuna og útskýra hvað þessar kröfur sem embættismenn þeirra settu saman þýða fyrir landið okkar og sameiginlega framtíð í alþjóðasamfélaginu.
Á Natóþinginu gaf sig á tal við mig breskur þingmaður sem er formaður efnahagsnefndar Natóþingsins, en hann er þingmaður Verkamannaflokksins fyrir York. Hann bauðst til að setja af stað ferli þar sem íslenska þingmannanefndin myndi hitta formlega breska þingmenn til að útskýra stöðu landsins sem og Icesave.
En ég fór ítrekað þess á leit við forseta, forsætisnefnd, þingflokksformenn og utanríkisnefnd að skipuð yrði verið þingnefnd til að kynna á stöðu landsins meðal breskra og hollenskra þingmanna. Því miður var sú formlega beiðni svæfð í nefnd og mér sagt að það væri ekki ráðlegt að senda þingmannanefnd út til Bretlands á meðan verið væri að vinna í Icesave málinu. Ég fékk enga almennilega skýringu á því af hverju það þætti ekki heppilegt að kynna stöðu landsins meðal kollega okkar.
Okkur í Hreyfingunni finnst það ekki réttlætanlegt að samþykkja að fyrst verði gengið að sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar áður en reynt verði til þrautar að endurheimta peningana frá þeim sem stálu þeim úr Icesave bankanum, því varla hafa þessir peningar bara gufað upp.
Við ættum að kalla fólk eins og Stiglitz til ráðgjafar sem og til að fara yfir heildar skuldastöðu okkar og leiðir til að takast á við hana. En það er alveg ótækt að samþykkja það að tekjuskattur 150.000 skattborgara landsins renni í að borga vexti af erlendum lánum á næstu árum.
Að samþykkja Icesave frumvarp hæstvirts fjármálaráðherra er ógæfuspor fyrir land og þjóð. Ég bið háttavirta samþingmenn um að grandskoða hug sinn og hjarta og rifja upp Icesave söguna alla og öll þau vafasömu atriði sem hafa komið fram. Ég bið þingheim um að gleyma því ekki að með því að samþykkja þetta frumvarp í óbreyttri mynd eru þeir að gefa skýr skilaboð til AGS um að lög alþingis eru okkur ekki heilagri en svo að við breytum þeim til að þóknast erlendum embættismönnum.
Fullveldið er að veði, sjálfstæðið er að veði. Höfnum þessum afarkostum, höfum hugrekki til að sýna að við látum ekki umbreyta þjóð sem fyrir ári síðan var talin 5 ríkasta þjóð í heimi í nýlendu erlends ríkis á ný. Látum ekki hneppa okkur í hlekki skuldbindinga sem munu færast yfir með skertum lífsgæðum um áratugi fyrir börnin okkar og barnabörnin stöndum saman gegn þessari kúgun. Sýnum ábyrga hegðun með því að taka ekki á okkur meira en við getum valdið.
Frú forseti við erum í efnahagsstríði, heimsbyggðin er að sigla inn í aðra kreppu við ættum að vera einbeita okkur að því að slá alvöru skjaldborg um fjölskyldur landsins. Sýnum þjóðinni að við ætum ekki bara að óska eftir fórnum frá henni heldur munum við tryggja réttlæti. Notum það svigrúm sem AGS lagði til og leiðréttum skuldir heimilanna.
Drögum þetta frumvarp til baka og fylgjum þeim lögum sem við þó sjálf sömdum hér á þinginu í sumar og förum saman í þá vegferð sem endurreisn íslands kallar eftir.
Nóg er komið og legg ég svo til og mæli með að hæstvirt ríkisstjórn taki nú þetta frumvarp heim til föðurhúsa og virði þau lög um ríkisábyrgð sem samþykkt voru í sumar ellegar að leyfa það sem er auðvitað sjálfsagt og rétt: leyfum þjóðinni að kjósa um þetta viðamikla mál.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2009 | 22:47
Þetta styð ég
Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2009 | 21:58
Smá upprifjun
Lokaumræða um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2009 | 09:43
Rannsóknarnefnd þingsins: ræðan mín frá því í gærkvöldi
Þingsalurinn var nánast galtómur þegar ég flutti þessa ræðu:
Úr þessum ræðustól hafa ráðherrar eða forsetar ásakað mig um að skapa tortryggni eða hjá mér búi annarlegar hvatir þegar ég hef mælt gegn þessu frumvarpi um sérstaka þingmannanefnd vegna rannsóknarskýrslu þingsins sem allir bíða eftir annað hvort með kvíða eða í ofvæni.
