Leita í fréttum mbl.is

Sýnum samstöðu

Hvet alla sem ofbjóða þá valdníðslu og spillingu sem við höfum búið við og þurft að horfa upp á síðan þessi neyð brast á að mæta.

Ánægð að sjá að ræðumenn og konur eru úr röðum "þessa" almennings sem alltaf er verið að tala um en lítið hefur fengið tækifæri til að tjá sig. Ég ætla að reyna að komast á undirbúningsfund klukkan 12, fyrir næstu borgarafundi, sem mér fannst alveg stórkostlegt framtak og vil gjarnan leggja lið. Ég mun sennilega stökkva í gönguna um miðbik hennar, hef ekki haft tíma til að búa til fána eða skilti, nema í tölvunni minni á milli verkefna:) 

Ég er ánægð að sjá að allir eru að fylkja liði - þjóðin þarf að standa saman, við höfum sýnt í fortíðinni að við getum það. Sýnum í verki að við erum búin að fá nóg. Við höfum engu að tapa. Mótmælin byrja í dag klukkan 14 við Hlemm, gengið verður niður Laugaveg að Austurvelli. Á Austurvelli hefjast mótmælin klukkan 15 með stuttum og snörpum ræðum frá almenningi. 

Það eru nokkrir hópar í samfélaginu okkar sem hafa EKKI fengið mikla athygli og mig langar að minna á: atvinnuöryggi verktaka og réttur til bóta, öryrkjar sem búsettir eru erlendis, innflytjendur og ellilífeyrisþegar. 

Sá þessa fréttatilkynningu áðan frá Herði:

Frá 11. október kl. hefur hópur fólks staðið fyrir mótmælafundum á Austurvelli vegna ástandsins sem skapast hefur í þjóðfélaginu undir yfirskriftinni "Breiðfylking gegn ástandinu". Hópurinn, sem hefur það markmið að sameina þjóðina og stappa stáli í fólk, hefur fengið til liðs við sig ræðumenn sem víðast að úr þjóðfélaginu og hvatt félagssamtök til að standa saman og mæta á fundina.

Víða eru að myndast hópar sem heimsækja fundina og fulltrúar þeirra ávarpa fundargesti. Einn öflugasti og áhrifaríkasti hópurinn fram til þessa dags kallar sig “Nýja tíma” og hefur sýnt óvenju aðsópsmikla djörfung við að beina almenningi á fundinn á Austurvelli. Nýir tímar munu að þessu sinni safna fólki saman á Hlemmi klukkan 14.00 laugardaginn 1. nóvember og leiða göngu niður Laugaveginn og á fundinn á Austurvelli. Við fögnum því framtaki og styðjum þennan hóp heilshugar.

Á undan fundinum, meðan fólk safnast saman, leikur hljómsveitin KURR

Ræðumenn:
Pétur Tyrfingsson
Lárus Páll Birgisson

Ávörp flytja:
Óskar Ástþórsson, leikskólakennari
Díana Ósk, frá Foreldrahúsi
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, eldri borgari og formaður Mæðrastyrksnefndar

Fundarastjóri: Hörður Torfason
 


mbl.is Efna til mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2008
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband