Leita í fréttum mbl.is

Tíbet: engin skipulögð mótmæli í dag

Þá er ég komin heim eftir áhugaverða skáldaferð til Venezúela. Ég las ljóð sem ég samdi um Tíbet í ríkisútvarpinu þar og á upplestrum mínum, þá dreifði ég ljóðinu sem víðast til að skapa umræðu um málefni Tíbet og sá fræjum. 

Ég var algerlega sambandslaus við umheiminn, síminn minn virkaði ekki þarna og erfitt að komast á netið. En ég frétti að útifundirnir hefðu gengið ágætlega og vonandi hafa einhverjir verið duglegir að skrifa greinar eða ræða um þessi mál.

Útlagastjórn Tíbeta hefur mælst til þess að það séu ekki skipulögð mótmæli þessa vikuna vegna hamfarana í Kína og ég held það sé rétt  að virða þá ósk. 
Ég mun samt sem áður kíkja við fyrir utan sendiráðið á sama tíma og venjulega til að biðja fyrir fólkinu sem á um sárt að binda vegna hamfaranna. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessar hamfarir urðu á landsvæði þar sem fjöldi Tíbeta búa og langar mig að biðja ykkur um að skrifa undir ákall um að Tíbetunum verði tryggð aðstoð. http://actionnetwork.org/campaign/earthquake_wen?rk=O1w25KFq4v2RE

Hljótt hefur farið um málefni Tíbets undanfarið - en við vitum sennilega öll sem erum á þessum lista að enn er landið lokað - enn er fólk pyntað og drepið og enn er þörf á að við ljáum þeim rödd okkar. Íslenska ríkisstjórnin er farin í frí án þess að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir þessa þjóð sem á svo margt sammerkt okkur. En þingmenn og ráðherrar lesa tölvupóst sinn þó í sumarfríi séu og hvet ég félagsmenn til að skrifa þeim ef eitthvað brennur á þeim. Ég hef tölvupóstföng þeirra allra ef ykkur vantar. 

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að spyrja mig. 

Í dag eru nokkrir félagar með upplýsingabás um Tíbet á þjóðahátíð Alþjóðahúss í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði milli kl. 12:00-18:00. 

Á morgunn verður svo haldin fjölskylduhátíð í Gerðubergi klukkan 13:00. Hátíðin er haldin í þágu barna frá hinu fátæka héraði Dolpho í Himalaya, en allur ágóði mun renna til heimilis og skóla sem rekið er af tíbetskum munkum fyrir fátæk börn frá Tíbet. Aðgangseyrir er 1.000 krónur,  en jafnframt er tekið við frjálsum framlögum. Hópur íslenskra listamanna stendur fyrir þessari fjáröflun og hvet ég alla félagsmenn sem eiga þess tök að kíkja á þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Birgitta, telur þú það skref í átt til aukinna mannréttinda að bjarga ismanum hans Dalaí Lama frá glötun?

Ertu viss um að þessi ismi hafi ekki að geyma alls kyns kúgun á bæði konum, börnum og ungum drengjum hans safnaðar?

Hversu djúpt kynntirðu þér þær hömlur og þá kúgun sem meðlimir þessa Búddisma verða að þola, sbr. Spiked 20. maí 2008.

"In March 1996, the Dalai Lama decreed that the worship of Dorje Shugden was ‘evil’. In what is believed to have been part of an internal power struggle in his fiefdom-in-exile in Dharamsala, northern India, the Dalai Lama ordered all worshippers of Dorje Shugden to leave his temple on 21 March 1996. A week later, on 30 March 1996, the Assembly of Tibetan People’s Deputies (the parliament in exile) passed a resolution banning the worship of Dorje Shugden by Tibetan government employees, and the Private Office of His Holiness the Dalai Lama issued a formal decree for everyone to stop practising the Dorje Shugden prayer. The New Internationalist reported that the Lama’s office wrote to every monastery in northern India and Tibet demanding that they ‘ensure total implementation of this decree by each and everyone… If there is anyone who continues to worship [Dorje Shugden], make a list of their names, house name, birth place… Keep the original and send us a copy of the list."

Því miður, Birgitta, þá virðast þessi trúarbrögð rétt eins og flest öll önnur. Boða réttlæti, frið og kærleika, en stunda óréttlæti, ófrið og kúgun.

Með trúfrjásri kveðju

Sigurður Rósant, 31.5.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 508655

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.