Leita í fréttum mbl.is

Mótmælafundur fyrir framan Seðlabankann í hádeginu í dag

Var beðin um að koma þessu á framfæri:

Við krefjumst þess að Seðlabankastjórar segi af sér á stundinni. Nú er nóg komið!

Safnast verður saman við styttuna af Ingólfi Arnarssyni kl. 12, þann 10. október og rölt yfir að torginu fyrir framan Seðlabankann. Njallinn verður sunginn og gjallarhorn til staðar fyrir þá sem taka vilja til máls.

Sá þetta inn á RÚV vefnum rétt í þessu:

Fréttatilkynning Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur

Reykjavík, 9. október 2008

Undanfarin ár, mánuði, vikur og daga hafa verið gerð alvarleg mistök í hagstjórn Íslands og stjórn fjármálakerfisins. Seðlabanki Íslands ber mikla ábyrgð á þeim mistökum. Nú er svo komið að íslenska hagkerfið er að hruni komið og munum við Íslendingar þurfa að byggja það upp á komandi árum og færa gríðarlegar fórnir.

Til að sem bestur friður náist um það uppbyggingarstarf sem framundan er tel ég mikilvægt að sátt ríki meðal þjóðarinnar um stjórn Seðlabankans. Það er mitt álit að til að svo geti orðið verði að skipta um bankastjórn í Seðlabanka Íslands. Ég hvet því bankastjóra Seðlabanka Íslands, Davíð Oddsson, Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson, til að axla sína ábyrgð á mistökunum og segja af sér nú þegar. Sjálf mun ég tilkynna forseta Alþingis afsögn mína úr bankaráði Seðlabanka Íslands þegar í kvöld. Ég bið þjóðina afsökunar á því að hafa ekki axlað mína ábyrgð fyrr.

Virðingarfyllst

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Hagfræðingur

 


mbl.is Talar ekki um Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég var að lesa bloggið þitt og sá þá þessa orðsendingu frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og finnst mér þessi kona taka mikla ábyrgð og það er meira en sagt verður um marga aðra. Mæti.

Og takk fyrir bloggvináttuna. 

Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.10.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

 - Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

- Svo er hér annar gullmoli úr XV. Kafla. -

148. gr. Hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta …1) fangelsi allt að 10 árum. Við ákvörðun refsingar skal hafa hliðsjón af því, hversu þung hegning er lögð við broti því, sem sagt er eða gefið til kynna, að viðkomandi hafi drýgt. …2) Hafi brot haft eða verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.
Ákveða má í dómi, eftir beiðni þess, sem fyrir óréttinum hefur orðið, að niðurstaða dóms og það af forsendum hans, sem dómur telur hæfilegt, skuli birt að opinberri tilhlutan í einu eða fleirum opinberum blöðum eða ritum.

Ef þetta er ekki stjórnleysi og pólitísk upplausn sem er hér á ferðinni, þá veit ég ekki hvað! Og hvers vegna ætli forsetinn hafi verið lagður inn á sjúkrahús í sömu viku og einhverjir afdrifaríkustu atburðir í sögu fullveldisins eiga sér stað, á sama tíma og utanríkisráðherra er nýkomin af skurðarborði á hátæknisjúkrahúsi í Bandaríkjunum? Í nauðvörn þegar allar brækur eru komnar niður að hnjám virðist svo Flokksforystan umkringd lífvörðum ætla að færa Árna Mathiesen að mannfórnum til að sefa reiði almennings. Það er skítalykt af þessu öllu saman! Var ekki einhversstaðar skrifað: "Bræður munu berjast á banaspjótum."? Mig minnir að það hafi ekki átt að boða neitt gott.

P.S. Vek athygli á hægt er að skrifa undir áskorun til stjórnarformanns Seðlabankans um að segja af sér þegar í stað.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Tína

Styð ykkur í þessum mótmælum og verð þarna með ykkur í anda þó svo ég komist ekki.

Knús á þig Birgitta mín og gleymum ekki að brosa þrátt fyrir allt eða kannski einmitt þess vegna.

Tína, 10.10.2008 kl. 04:57

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Styð þetta, krefjumst þess að fá úttektarheimildina aftur á kretidkortinn og fá að halda yfirdrættinum.

Magnús Sigurðsson, 10.10.2008 kl. 09:01

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hver er sanngjörn reffsing fyrir þann seka sem hefur játað kanski slengja henni í gapastokk á Lækjatorgi

Jón Snæbjörnsson, 10.10.2008 kl. 09:32

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

hef enga löngun að fella mann eða annan - en ég vil að Davíð víki nú þegar svo hann valdi ekki frekari skaða... nóg er komið

Birgitta Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 09:34

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ekki vil ég heldur fella neinn - hér er bara svo mikil reiði að manni líður illa

Jón Snæbjörnsson, 10.10.2008 kl. 09:43

8 identicon

Bloog félagar. Ég setti hérna inn ásakanir á Birgittu sem ekki áttu sér neina stoð. Ég hélt að um aðra manneskju væri að ræða og bið Birgittu afsökunar á þessari færslu. Hún hefur ákveðið að fyrirgefa mér þessi mistök að viðlögðu því að ég muni hjálpa annari manneskju í dag. Á sama tíma að ég get sætt mig við það, bið ég einlægrar afsökunar á mistökum mínum. Bjarni

Bjarni Hákonarson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 508727

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.