Þetta er engin venjuleg skýrsla, enda tekur hún á hruninu, hruni sem er mun víðtækara en bara hrun fjármála, hrun sem sýnir svo ekki verður um villst að hérlendis hefur orðið siðrof. En hvað er siðrof. Ég hafði aldrei velt þessu orði fyrir mér fyrr en í hruninu í fyrra. Siðrof er þegar siðferðisbrestirnir eru svo miklir í samfélaginu að líkja má því við jarðrof og siðferðisvitundin verður jafn ístöðulaus og moldrok.
Sú bábilja og veruleikafirring að halda að þingið eigi eitt að standa að því að meta hvort eigi að kalla saman landsdóm eða veita sjálfu sér aðhald myndi ég síðan vilja kalla veruleikarof. Ég hef nefnilega ekki enn fyrirhitt neinn fyrir utan þingheim sem finnst þetta snjöll hugmynd hjá hæstvirtri forsætisnefnd.
Þrátt fyrir ítarlegar, vandaðar og málefnalegar ábendingar og tillögur Hreyfingarinnar í þessu máli er enginn áhugi meðal annarra afla á Alþingi að afgreiða það með öðrum hætti en þeim sem tryggir augljósa hagsmuni þeirra flokka sem voru við stjórnvölin við bankahrunið og í aðdraganda þess.
Það hlýtur að vera öllum ljóst að alþingismenn eru ekki færir um að leggja hlutlaust mat á eigin störf, foringja sinna eða samstarfsmanna til margra ára. Nauðsynlegt er að hlutlausir aðilar komi að vinnslu málsins á öllum stigum þess, hvort heldur sem er sem álitsgjafar við lagasmíð eða fagmenn við afgreiðslu skýrslunnar. Tryggja þarf réttlæti og gegnsæi í öllu ferlinu.
Frú forseti
Mér finnst sorglegt hvernig á að taka á þessu máli, mér finnst sorgleg sú veruleikafirring sem ég finn innan veggja þingsins. Það má ekki gagnrýna þau vinnubrögð sem hér eru viðhöfð án þess að vera ásakaður um að hafa annarlega hvatir að leiðarljósi. Ef það eru annarlegar hvatir að kalla eftir skynsamlegri meðferð á svo mikilvægu máli þá megi háttvirtir þingmenn alveg kalla þetta ákall um að horfast í auga við þá gjá trausts sem hefur myndast á milli þjóðar og þings annarlegar hvatir. Ef það að benda á gallana við það að þingið veiti sjálfu sér aðhald er til þess fallið að skapa tortryggni um þingið þá verður svo að vera. Ég held að tortryggnin hafi lítið að gera með mín orð, heldur miklu frekar hefur hún að gera með það skelfilega hrun sem átti sér stað og þann sofandi hátt sem átti sér stað innan veggja þingsins. Miðað við þau vinnubrögð sem viðgangast hér á þessum síðustu vikum þá skil ég alveg hvernig sofandi að feigðarósi þingið og þjóð flaut inn í þá erfiðleika sem við erum að glíma við núna.
Ég gagnrýni harðlega það veruleikarof sem á sér stað hér inni í sölum þingsins, það er veruleikarof að gera sér ekki grein fyrir því að almenningur vill önnur vinnubrögð en hafa verið hér ástunduð það er lítið traust á þinginu að gefnu tilefni. Þingið sem og aðrir ráðamenn brugðust þjóðinni vegna slakrar lagasetningar varðandi fjármálakerfið. Það hefði verið lag að sýna að okkur er full alvara með að taka hér á hlutunum utan hefðaveruleikans sem að mörgu leyti er eins og myllusteinn um þingstörfin. Það hefði verið lag að sýna að við þorum að leita leiðsagnar utan þings meðal fólks sem á engra hagsmuna að gæta nema að vera leiðarljós fyrir þingið um hvernig ber að taka á málum er varða þingið sjálft og þá fulltrúa sem hugsanlega brugðust í því hlutverki.
Ef þessi orð mín eru til þess fallin að auka á tortryggni gagnvart þinginu þá verður bara svo að vera. Ég verð bara að viðurkenna að mannlegir brestir eru fangaðir með löggjöf og hér innan veggja hefur sýnt sig að mannlegir brestir eru ekki síður landlægir en annarsstaðar í samfélaginu. Hættum að setja okkur skör hærra en annað fólk og viðurkennum vanmátt okkar til að taka á þeim þætti þessa máls sem setur þingmenn í þá ómögulegu stöðu að fjalla um svo viðkvæm mál er varða þeirra eigin samherja.
19.12.2009 | 10:12
Hjáseta
Það er yfirlýst stefna mín að greiða ekki atkvæði um mál sem ég hef ekki haft tíma til að kynna mér. Vegna mikillar færibandavinnu á þinginu núna er ekki mögulegt að kynna sér öll þau frumvörp sem verið er að renna í gegn með endalausum afbrigðum. Afbrigði þýðir að beðið er um að mál fái hraðari afgreiðslu en kveður á um í þingsköpum.
Ég er ekki í nefndinni sem fjallar um þetta mál og hafði ekki tíma til að ræða við aðra þingmenn sem eru líka á hlaupum um möguleg ágreiningsmál eða galla á frumvarpinu. Þess vegna sat ég hjá.
Það er svolítið furðulegt að sjá þingmenn greiða atkvæði eftir einhverri línu um mál sem þeir vita ekki neitt um. Það ætti að tilheyra gamla Íslandi. Því drjúgan hluta næsta árs munum við svo eyða í að lagfæra galla á löggjöf sem var ekki nægilega vel unnin.
Ég er ekki að tala sérstaklega um þetta mál, hef miklu meiri áhyggjur af fjárlögunum og skattafrumvörpum sem hafa víðtæk áhrif á afkomu almennings. Annars þá er ég búin að fá það staðfest að þingið hefur nákvæmlega engin völd og kannski er bara kominn tími á að leggja það niður í núverandi mynd ef þingmenn fara ekki að standa í lappirnar og krefjast breytinga og endurheimti völd sín frá framkvæmdavaldinu.
Ný matvælalöggjöf samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2009 | 09:19
Færibandavinna þingsins
Er stórlega misboðið vegna nokkurra þeirra mála sem á að troða í gegnum þingið á næstu dögum. Bendi á aðför að þeim sem eru atvinnulausir, bendi á meðför þingsins á skýrslu rannsóknarnefndarinnar, bendi á ívilnanir vegna gagnavers til BTB. Hafið augun opin kæru landsmenn, nýja Ísland er blekking.
Ljóst er að ekkert hefur breyst. Enn skal lauma umdeildum frumvörpum í færabandavinnuna sem er í gangi núna. Þingið hefur engin völd. Engin frumvörp fá eðlilega þinglega meðferð. Þ.e.a.s. umfjöllun og afgreiðslu úr nefndum nema ráðherrar samþykki það, sem gerist helst ekki nema um þau ríki þverpólitísk sátt. Þetta er hinn kaldi veruleiki sem ég hélt í einfeldni minni að ætti að breyta. Engin ný vinnubrögð. Allt við það sama, sama hver situr í hvaða ráðuneyti. Reyni að plægja í lýðræðishafinu en verður lítið ágengt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.12.2009 | 10:46
Fréttatilkynning: afnám leyndar á Icesave gögnum
Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna málflutning formanns fjárlaganefndar, Guðbjarts Hannessonar, vegna þeirrar leyndar sem hvílir á gögnum er varða Icesave. Formaður fjárlaganefndar heldur því fram að aldrei hafi verið beðið um að leyndinni verði aflétt. Það er ekki allskostar rétt. Ítrekað báðu þingmenn Hreyfingarinnar um að leyndinni yrði aflétt í ræðustóli Alþingis. Þá bað þingflokksformaður Hreyfingarinnar um að tölvupóstum á milli Indriða H. Þorlákssonar og Mark Flanagan, dags. 13. og 14. apríl 2008, yrði dreift til allra nefndarmanna utanríkismálanefndar áður en fundur með Franek Rozwadowski, dags. 17. júlí 2009, sem Birgitta Jónsdóttir kallaði eftir yrði haldinn. Ekki var hægt að verða við þeirri beiðni með öðrum hætti en að umræddum tölvupóstum var varpað upp á tjald, nefndarmönnum til skoðunar.
Til að tryggja að boðleiðir séu réttar hefur Birgitta Jónsdóttir boðsent fjármálaráðherra í tvígang, Steingrími J. Sigfússyni, formlega beiðni um að trúnaði verði nú þegar aflétt af gögnunum í leynimöppunni svokölluðu, enda ekkert sem réttlætir að þau séu ekki aðgengileg almenningi. Í ljósi orða Guðbjarts Hannessonar í Fréttablaðinu hlýtur að verða brugðist við þessari beiðni án tafar.
Ljóst er að það á að hunsa þessa beiðni sem ég sendi upprunalega 8. desember, því ekki hef ég enn fengið nein svör, þó það sé alveg ljóst að þessi gögn muni varpa nýju ljósi á Icesave málið gagnvart almenningi.
15.12.2009 | 06:47
Formleg beiðni um að leynd verði aflétt
Icesave-samningur forsenda fyrir endurskoðun hjá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2009 | 07:37
Slagorðið Norrænt velferðarsamfélag
Ég verð að viðurkenna að þegar ég fór að vinna sem þingmaður þá hvarflaði ekki að mér hve óvönduð vinnubrögð eru viðhöfð á þinginu. Ég hélt í einfeldni minni að þingið hefði einhver smá völd. En hef komist að því að þingmenn hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu eru einfaldlega strengjabrúður framkvæmdavaldsins. Ég veit að við lifum á sögulegum tímum þar sem reynt er að bjarga því sem bjarga má í algeru hruni. En þessi svokallaða björgun er í hæsta máta furðuleg. Í stað þess að tryggja að grunnstoðirnar bresti ekki er ákveðið að dæla peningum í verkefni sem í huga mér eru ekki þess eðlis að réttlætanlegt sé að veita fjármunum í þau á meðan ljóst er að við erum þegar komin á þann stað að öryggi sjúklinga og barna er skert.
Það er merkilegt að hlusta á orðræðu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra varðandi sína skjólstæðinga. Þegar ég spurði hana hvort að hún myndi ekki alveg örugglega tryggja að stofnanir eins og til dæmis SÁÁ leggist ekki á hliðina, þá hváði hún: "Í kreppunni verður hver að sjá um sig sjálfur." Ég hefði skilið þetta hugarfar hjá einhverjum sem aðhyllist einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og er á annarri línu en þeirrar að þróa hér Norrænt velferðarsamfélag eins og þessi ríkisstjórn lofaði. Annars þá held ég að slagorðið Norrænt velferðarsamfélag sé einmitt bara slagorð og engin innistæða fyrir því.
Í samræðum við félaga mína úr fjárlaganefnd, Margrét og Þór skipta þeirri vinnu á milli sín vegna þess að nefndarstörfin skarast á og oft þarf fólk að vera í mörgum nefndum á sama tíma, þá er ljóst að þessi orðræða um samstarf og samráð er líka bara innantómt orðagjálfur sem hljómar fallega en enginn vilji er til að framkvæma. Kannski halda valdhafar að samráð felist í því að sitja saman fundi og hlusta á ótal beiðnir um fjárstyrki fyrir verkefni sem mér finnst einfaldlega ekki eiga neitt erindi á borð alþingismanna. Ég hefði haldið að samráð ætti frekar að vera um vinnulag og megináherslur í stað þess að horfa upp á nefndarmenn meirihlutans fylla skjóður sínar með peningum skattborgara til að flytja í sín heimahéruð. Meira að segja spákonurnar fá enn sínar dúsur. Já það væri kannski snjallt að spyrja þessa sömu spákonu hvernig næsta ár verður, þegar hún fær sínar milljónir á meðan lokað verður fyrir grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu.
Ég hlusta ekki á þau rök að þetta hafi alltaf verið svona, það var einmitt út á loforðin um að breyta klisjunni: þetta hefur alltaf verið svona, sem þessi ríkisstjórn fékk sitt embætti. Það að forgangsraða peningum í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu samfélagsins er fullkomlega óásættanlegt í kreppunni. Það að greiða biskupsstofu aukalega nærri tvo tugi milljóna í þessari krepputíð er ekki réttlætanlegt. Þessi vinnubrögð er ófagleg og ómarkviss og í ósamræmi við þá tíma sem við lifum á. Öryggi þjóðarinnar er hunsað á kostnað ótal gæluverkefna víðsvegar um land og borg. Fjárlagagerðin gerð á hundavaði - svo miklu hundavaði að það þurfti að taka frumvarpið aftur inn í nefnd vegna þess að það gleymdist að setja inn réttar tölur inn í það. Við þurfum að vinna vinnuna okkar vel kæru samþingmenn meirihlutans. Við þurfum að hefja byltingu inni á þingi varðandi vinnubrögðum og þankagangi. Við þurfum að endurheimta völd þingsins frá framkvæmdavaldinu. Það að velta ábyrgðinni yfir á fortíðina mun ekki leysa þau vandamál sem við erum að glíma við í dag.
Geta sparað með tilfærslu sjúklinga og aðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2009 | 21:15
Endurkoma
Eftir að ég hætti að blogga hér á moggablogginu þá hef ég ekki þrátt fyrir nokkrar tilraunir annars staðar í netheimum fundið þá umgjörð eða það umhverfi sem mér finnst nauðsynlegt til að finna hvöt til að tjá mig á þennan hátt.
Eftir mikla umhugsun og spjall við félaga Þór hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég ætla að blogga hér aftur. Það hefur ekkert að gera með ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins eða þann sem ekki má nefna. Þessi ákvörðun er ekki tengd pólitík heldur hreinni praktík. Mér finnst mikilvægt að koma á framfæri því sem ég upplifi á þinginu á sem beinskeyttastan hátt þar sem hægt er að finna það án mikillar fyrirhafnar.
Ég hef athugað og prófað önnur bloggkerfi og það verður bara að viðurkennast að það kemst enginn með tærnar þar sem starfsmenn mbl.is bloggsvæðisins hafa hælana þegar kemur að því tæknilegri útfærslu á því að koma frá sér efni í bloggumhverfi.
Það hefur enginn borgað mér eða boðið mér neitt, ég er ekki klappstýra eins né neins eins og sumir samþingmenn mínir úr stjórnarmeirihlutanum virðast hafa selt sér til að réttlæta þá viðspyrnu sem ég hef viðhaft út af Icesave. Sú viðspyrna á sér þær eðlilegu útskýringar að ég er einfaldlega að fylgja stefnu Hreyfingarinnar varðandi Icesave en hún er svona: Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu og skynsemi. ICESAVE reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands og m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar innlagnir á reikningana, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir persónulega ábyrgir fyrir því sem vantar upp á. Samið verður um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.
Annars þá iða ég í skinnu að tjá mig um fjárlögin sem lögð verða fyrir þingið á morgunn og ætla mér að skrifa um það þegar ég vakna í fyrramálið - bendi fólki á að kíkja á hvernig meirihluti fjárlaganefndar hefur ákveðið að skipta ríkisfjármunum upp. Það er nánast eins og þetta ágæta nefndarfólk geri sér ekki grein fyrir því að á meðan verið er að henda fjármunum í verkefni mörg hver gæluverkefni sem hefði KANNSKI mátt réttlæta að yrði útdeilt til úr vösum skattgreiðenda, þá er fólk að svelta, fær ekki nauðsynlega læknisaðstoð og er að missa heimili sín. Þetta er skammarlegt grandvararleysi og ber ekki vott um nauðsynlega forgangsröðun á slíkum tímum.
25.9.2009 | 08:13
Hætt á moggabloggi
Ég hef verið lengi að spá í að hætta á moggabloggi - hef ekki viljað hætta vegna þess að ég er mjög hrifin af kerfinu sem hannað var í kringum mbl.is - vil hrósa þeim sem settu þetta kerfi upp og þróuðu.
Það hefur oft komið fyrir að mér hafi ofboðið vinnubrögðin á þessum miðli. Nú er mér allri lokið - ég hef ekkert persónulegt við DO að sakast og margt af því sem hann hefur sagt er alveg hárrétt - en hann er samt allt of stór persóna í aðdraganda og í sjálfu hruninu til að hægt sé að réttlæta þá stöðu sem hann hefur ákveðið að þiggja.
Blað sem eitt sinn hafði smá trúverðugleika hefur glatað þeim trúverðugleika með þessari ráðningu og uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið.
Mér stendur til boða að flytja mig á eyjuna en ég ætla ekki að þiggja það boð - ætla að nota gamla bloggið mitt á blogspot um sinn og sjá hvort að þeir sem hafa skrifað beittar og fræðandi blogg greinar muni ekki finna sér stað í netheimum sem er ekki háð pólitísku reiptogi.
Takk öll sem hafið gert bloggið að áhugaverðum miðli -takk öll sem hafið verið bloggvinir mínir og ég hef skipst á skoðunum við um langa og skamma hríð.
Þetta er síðasta færslan mín hér og ég mun jafnframt loka öllum hinum bloggunum sem ég hélt úti á mbl.is.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.9.2009 kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 08:08
Mikilvægt viðtal við Gunnar Tómasson
21.9.2009 | 07:40
Yfirlýsing - Hreyfingin - Samstaða um réttlæti og almannahag
Hópur fólks, þar með taldir þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar og tveir varaþingmenn, hafa komið sér saman um stofnun nýrrar hreyfingar með það að markmiði að framfylgja upprunalegri stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar og veita grasrótarhreyfingum rödd á Alþingi. Hópurinn mun innan skamms leggja fram samþykktir sem miða að því að lágmarka miðstýringu og opna fleiri en skráðum meðlimum þátttöku, enda verður ekki haldið sérstaklega um
félagaskrá.
Með þessu telur hópurinn sátt tryggða í baklandinu, enda ekkert til fyrirstöðu að Borgarahreyfingin í núverandi mynd geti ekki verið hluti af þessari hreyfingu eins og önnur grasrótarsamtök.
Það er trú hópsins að hreyfingin geti ekki verið þverpólitískt bandalag almennings sem vill uppræta flokkseigendaklíkur á sama tíma og hún útiloki samstarf við fólk og hópa vegna strangra inntökuskilyrða. Þá er vænlegra að vinna þverpólitískt innan þings sem utan með áherslu á hin upprunalegu stefnumál. Stefnuskráin er verkefnalisti, og þegar hann er tæmdur mun hreyfingin, eins og lofað var, vera lögð niður. Það er því hryggðarefni að sú stefnuskrá sem lagt var af stað með í upphafi hefur í undangenginni orrahríð orðið að aukaatriði og gerðar tilraunir til að taka inn fjöldi annarra málefna sem aldrei var sammæli um né ætlunin að sinna. Markmiðin eru þar með orðin óljós, og hugmyndin um skyndiframboð í takmarkaðan tíma með fá málefni er að engu orðin. Skærasta birtingarmynd þess, hin nýsamþykktu lög Borgarahreyfingarinnar, snúast þess í stað um völd, valdheimildir, valdboð, refsingar, brottvikningu, hljóðritanir og það að stofna stjórnmálaflokk með stjórnmálamönnum; enn einn flokkinn.
Það stóð aldrei til að Borgarahreyfingin ílengdist á Alþingi. Í því fólst styrkur hennar ekki síst, enda líta þeir þingmenn hennar sem hér eiga hlut á það sem lýðræðisleg forréttindi að geta starfað á þingi án þess að binda
hugi sína og hjörtu við næstu kosningar. Geta fylgt sannfæringu sinni sem fulltrúar kjósenda, óháð sýndarárangri og atkvæðaveiðum. Hreyfingin ætlar að vera sameiningartákn þeirra sem sjá enga von í flokkakerfinu, og trúir
því að saman getum við rutt úr vegi þeim hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir raunverulegu lýðræði á Íslandi.
Hreyfingin
Talsmaður Hreyfingarinnar uns ráðin hefur verið framkvæmdarstjóri er:
Daði Ingólfsson, s. 822-9046 dadi@1984.is
hreyfingin.blog.is
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson